Mat fyrirtækja og heimila að stefnuleysi ríkisstjórnarinnar skaði hag heimila og fyrirtækja.

Nú hefur Landsbankinn, fyrirtæki í eigu ríkissins gefið út að stefna ríkisstjórnarinnar skaði rekstur sjávarútvegsfyrirtækjanna. Þetta á nú ekki að koma neinum á óvart, heldur það að fleiri fyrirtæki sendi ekki frá sér ályktanir um skaðsemi aðgerðarleysis ríkisstjórnarinnar.

Auðvitað eigum við sem einstaklingar að koma saman á Austurvelli nú í haust til þess að tjá skoðanir okkar á ástandinu. Við eigum að hrópa öll í kór, vanhæf ríkisstjórn. Við eigum að lemja í bíla Jóhönnu og Steingríms. Tími okkar er kominn. 

Ríkisstjórnin missti af tækifæri til þess að klekkja á heimilunum í landinu, þegar forsetinn felldi Icesave állögurnar á landann. Það er ekki líklegt að stjórnarliðar reyni að bæta sér það upp með því að koma viðbótarálögum á almenning


mbl.is Breytingarnar rýra lífskjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Sigurður þessi yfirlýsing er ekkert annað en áframhaldandi áróður fyrir LÍÚ klíkuna og stuðnigur við áframhaldandi fjárdrátt úr bönkunum.

Ef eitthvað kemur i veg fyrir að við náum ekki að rétta úr kútnum eftir hrunið er það núnverandi stefna í sjávarútvegsmálum og er það skömm þessarar þjóðar að lýðræðið nái ekki fram að ganga í þessu máli. 

Allir vita að vitandi vits er búið að marg-veðsetja kvótann til þess að freista þess að koma í veg fyrir að kvótakerfið verði afnumið. Ég fullyrði að þetta er skipulögð glæpastarfsemi sem hófst með tvíhöfðanefndinni og er nú stjórnað af Þorsteini Má Baldvinssyni og félögum. 

Það að menn komist "alla" leið með að fremja glæp gerir hann ekki réttlætanlegann.

Ólafur Örn Jónsson, 24.8.2011 kl. 14:58

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ólafur, þetta mat Landsbankans er nú varla bara áróður einn saman. Landsbankinn er í eign ríkissjóðs, og ég sé nú ekki að starfsmenn bankans hafi hag af því að vera á móti fyrirliggjandi tillgöum ráðherrana. Þvert á móti sýnir það djörfung að lýsa þessari skoðun. Í ljósi þessa tek ég mark á skðun sérfærðinga bankans.

Sigurður Þorsteinsson, 26.8.2011 kl. 00:25

3 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Já Sigurður við féllum öll í þessa gryfju og það var ætlunin. Við héldum að heiðarlegt fólk væri í þessum stöðum en á meðan var þetta plott á fullu og menn högnuðust á tá og fingri um leið og koma átti í veg fyrir að hægt væri að afnema kvótakerfið vegna þessara veða.

Eftir Kristján Ragnarsson er Þorsteinn Már Baldvinsson potturinn og pannan í þessu og hver silkihúfan upp af annarri kemur nú fram og lýsir stuðningi sínum við hann opinberlega að hans kröfu. Þetta er ljótt en þetta er sannleikurinn. 

Þetta er ástæða þess að frá fyrsta degi eftir að þessi gerningur byrjaði var engin gagnrýni liðin og allri fyrirstöðu rutt úr vegi. Spyrjum sjálf okkur á óðaskuldsetning útgerða að ráða fiskveiðistjórninni sama hve vitlaus hún er og skaðleg fyrir íslenskt þjóðfélag? Ætli við höfum ekki tapað sem svarar 100 þús tonnum af óveiddum þorski á síðustu vertíð? Svo veðin féllu ekki í verði!!!

Ólafur Örn Jónsson, 26.8.2011 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband