ASÍ fer í ESB-jólaköttinn

Forysta ASÍ hélt í vikunni fund, eða ráðstefnu um gengismál. Það er góðra gjalda vert, en ég hef efasemdir um tilganginn. Niðurstðan var að helsta ástæða fyrir hærri vöxtum á íbúðarlánum hérlendis væru vegna íslensku kónunnar. Hér er í best afalli um mikla einföldun á málinu, en líklega þó um valskynjun að ræða. Helsta ástæða fyrir háum raunvöxtum fyrir íbúðakaupendum á Íslandi er fákeppnin á íslenska fjármálamarkaðinum. Lífeyrissjóðirnir hafa boðið í bréf Íbúðalánasjóðs og notið þess að geta ákveðið vextina saman. Ástæðan fyrir því að lífeyrissjóðirnir fara fram á svo háa vexti, er hár rekstarkostnaður þeirra. Í nágrannaríkjum okkar fá lífeyrissjórir ekki svo háa vexti. Það væri hægur vandi fyrir ASÍ að grípa í taumanna, því að það eru þeirra menn og fulltrúar atvinnurekenda sem eru við stjórn. ASÍ hefur barist harkalega gegn því að eigendur lífeyrissjóðanna, þ.e. sjóðsfélagar sjálfir fái að stjórna sjóðunum. Stjórnendur lífeyrissjóðanna hafa fjárfest á undanförnum árum og tapað hunduðum milljarða. Enginn þeirra tekur pokann sinn og ASÍ þegir þunnu hljóði. 

Íslenska krónan er því ekki aðal vandamálið og heldur ekki vertryggingin. Vandamálið er ofurháir vextir ofan á verðtryggingu í skjóli fákeppni. Það er fyrirfram ákveðin niðurstða. Gylfi vill í ESB. 

Það er hins vegar allt annað mál að það þarf að taka upp umræðuna um íslensku krónuna versus að taka upp erlenda mynt. Það fylgir því kostnaður að hafa litla smámynt. Ég hef hér á blogginu löngu fyrir hrun viljað láta skoða upptöku t.d. norskrar krónu. Það getur verið kanadískur dollar, sænsk króna, eða leið sem þýðir að Evran og íslanska krónan séu báðar í umferð á sama tíma.

Það tekur enginn marka á gengisráðstefnu ASÍ. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ hefði alveg eins getað skrifað niðurstöðuna sjálfur. Niðurstöðuna hefði ég líka getað skrifað fyrir Gylfa fyrirfram. Almenn ráðstefna fjöldahreyfinga þar sem farið yrði yfir kosti og galla nýs gjaldmiðls væri hins vegar mjög æskilegí stöðunni til þess að fá fram trúverðuleika.


 Umræðuna þarf að taka. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband