Erum við á móti ESB?

Eftir eyðileggingu síðari heimsstyrjaldarinnar einsettu Evrópubúar sér að endurbyggja Vestur-Evrópu. Stefnumiðið var að koma á varanlegum friði í Evrópu, eftir að hvert stríðið hafði rekið annað frá örófi alda. Samstarf þessara ríkja er þó víðtækari en að vera friðarsamtök, heldur er þar líka víðtækt samstarf í viðskiptum og efnahagsmálum. 

Jú við sóttum um aðild að ESB, það var ferð án fjár, og gott lærdómsferli hvernig ekki á að standa að málum varðandi aðildarumsóknir almennt. 

Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að ákvörðun um ESB eða ekki ESB hafi verið tekin á hlaupum og án þeirrar skoðunar og kynningar sem æskilegt væri. Svo fóru menn bara í skotgrafirnar. 

Hef þau forréttindi að hafa haft nána vináttu og samstarf við forstöðumann virst ráðgjafafyrirtækis í Þýskalandi með mikla reynslu og þekkingu. Hann þekkir líka talsvert vel til Íslands til áratuga. Varðandi Ísland og ESB svaraði hann. ,,Ég vona að sá tími komi að Ísland gagni í ESB. Til þess að það verði raunveruleiki þarf ýmislegt að breytast á Íslandi, en líka í ESB"

Ísland er hluti af Evrópulöndunum og við megum ekki gleyma til hvers EB var stofnað. Umræður á Íslandi um að Ísland muni hafa svo mikil fjárhagslegan hag að ganga í ESB, er á villigötum. Mun batna mikið þegar næg rannsóknarvinna fer fram. Það mun kosta Ísland að gagna í ESB, Ísland er ríkt land. Mér varð hugsað til Uffe Elleman Jensen. Hann var með sömu rósemdarfærslu varðandi Ísland og ESB. 

Næsta ríkisstjórn ætti að efna til vandaðar kynningar og umræðu um ESB. Láta fara fram nauðsynlega greiningarvinnu og enda t.d. með öflugri ráðstefnu þar sem okkar bestu sérfræðingar komi fram, auk gestafyrirlesara. Það mun þroska umræðuna, hver sem niðurstaðan svo verður um að sækja um nú eða ekki. 

Vaxandi stríðsátök gera þennan friðar og öryggisþátt mikilvægari. Í haust reyndi á samstöðu ESB ríkjanna. Stríðið fyrir botni Miðjarðarhafs. Það kallar á umræðu um saumarf í Evrópu og þá skiptir Ísland líka máli. 

Þegar kosið var um tillögu Kanada um átök Hamars og Ísraels hjá Sameinuðu þjóðunum fékk tillagan Kanada að fordæma bæði Hamars og Ísrael fyrir framgöngu sína meirihluta atkvæða en ekki 3/4 atkvæða. Nokkur ríki hlynnt Hamars greiddu atkvæði gegn tillögunni. Þá tóku ESB ríkin ásamt Bretlandi og Íslandi og sátu hjá þegar fyrst og fremst átti að fordæma Ísraelsmenn. Þá varð allt vitlaust á Íslandi. Þetta vakti athygli í Evrópu. Þegar á reynir fórnið þið Íslendingar samstöðunni með Evrópu og notið svona stórt tækifæri til þess að nota málið til þess að hjóla í einn pólitískan andstæðing. Það gera forystumenn beggja ESB flokkanna svokölluðu. Það er aumt. Það þyrfti að koma einhverjir sem þekkja til íþrótta inn í forystusveitir þessara flokka. Þá kynnast þau drenglindi, sem skiptir miklu máli í íþróttum, en líka í viðskiptum, stjórnmálum og samskiptum milli þjóða. 


Bloggfærslur 24. febrúar 2024

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband