Útibú í Hollandi

Fór á afar áhugaverða ráðstefnu á laugardaginn. Breskur fyrirlesari Peter Briscoe búsettur í Hollandi sagði okkur lauslega frá stöðu mála í Hollandi. Nokkrir bankar hafa farið á hausinn og framganga bankanna mótast af græðgi og  óábyrgni. Verðlag á fasteignum hefur lækkað, atvinnuleysi aukist og  fyrirsjáanlegt er að fjöldi fólks mun missa allt sitt. Allt þetta er þekkjum við úr okkar hagkerfi. Hér fyrir kosningar mátti skilja að þetta væri sértilbúið íslenskt vandamál, en svo er ekki. Þeir markaðsbrestir sem hér voru til staðar,eru líka til staðar hjá nágrannaþjóðum okkar. Við greiningu á efnahagshruninu hér, verður hægt að leita einnig til greiningu annarra þjóða á þeirra hruni. Vandamálin í Hollandi stafar ekki af íslensku útibúi í Hollandi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Mjög athyglisvert Sigurður.

Tómas Ibsen Halldórsson, 3.5.2009 kl. 22:30

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

það er allt á niðurleið í evrópu og þá verður ekki allt heilagt hallelúja og gott fyrir okkur at hugsa út í hvað við höfum þá þangað að sækja sérstaklega ef einhver heldur að hann fái einhver sérkjör þegar  heimamenn fá  ekki einu sínni það sem þeir þurfa. ég fyrir mitt leyti myndi vilja hjálpa til í evrópu ef ég gæti en mér hefur heyrst á mörgum að horft sé þangað löngunaraugum eftir björgun en ég er ekki eins viss um að allir vilji þangað ef það verða bara útgjöld. Mér hefur líkað vel að vinna hjá rauða krossinum þegar ég hef haft heilsu til þess en held ekki að það sé meiningin með inngöngu í ESB. jæja best að hætta núna þessu bulli.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.5.2009 kl. 00:09

3 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Auðvitað eru mikil vandræði í Evrópu líkt og annarsstaðar. Skuldir heimilanna hafa þó ekki tvöfaldast líkt og hjá þeim Íslendingum, sem eru með erlend lán eða hækkað um 25% á einu ári líkt og vísitölutryggðu lánin okkar. Vaxtabyrðin og verðhækkanir eru ekki að sliga heimili þar. Þeir standa ekki frammi fyrir því að skera ríkisútgjöld niður um 30%.

Hér er engu saman að líkja, hvað dýpt kreppunnar varðar, en vissulega hefur höfundur pistilsins á réttu að standa að það var víða pottur brotinn en hér á landi!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 4.5.2009 kl. 07:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband