,,Komst ekki í haltu kjafti hópinn".

Á undanförnum mánuðum hefur alloft  komið fram í opinberri umræðu að þessi eða hinn ætti nú bara að halda kjafti. Af einhverjum ástæðum hef ég helst tekið eftir þessu hjá fulltrúum Samfylkingarinnar. Nú er það svo að maður lærir ekki síst af því að hlusta á rök þeirra sem hafa aðrar skoðanir en maður sjálfur. Aðrir fletir á málum koma fram og önnur sjónarmið. Þess vegna er þetta ,,haltu kjafti" tal andlýðræðislegt.

Nú kemur það fyrir að maður vildi helst að einhver hætti að tala t.d. í umræðuþáttum eða á fundum. Það á þá við þegar einhver talar allt of lengi, stundar kappræðu eða hefur lítið fram að færa. Svo getur einnig verið hvimleitt þegar gjammað er fram í fyrir aðra. Frammíköll er vandmeðfarin list og ekki á allra færi.

Sá umræðuþáttur sem lengi hefur verið hvað vinsælastur er Silfur Egils.  Nýlega komu þau saman í Silfrinu Mörður Árnason sem bæði er þekktur fyrir kappræðuformið og frammíköll og Unnur Brá Konráðsdóttir sem ekki hefur sérlega skemmtilega framkomu í sjónvarpi og virðist ekki taka eftir því hvort aðrir eru að tala þegar hún hefur upp raust sína.

Ofurbloggarinn Lára Hanna Einarsdóttir vakti athygli á lítið skemmtilegri framgöngu Unni Brá með á mjög svo lítið kurteisri fyrirsögn á bloggi sínu sjá hér . Lára Hanna hefur sennilega rekist inn á fundi hjá Samfylkingunni til þess að læra orðbragðið. Síðasta sunnudag voru Samfylkingarmenn fjölmennir í Silfrinu að vanda og meðal þeirra var Kristrún Heimisdóttir sem mér finnst oft geta verið málefnaleg. Nú tók hún þann pólinn að reina að stöðva umræður með því að halda orðinu sjálf eins lengi og mögulegt var. Afskaplega hvimleitt en skaðar hana fyrst og fremst sjálfa. Nokkrir höfðu orð á þessari framgöngu Kristrúnar í mín eyru, og töldu Egil hafa brugðist í stjórn þáttarins. Þrátt fyrir framgönguna átti ég ekki von á gagnrýni frá Láru Hönnu, Kristrún Heimisdóttir kemst aldrei í ,,haltu kjafti hópinn" hann er bara fyrir hina. Lára Hanna úthlutar þar aðeins sætum fyrir þá sem eru henni ekki sammála.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Ég er Samfylkingarmaður og hef bloggað nokkuð hérna og oft fengið á mig heldur hvimleiðar orðaslettur.

Nú ætla ég að skora á þig nafni að grafa upp og koma með hér í þínu bloggi sýnishorn af því Samfylkingarfólk hafi sagt viðmælendum sínum á blogginu að "halda kjafti".

Sigurður Grétar Guðmundsson, 11.11.2009 kl. 23:39

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Heill og sæll, kæri Sigurður. Taktu eftir að þessi pistill er ekki um neitt málefni heldur einhver smjörklípa á Samfylkingarfólk. Þú hefur sjálfsagt lent í einhverju sem þér hefur fundist ósanngjarnt af jafnaðarmanni, en alhæfingin er of sterk.

Ég held að almennt sé hvatt til fjölbreytileika í skoðunum innan Samfylkingarinnar og það einmitt talið til styrkleika flokksins. Nú er í gangi á moggabloggi mjög ógeðfelld tegund persónulegrar hvatvísi gagnvart þeim sem styðja samvinnu meðal lýðræðisríkja í Evrópu og fylgja stefnu jafnréttis, réttlætis og bræðralags (kærleika). Satt best að segja hef ég dregið mig í hlé þangað til gróandinn verður meiri. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 12.11.2009 kl. 00:15

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hanna Lára,sagðist hafa hrópað "haltu þér saman" ,heima hjá sér,þegar Unnur Brá gaf í,hömlulaus,er ekki líklegt að reynsluleysi sé um að kenna.Hvað með það,ég þekki þessi viðbrögð,svo oft hef ég leift mér að viðhafa vandlætingarorð,hlustandi á frammítökur viðmælenda. En bloggið um Unni Brá var virkilega dónalegt.,, Ein af þessum óþolandi gjammgelgjum,kom upp um fáfræði sína,getuleysi til að segja nokkurn skapaðann hlut af viti. Ruddi út úr sér osfrv.,,    Viðtalsþættir eru skemmtilegt efni og fræðandi. ´´Aður fyrr var jafnan tveim andstæðingum att saman. Það var hrein unun að hlusta á fljúgandi mælsku þeirra. Við búum við ógn í dag og drögum dám af því. Kveð með kurt og pí.

Helga Kristjánsdóttir, 12.11.2009 kl. 04:35

4 identicon

Gunnlaugur ég get ekki sagt að innan evrópusambandsins ríki mikill kærleiki.  Og ef hann er einhver þá verður hann útdauður þegar þetta verður að veruleika

http://www.youtube.com/watch?v=6-3X5hIFXYU

Evrópusambandið verður eftir 20 ár með shahíra dómstólum og nánast  bara framleinging á miðaustur-löndunum.   Útaf hverju ?  jú útaf jafnaðarmennirnir eru alltof miklir mannvinir til þess að lifta litla fingri til þess að sporna við þessu.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 11:34

5 identicon

Það er gott að þú heldur "ekki kjafti" Sigurður en lætur móðan mása hér á blogginu.

Sem er bara gott og þarft í alla staði enda komst þú með umvöndun gagnvart Kristrúnu og Agli sem er vel réttmæt. Ég sá þennan þátt og Egill hefði margoft átt að vera búinn að stoppa hana af.

En tæpast getur þú ætlast til að Lára Hanna taki að sér að skammast útí alla eða hvað.

En þá kemur til þinna kasta og annarra ekki satt.

Annars finnst mér "haltu kjafti" kjarngóð og gild íslenska sem mætti nota oftar á opinberum vettvangi!

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 18:40

6 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Menn vilja dæmi um ,,haltu kjafti" munnsöfnuð, þá er hægt að nefna ráðherrana Árna Pál Árnason og Kristján  Möller. Það er ekki von nema hjörðin fylgi. Víða í Evrópu eru jafnaðarmenn í forystu um lýðræðislega umræðu. Lýðræðisleg umræða er m.a. fólgin í því að skiptast á skoðunum, þar sem fengur er í mismunandi áherslum m.a. til þess að fá fram sem bestar lausnir. Samfylkingarfólk virðist meðvitað ekki fylgja þessari línu. Hér er hópur bloggara sem alltaf  jarmar í takt við það sem það telur flokksforystuna vilja heyra.

Gunnlaugur smjörklípuaðferðin felst í því að klína einhverju óverðskulað á fólk. Það á ekki við hér. Þú fellur ekki í þennan ,,haltu kjafti"  hóp og leyfir þér að hafa sjálfstæðar skoðanir. Það getur þú ekki sakað hjörðina sem var hér til skamms tíma, en mér skilst að hafi haldið á Eyjuna.

Eggert mér finnst ekkert að því að menn segi skoðanir sínar umbúðalaust. Hins vegar er líklegt að óþarfa ljótur munnsöfnuður hreki gott fólk frá umræðunni.

Sigurður Þorsteinsson, 12.11.2009 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband