Af hverju ekki?

Það eru margir sem halda því fram að Björn Bjarnason sé búinn að vera í pólitíkinni. Þeir sem halda því fram ættu að lesa pistlana hans Björns. Ekki svo að ég sé honum alltaf sammála. Heldur ekki alltaf sammála leiðunum. Hann mætti gjarnan vera aðeins sveigjanlegri á stundum, og hafa mildari viðhorf. Hann hefur þó haldið út heimasíðu betur en nokkur annar stjórnmálamaður á Íslandi. Hann verður ekki sakaður um leti, það eitt er alveg víst. Hann fær ómælda virðingu þeirra sem vinna með honum, og reynir alltaf að setja sig inn í mál. Með þessu útspili sýnir hann enn og aftur framsýni. Auðvitað munu einhverjir Evrópusinnar tuða, af hverju ekki alla leið? Þetta er a.m.k. stórt skref í þá átt, en þegar þangað væri komið getum við alltaf tekið ákvörðunina hvort viljum gagna i Evrópubandalagið eða ekki. Björn fær rósina í hnappagatið að þessu sinni.
mbl.is Evruleið fremur en aðildarleið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband