Að vera eða vera ekki forystumaður.

Forystumaður í stjórnmálaflokki þarf að vera ýmsum kostum gæddur. Það má halda því fram að kostir hans þurfi að vera „ ofurmannlegir „ því slíkt er álagið á þennan einstakling.

Einn af mörgum kostum þessa einstaklings er að hann eigi auðvelt með að vinna með öðru fólki, sínum eigin flokksmönnum og öðrum í hinu pólitíska umhverfi sínu.  Hann þarf að vera mannasættir, sveigjanlegur einstaklingur, sem aldrei missir sjónar á hinum breiðu línum, í dægurþrasi hvundagsins.

Til að valda þessu hlutverki þarf hann sjálfur að vera heilsteyptur einstaklingur, með góða sjálfsmynd og þroska.  Siðferðisvitund þessa einstaklings og fjárhagsleg sjálfstæði þarf að vera óyggjandi . Í hakkavél stjórnmálanna, þar sem andstæðingar reyna með öllu móti að finna snöggan blett á forystumönnum, annarra flokka, þarf þessi einstaklingur að vera nærri því „ heilagur maður „

Þessi stutta lýsing gæti verið hjálplegur mælikvarði í komandi prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, þar sem forysta flokksins verður valin til næstu ára.

Sá á kvölina sem á völina, segir máltækið. Hinn ábyrgi kjósandi er settur í vanda, hvern á hann að velja.  Það er stór hópur sem hefur hringt og vilja hafa áhrif á þitt val.  Glansmyndir eru dregnar upp, helstu kostir einstaklingar dregnir fram en lítið rætt um ókosti.  Sjónarhornið er vísvitandi gert þröngt í þágu einhverra hagsmuna.

Spurningin í kjörklefanum er hinsvegar einföld.  Hún er, hvaða einstaklingar eru hæfastir og eiga að skipa sigurstranglegan lista þíns flokks í sveitarstjórnarkosningum 31 maí n.k

Kjósandinn á að hlusta á og kynna sér málflutning allra.  Ekki síst þeirra sem hann þekkir ekki. Í kjörklefanum er hinsvegar allt áreiti að baki þú ert einn með þinni samvisku, engum háður, þú þarft að ganga frá borði, sáttur við sjálfan þig,  guð og menn !!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband