Svikalogn í Kópavogi?

Nú koma bæjarfulltrúarnir okkar í Kópavogir og setja á stofn forsætisnefnd, sem hefur það hlutverk að undirbúa bæjarstjórnarfundi. Þá vonast bæjarfulltrúarnir að ástand mála muni batna á bæjarstjórnarfundum. Tilurð þessa máls, er að eftir að fyrri meirihluti sprakk, eftir að Guðríður Arnardóttir oddviti Samfylkingarinnar náð að sprengja upp meirihlutann, og samstarfsflokkar Samfylkingarinnar neituðu að starfa meira með Samfylkingunni ef Guðríður yrði þar í forystu. Þetta þýddi að frúin kom arfavitlaus á fundi og ekkert var hægt að tjónka við skassið. Í stað þess að samþykkja vítur á samflokksmanneskju sína, lagði Hafsteinn Karlsson fram tillögu að siðanefnd. Í hana voru skipaðir grænjaxlarnir í bæjarstjórn, og af sérstakri ,,háttvísi" lögðu þeir fyrst til að lausnin fælist í því að margfalda persónuleg laun sín fyrir störf  sín í bæjarstjórn. Oddvitar flokkanna fölnuðu upp og fengu reglustiku lánaða úr Hádegismóum og lömdu grænjaxlana í hausinn og afturendann.

Þar sem ekkert hafði formelaga verið samþykkt, ákvað Guðríður að lengja alla fundi Bæjarstjórnar með því að gera athugasemdir við allar tillögur Bæjarráðs, sem þýðir að öll mál sem hægt hefði verið að afgreiða þar, var nú ekki mögulegt og það þýddi enn lengri bæjarstjórnarfundi. Sjálfsagt var frúin að nýta sér tækifærið sem enn gafst til að sýna innræti sitt. 

Ég ákvað að fylgjast síðan með afgreiðslu bæjarstjórnar á þessu máli. Á sama tíma var fylgst með Fésbókinni, sem báðir grænjaxlarnir notuðu til þess að níða þá á bæjarstjórnarfundinum sem ekki voru þeim fyllilega sammála. ( sjálfsagt dæmi um hið ,,nýja siðferði" ) Ef þetta þýðir ný og bætt vinnubrögð í bæjarstjórn Kópavogs þá er þekkingu minni á félagsmálaum farið að hraka.


mbl.is Auka samstarf í bæjarstjórn Kópavogs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ljóst að þú hatar Guðríð eins pestina. En ég held að þú gerir nú of mikið úr þeim völdum sem hún hefur nú í minnhluta. Og vona að þú ætlir þér ekki frama í stjórnmálum með svona hugsunarhátt og talsmáta. 

Magnús Helgi Björgvinsson, 20.1.2013 kl. 11:34

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Það er merkilegt að þegar innsti koppur í búri Guðríðar kemur fram í dagsljósið til þess að verja hana, þá er ekki verið að mótmæla því að siðferðisnefndin missti niður um sig og varð sér til stórsammar. Færslur þeirra á netinu á sama tíma og verið var að ræða bætt vinnubrögð í bæjarstjórninni á sér að öllum líkindum engin fordæmi.

Magga þroskaþjálfa dettur hatur fyrst í hug þegar gyðjan hans í bæjarstjórninni er gagnrýnd. Þannig var það vegna haturs sem Elfur Logadóttir gagnrýndi Guðríði Arnardóttur harðlega og lýsti óvönduðum meðölum Guðríðar í stjórnmálum. Elfur sem er einn af best menntuðu bæjarfullrúm í Kópavogi síðustu áratugina, er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar. Hver kom Guðríði til varnar, annar en Maggi þroskaþjálfi. Þá benti Elfur okkur á að það væri nú eðlilegra að Guðríður svaraði fyrir sig, en drægi ekki fram gamla kærasta. Magnús er barnsfaðir Guðríðar. Það heyrðist lítið í Magnúsi í framhaldinu. 

Þegar samstarfsflokkar Samfylkingar og VG, slitu meirihlutasamstarfinu, voru það vinnubrögð Guðríðar sem voru gefin upp sem ástæða samstarfsslitanna. 

Sigurður Þorsteinsson, 20.1.2013 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband