Hví grýta þeir hana nú?

Ingibjörg er of stór til þess að hægt sé að segja henni hvaða skoðanir hún eigi að hafa. Reynslan og þekkingin mótar þessar skoðanir. Þegar Alþingi sagði síðasta haust að við ætluðum að semja, þá átti það að vara á þeim nótum að tekið væri tillit til aðstæðna okkar. Það var ekki gert. Farið var til samninga eins og lúbarðir rakkar og útkoman var eftir því. Allt annað en glæsileg útkoma. Í stað þess að viðurkenna þessi alvarlegu mistök, þá er stappað niður fætinum og öskrað ,,víst var þetta í lagi" þegar allir vita það gagnstæða. Leiðtoginn á ekki að ljúga að þjóðinni, og það veit Ingibjörg Sólrún. Sem leiðtogi er og verður Ingibjörg ekki frekar en aðrir fullkomnir. Sem slíkur getur hún fjallað um yfirlýsingu sína í Háskólabíó og samningana um Icesave. Það rífur hugsanlega í.

Að öllum líkindum er tími Ingibjargar Sólrúnar og Davíðs Oddsonar liðnir sem forsætisráðherraefni. Það er ekki vegna þess að þau hafi ekki getu til þess að koma að verkinu, heldur eru þau sennilega of umdeild til þess að sameina þjóðina nú. Það er hins vegar merkilegt að fólk sem setti þessa leiðtoga á stall skuli vilja grýta þá nú. Ef það hefði látið virðinguna duga, hefði hún getað gagnast enn.

 


mbl.is Ingibjörg Sólrún: Komum fram eins og sá seki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband