Sammála eða ósammála

Nú komið fram tvær síður sammala.is og osammala.is sem fjalla um ESB mál. ´

Á sammála segir:

 Við erum sammála um að hagsmunum íslensku þjóðarinnar verði best borgið innan ESB og með upptöku evru.
Þess vegna viljum við að þegar verði sótt um aðild að ESB og gengið frá aðildarsamningi þar sem heildarhagsmunir þjóðarinnar eru hafðir að leiðarljósi.

Á osammala segir:

Við undirrituð erum ósammála þeim málflutningi að innganga í Evrópusambandið sé leiðin til þess að koma efnahagsmálum Íslands aftur í réttan farveg. Við teljum að hagsmunum Íslendinga sé betur borgið sem sjálfstæðri þjóð utan sambandsins.

 Á báðum síðunum er safnað undirskriftum. Sammala.is byrjaði með augýsingum og fundarhöldum en osammala.is var að fara í loftið í gærkvöldi án auglýsinga.  

Nú fyrir skömmu voru 10.867 komnir inn á sammala.is, en 1.878 inn á osammala.is og dregur saman með þeim.

Vonandi verða þessar síður til þess að umræðan um kosti og galla ESB aðildar fari í gang af einhverri alvöru.

 Síðurnar má sjá með að smella á:

http://sammala.is/Vefur/

og

http://osammala.is/

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þess má geta til gamans að Sammala.is hóf sína undirskriftasöfnun á netinu með auglýsingum í dagblöðum 28. marz sl. og þá þegar hafði verið safnað um 300 manns sem rituðu undir áskorun sem birt var í þessum auglýsingum. Sammala.is hefur því í raun safnað undirskriftum í að verða mánuð á meðan Osammala.is mun hafa hafið sína söfnun fyrir minna en sólarhring síðan þegar þetta er ritað. Sammala.is hefur auk þess, eins og komið er inn á í bloggfærslunni, auglýst grimmt með heilsíðuauglýsingum og netauglýsingum á fréttasíðum. Þetta er óneitanlega áhugavert.

Hjörtur J. Guðmundsson, 23.4.2009 kl. 16:45

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Hjörtur ég var með þessum samanburði ekki að gera lítið úr osammala.is. Miðað við að sú síða sé unnin í meira grasrótarstarfi og með lítilli kynningu þá finnst mér vel tekist til hjá þeim. Skoðaði fjölda sem höfðu skráð sig núna voru 11.086 skráðir á sammala.is og 2375 á ósammala.

Það sem mér finnst óþægilegt við þessa umræðu, er að aðilar vilja einfalda málin of mikið.

Sigurður Þorsteinsson, 23.4.2009 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband