Nýju fötin bæjarstjórans

Það var einu sinni bæjarstjóri í stórum bæ. Vinir hann kepptust um að hæla honum og segja hvað hann væri góður bæjarstjóri, svo hugmyndaríkur og klár.  Þetta voru auðvitað kaup kaups, því bæjarstjórar, hafa ýmsar leiðir til að hjálpa vinum sínum.

Ef þú ert góður bæjarstjóri, þarf að láta alla vita af því, annars ertu ekki kosinn aftur.  Fáir vita betur en hann, hvað það er mikilvægt að vera sýnilegur. Vondar féttir eru einfaldelga betri en engar fréttir.

Þó megi ekki tala hátt um það er bæjarstjórastaða, góð og bara vel launuð innivinna.  Enn það kostar líka mikið að vera bæjarstjóri. Endalaus útgjöld, vitið þið t.d. hvað það kostar að taka þátt í prófkjöri,  og bæjarstjórinn okkar hefur af og til náð sér í smá aukatekjur með vinum sínum. Allir verða að bjarga sér og þeir fiska sem róa.

Einn af vinum bæjarstjórans, sagði honum söguna um nýju fötin keisarans. Þó bæjarstjórinn okkar sé víðlesinn hafa hann ekki heyrt þessa sögu Sagan fjallar um það að allir ráðgjafar keisarans  voru svo uppteknir af að þóknast honum og dást að nýju fötunum hans.  Fötin pössuðu svo vel og voru svo falleg. Þegar keisarinn sýndi sig í nýju fötunum, var það blessað barnið, sem sagði,  hann er ber !!

Þetta er góð saga sagði bæjarstjórinn, hana get ég notað. Ég verð aðeins að sníða hana að nútímanum, þetta með fötin passar ekki, en þetta lið trúir öllu !!

Ég ætlað einfaldlega að búa til glansmynd, eins og keisarinn, segja t.d., bærinn okkar er vel rekinn, unglingarinar eru svo ánægðir með íþróttaðstöðuna og skólana, fjármálastjórnin er ábyrg og traust. Segi svo vondir menn vilji hinsvegar komast í peningakassann og hjálpa fátækum, hafið þið heyrt það betra. Þið ráðgjafar og vinir bakkið þetta svo upp.  Allt muni fara fjand...   nema ég verði áfram bæjarstjóri. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Flott færsla Siggi.

Kveðja úr Stafneshverinu!

Silla.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 7.2.2014 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband