Hjólað í verkalýðinn?

Þó samningar séu í höfn við stóran hluta verkalýðshreyfingarinnar er málið ekki í höfn. Eftir á að semja við opinbera geirann. Þar eru blikur á lofti. Þar eru ekki forystu aflóga karlar heldur þrjár miðaldra kerlingar, sem hafa það sameiginlegt að hugsa fyrst og fremst um rassgatið á sjálfum sér. Fyrst skal telja Sigríði Ingvadóttur hún var áður alþingismaður fyrir Samfylkingu. Hún náði að vera svo leiðinleg að vera hent út af eigin flokksmönnum ásamt Ólínu Þorvarðardóttur. Hún er nú hagfræðingur hjá BSRB. Þá kemur Guðbjörg Pálsdóttir dónakerling formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Hún náði því að bæði karlar og konur efuðust um að vilja  taka þátt í Kvennafrídeginum. Þá var þetta kallað Kvennaverkfall og kjörorðið ,,Fokk feðraveldi". Það er jafnvitlaust að halda þessari kerlingu í forystu fyrir hjúkrunarfræðinga og að halda Sigríði Dögg Auðunsdóttur skattsvikara sem formanni Blaðamannafélagsins. Þá kemur Kolbrún Halldórsdóttir formaður BSRB. Það er í raun ósanngjarnt að setja hana í flokk með öfgasinnunum sem nefndar eru hér að ofan. Hún bendir réttilega á það að það sé galið til lengri tíma að hækka laun með krónutöluhækkun. Þar er hún algjörlega ósammála Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni Eflingar, sem heldur því fram að eina starfsfólkið á vinnumarkaðinum sem haldi uppi hagkerfinu séu félagsmenn Eflingar. Þeir sem hafa farið verst út úr þróun síðustu ára er hins vegar unga fólki okkar, svo og sauðfjárbændur. Þessir samningar rétta talsvert hlut þeirra. Millistéttin verður að anda aðeins með nefinu að þessu sinni.  Fyrirliggjandi samningar munu hins vegar færa öllum allgóðar launahækkanir og það sem meira er með því að taka kröftuglega á húsnæðismarkaðinum geta kjörin batnað umtalsvert til viðbótar. Næst þarf hins vegar að semja í gegnum ASÍ.  

 


Bloggfærslur 28. mars 2024

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband