Bæjarfulltrúar missa jarðsamband.

Það er hreint með ólíkindum að bæjarfulltrúar í Kópavogi skuli sýna svo mikið dómgreindarleysi að leggja til 270% launahækkun sem bæjarfulltrúar í Kópavogi, á sama tíma og verið er að bjóða launþegum 2,7% launahækkun. Nú gætu einhverjir haldið að hér hefði slegið út í fyrir bæjarfulltrúunum tímabundið, en svo er nú aldeilis ekki. Tillagan hefur áður verið lögð fram en fékk þá ekki brautargengi. Nú skyldi látið reyna á að Gunnar Birgisson var fjarverandi, en hann brást illa við síðast. 

Er nokkuð annað að gera fyrir okkur Kópavogsbúa en að ráða bæjarfulltrúa  í gegnum ráðningarstofu, þar sem lágmarkskröfur verið gerðar til þátttakenda. Þetta fólk er okkur ekki samboðið sem fulltrúar okkar.. 


mbl.is Vilja hækka laun bæjarfulltrúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Mikið af vinnu bæjarfulltrúanna er unnin síðdegis og um kvöld auk þess sem þeir þurfa að hlaupa oft úr annarri vinnu á daginn til starfa hjá bænum. Þá er ótalin heimavinna um kvöld og helgar til að undirbúa það sem er framundan og lesa doðranta til að koma sér inn í mál. Hvað hefur þú sem talar svo yfirlætislega, í laun á mánuði í dagvinnu ? Hvað myndir þú sætta þig við í laun fyrir að vinna flest kvöld vikunnar og um helgar all nokkuð ? Væri gaman að vita hver laun þín eru og hvað þú tekur á tímann og bera saman við tímakaup bæðarfulltrúa.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 26.3.2014 kl. 04:06

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Eftir áratuga ráðgjafastarf m.a. á sveitarstjórnarstiginu þekki ég nokkuð vel til þeirrar vinnu, sem sveitarstjórnarmenn leggja á sig. Þeir sem gera það best eru eflaust undirlaunaðir, en allt of oft er lítil vinna unnið í þetta starf. Ég ef oft áður gagnrýnt þá sem ekki hafa manndóm til þess að koma í blogginu undir nafni og nenni ekki að eiga orðaskipti við slík undrmálsmenni.Það á við um predikarann eins og aðra.

Sigurður Þorsteinsson, 26.3.2014 kl. 08:49

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Minnir að í morgun hafi Aðalsteini og Ómari lent saman,en Alli er nú ekki þekktur af neinum ofstopa,svo eitthvað kraumar enn í bæjarpólitíkinni.

Helga Kristjánsdóttir, 26.3.2014 kl. 17:54

4 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Já þegar menn hafa ekki svörinog eru búnir að segja of mikið þá er gripið til þess að hengja sendiboðann.

Þú veist jafn vel vonandi og flestir, að þeir sem vinna slælega við vinnu sem bæjarfulltrúi, eiga ekki mikla möguleika á en það spyrst út um síðir ef menn vinna ekki vinnuna sína.

Það að vinna ráðgafaarstarf um áratugi segir þér ekki mikið um raunverulegan tíma sem bæjarfulltrúi leggur af mörkum ef við gerum ráð fyrir að hann sé meðal-samviskusamur. Slíki eru á sáralitlu tímakaupi - það veit ég af kynnum mínum af bæjarfulltrúum.

Eins og fyrr segir þá væri forvitnilegt að vita hvað þú hefur á tímann fyrir að vinna ráðgjafarstarf á sveitastjórnarstigi ? Sennilega ertu á 7-12-földu tímakaupi eða svo miðað við bæjarfultrúa (sem, vinnur vinnuna sína nota bene meðal samviskusamlega).

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 26.3.2014 kl. 21:41

5 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Helga mikið rétt, Aðalsteinn var fyrirmynd sem atvinnumaður í handbolta. Minnist þess þegar hann kenndi dætrum mínum í íþróttaskóla Breiðabliks alltaf brosandi og jákvæður, að eitt foreldið spurði hvernig hann hafi getað verið afreksmaður í íþróttum með svona skapferli. Þá svaraði fyrrum meðspilari hans, vertu ósvífinn við þá sem minna mega sín og með yfirgang og sjáðu hvernig hann bregst við. Það var einmitt sem Alli gerði á síðasta bæjarstjórnarfundi hann sló í gegn. Þú hækkar ekki laun bæjarstjórnarmanna um 270% þegar þeir sem lægst hafa launin eiga að sætta sig við 2,7%. Aðalsteinn rúllaði þessum umræðum upp, og Ómar varð sér til skammar (sem oftar).

Ég hef áður, ásamt fleiri bloggurum gagnrýnt það þegar undirmálsmenn fá að tjá sig hér á blogginu, með hauspoka, nafni sem hafa eitthvað vitrænt fram að færa. Yfirleitt má túlka innlegg þeirra sem móðgun við mannlega greind. Ég skora á þá sem stýra blog.is að henda þessu liðið í ruslatunnuna og meina þeim aðgang á þessum vettvangi.

Sigurður Þorsteinsson, 27.3.2014 kl. 07:30

6 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Já rökþrota menn sem hafa málað sig út í horn með sleggjudómum tala oft á þennan veg sem þú gerir Sigurður, og koma sér hjá að svara svo það komist ekki upp hvaðan yfirlýsingarnar í dómunum koma. Ég skil vel að þú viljir af þeim sökum ekki svara því sem ég spurði þig um svo það verði ekkilýðum ljóst.

Þú veist vonandi að við sem ekki komum fram undir eiginnafni okkar erum samt með fulla skráningu á bak við kenninafnið hérna og það þekkja stjórnendur Morgunblaðsins/blog.is með fullri kennitölu viðkomandi, heimilisfangi auk símanúmers enda erum við ábyrgir fyrir því sem við skrifum fyrir dómi ef út í það fer. Hins vegar geta menn komið hér inn með netfangi án skráningar á blog.is og ætli slíkir sér að setja inn fjölmæli um einstaklinga kann að vera erfitt að rekja slíka slóð ætli menn sér að fela hana á annað borð.  Þar er ólíku saman að jafna.

Nafnlaus skrif eru jafngild öðrum með fullu eiginnafni hvað innihald þess sem skrifað er varðar. Innihaldið er það sem skiptir máli en ekki hver skrifar.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 27.3.2014 kl. 12:31

7 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ég hvet forráðamenn Morgunblaðsins að endurskoða þá stöð að undrmálsmenn fái að sýna dónaskap eins og það lítilmenni eins og predikarinn sýnir hér að ofan. Adleg auð í skrifum hans er þannig að það skaðar umræðu. Að andlegur perri riðjist fram án nafnbirtingar er óásættanlegt.

Sigurður Þorsteinsson, 27.3.2014 kl. 23:01

8 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Endurtek að síðuhafi getur ekki staðið við orð sín og borið eigin kjör saman við þá sem hann atyrti með ósmekklegum hæti í upphafspistli, ekki síður en undirritaðan í innleggi nr. 7 .

Hann hefur sýnt verulega ósmekkleg skrif áður eins og til dæmis um bæjarstjóra Kópavogs fyrir og eftir síðasta prófkjör. LOítill er hann sjálfur að sýna ekki að hann sættir sig ekki sjálfur við þau kjör sem hann vill að kjörnir fulltrúar eiga að sætta sig við - segir sína sögu um hann sjálfan meira en nokkuð annað.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 27.3.2014 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband