Á vogaskálarnar

Í mjög einföldum málum þarf oft að velja um já eða nei, og niðurstaðan tiltölulega augljós. Í flóknari málum er æskilegt að taka saman það sem styður viðkomandi mál og það sem gerir það ekki. Niðurstaðan er mat á þessum þáttum. Þetta virðist mörgum ofviða og þeir missa stjórn á tilfiningum sínum og skapi.

Afgreiðsla á nýjum Icesavesamningi er einmitt ekki einföld. Taka þarf tillit til margra þátta. Meirihluti þingmanna Sjálfstæðisflokksins hafa komist að niðurstöðu, og það fer óskaplega í taugarnar á mörgum. Það vantar ekki stóryrðin. Röksemdarfærsla flestra þeirra sem telja að hafna eigi þessum samningi vísa í fræga setningu Davíðs Oddsonar ,, Við borgum ekki skuldir óreiðumanna".

Nú er það svo að þessi yfirlýsing Davíðs Oddsonar hefur sannarlega haft áhrif, einnig á þá niðurstöðu sem nú liggur á borðinu. Það er Davíð ekki nóg, hann beitir Morgunblaðinu og segir formann Sjálfstæðisflokksins vera vikapilt Steingríms Sigfússonar. Það er ekki úr vegi að rifja upp hvernig Davíð Oddson tók gagnrýni á seinni hluta ferils síns sem forsætisráðherra. Útspil Davíðs nú er vegið á vogaskálunum á móti svari Bjarna Benediktssonar, sem ákveður að gefa ekkert með yfirlýsingar fyrrum formanns Sjálfstæðisflokksins. Með því verða hugleiðingar Davíðs harla léttvægar. 

Það er dapurt þegar einn merkasti stjórnmálamaður síðustu aldar, vegur að sjálfum sér. Slíkt er ekki einsdæmi í sögunni.  Reynsla Davíðs Oddsonar á meiri virðingu skilið. 


mbl.is Geir styður Bjarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Atli Kristjánsson

Ágæti félagi, 

Það er ástæða til að rifja upp að Icesave og Edge voru flottar hugmyndir á sínum tíma. Flottar í þeim skilningi að ef þessi innlán hefðu ekki komið til voru bankarnir stopp miklu fyrr. Seðlabankinn þekkti þessi mál vel. Bretarnir önduðu ofaní hálsmálið hjá Landsbananum, eins og Rannsóknarskýrslan segir frá.  Davíð Oddsson var bankamaður á þessum tíma.  Ekki neinn venjulegur bankamaður, heldur leiðtogi Seðlabankans.  Seðlabankinn banki bankanna, vissi allt um þessi innlán og einnig stöðu íslenska Tryggingasjóðsins.  Það er fram komið að Davíð hafði af þessu miklar áhyggjur.  Hann þekkti einnig mjög vel þá " óreiðumenn " er stjórnuðu Landsbankanum.  Ekki þarf að rekja þessa sögu hún fór öll á versta veg.

Vegna mikillar þekkingar sinnar á málinu, hefði mér fundist rökrétt, að Davíð hefði stutt, þá ásættanlegu lausn sem nú liggur fyrir. Að hann gengur gegn núverandi forystu Sjálfstæðisflokksins í málinu er mér óskiljanleg, samkvæmt eðli máls, og ræðst að einhverri pólitískri sýn, sem mér er ekki ætlað að skilja.

Jón Atli Kristjánsson, 6.2.2011 kl. 15:17

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Er ekki Davíð ritstjóri? Siggi eiga þeir ekki að hafa skoðanir á nýustu fréttum?  Á Davíð Oddson að ganga gegn sannfæringu sinni, vegna mikillar þekkingar sínnar á málinu.  Sjálfstæðisflokkurinn hlýtur að rúma margar skoðanir,mér sýnist Bjarni vera að ganga gegn ákvörðun Landsfundar. Svona til að árétta þá hef ég aldrei verið í Sjálfstæðisflokki,nemaí prófkjöri,þegar við Blikar kusum Guðna Stefánsson. Kv.

Helga Kristjánsdóttir, 7.2.2011 kl. 01:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband