Til sigurs?

Sá árangur sem Breiðfylkingin hefur náð í þessum samningum er afar góður. Strax þegar Vilhjálmur Birgisson kom fram í haust og ræddi sínar hugmyndir kolféll ég fyrir þeim. Ekki af ástæðulausu því í námi hafði ég átt í rökræðum í tíma við kennara minn Gylfa Þ. Gíslason um nýja sýn á kjarasamninga. Hann taldi að hugmyndin gæti aldrei gengið upp. Síðar áttum við Gylfi afar skemmtilegar umræður um málið í flugvél á leiðinni til Kaupmannahafnar. Þar rifjaði Gylfi þessar rökræður. Það þarf fleiri til. Í þjóðarsáttinni voru atvinnurekendur meira áberandi en nú. Framkvæmdastjóri SA Sigríður Margrét Oddsdóttir hefur líka staðið sig mjög vel og með sér reynsluboltann Eyjólf Árna Rafnsson. Var hins vegar fyrir lögnu búinn að sjá lykilmann sem lyfti þessu á hærra plan,  Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ maður með gríðarlega reynslu og visku. Einkenni svona leiðtogastjórnunar er hins vegar sú að það koma margir að þessu verki og þetta er því hörku teymisvinna. Ekki það að það er hægt að ná út úr þessum samningum miklu stærri sigur. Fjalla um það síðar. 


Bloggfærslur 11. mars 2024

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband