Kemst almenningur inn líka?

Nú þegar bankarnir eru komnir inn úr kuldanum, er spurningin hvort almenningi sé ætlað þangað líka. Rétt eins og það getur verið gott fyrir almenning að fá að kaupa ódýrari kjúklinga og svínakjöt, með minni tollum úrlendisfrá, er það mun mikilvægara að taka upp erlent gengi. Við tökum ekki upp erlenda mynt án samráðs, en sú mynt gæti verið norsk króna, svissneskur franki, eða dollar. Með erlendri mynt er eðlilegt að miða gengi við t.d. gengisvísitölu 130. Þá væri dollarinn kominn í um 64 krónur og norska krónan um 13 kr. Með þessari aðgerð færi verðbólgan niður í eðlilegt stig. Samhliða þessu yrði gerð þjóðarsátt um aðgerðir í efnahagsmálum m.a. til þess að rétta af viðskiptahallann. Húsnæðisverð færi niður þar sem þá væri hægt að fjármagna fasteignir á mun hagkvæmari hátt en nú er. Húnsnæðisverð mun samt fara niður þar sem offramboð er og mun vera í allnokkurn tíma. Spurningin er bara hvort það verði bara bankarnir og njósnarinn sem komust inn úr kuldanum, eða hvar almenningi er ætlað að vera.


mbl.is Bankarnir inn úr kuldanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband