Kópavogsborgarlínan

Kópavogsborg var hugmynd sem ég bloggaði um á sínum tíma, en þá komu upp hugmyndir um að sameina Kópavogskaupstað og Reykjavíkurborg. Þessa hugmynd setti ég fram við borgarfulltrúa í Reykjavík á sínum tíma, þegar viðkomandi taldi það lausn allra mála að sameina Kópavogskauptað og Reykjavíkurborg. Að taka heitin og úr yrði Kópavogsborg. Viðkomandi fór í fýlu. Eins og nafnið skipti öllu máli. Nú þegar Reykjavíkurborg er með allt niður um sig fjárhaglsega, gæti komið að þeim tímapunkti að Kópavogur tæki Reykjavíkurborg yfir. Borgarlínan eitt og sér kallar auðvitað á algjöra endurskoðun á verkefninu. Annað hvort voru áætlanir gerðar af þeim sem ekkert vissu hvað þeir voru að gera, eða vítsvitandi var að blekkja til þess að ná verkefnilð færi af stað hvað sem það kostaði  Áætlaður kostnaður er kominn úr 120 milljörðum í 330 milljarða.

Sá sérfræðingur sem hefur haldið haus í ferlinu er reynsluboltinn og samgönguverkfræðingurinn Þórarinn Hjaltason, en hann þekkjum við Kópavogsbúar af afar góðu. Þar fer fram reynsla, þekking og viska. 

Nú þarf að endurmeta samgöngusáttmálann. Þá væri það hugmynd að endurnefna verkefnið því að nafnið Borgarlínan er alvarlega löskuð Er Kópavogsborgarlínan ekki tilvalið heiti á endurbættu verkefni? Dæmi sem þarf alveg að hugsa upp á nýtt, og þá með vönduðum vinnubrögðum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband