Aðförin

Stefna stjórnmálaafla liggur ekki endilega alltaf skýr fyrir. Hún er ekki einu sinni alltaf skrifuð niður, hún kemur best fram þegar flokkar eru búnir að vera við völd í ákveðinn tíma, þá koma afleiðingarnar í ljós. Hver var raunverulegur vilji flokkana, raunveruleg stefna. Við getum séð þetta t.d. í Reykjavík. Lengst af hefur Samfylkingin ráðið mestu í stefnugerðinni, með þeim koma Píratar þá VG og loks hangir Viðreisn einhvernvegin með og stutt stefnuna og ver meirihlutann falli. Hvað hefur breyst og er það til góðs? Jú kjarnann má t.d. sjá í húsnæðisverðinu. Lagt er áherslu á byggingu lúxusíbúða. Þétting byggðar er einsleit áhersluatriði og svo er hin fokdýra Borgarlína. Hverjir ættu að vera ánægðir jú efri millistétt. Þau hafa efni á dýrðinni. Á örfáum árum hefur stefnan skilað því að ungt fólk sem ekki á ríka foreldra mun ekki geta komið sér upp húsnæði. heilli kynslóð er fórnað. Unga fólkinu okkar. Þessi stefna þýðir líka hærra leiguverð. Þessi stefna er því líka árás á þá sem minnst mega sín. Þessa stefnu er best líst sem Aðförin. Aðför að ungu fólki og þeim sem minna mega sín. Rifjum upp hverjir standa að þessari stefnu. Samfylking sem nú ætar að breyta stefnu flokksins í að verða jafnaðarmannaflokkur. Píratar sem margir flokkuðu sem flokk unga fólksins. Við vitum nú fyrir hvað þeir standa. Dóra Björt Guð­jóns­dóttir odd­viti Pírata kom stefnunni afar vel á framfæri þegar bílastæði voru tekin fyrirvararlaus af nokkrum íbúum í Reykjavík. Hortug viðbrögð hennar við gagnrýni íbúa, lýsti innrætinu. VG var lengi um borð og viðhorfið sjáum viðhorf þeirra þegar Svandís setti hvalveiðibann með eins dags fyrirvara. Þá var gagnrýnt að 150 manns missi sumarvinnuna. Eitt af svörunum sem kom fram, já en þetta eru bara skólakrakkar. Já bara unga fólkið okkar. Hef enga trú á að Framsókn muni verja þessa stefnu. Aðförina að unga fólkinu okkar og þeim sem minna mega sín. 


Bloggfærslur 9. mars 2024

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband