31.10.2010 | 20:03
Nú reynir á siðferðisstyrkinn!
Ásmundur Friðriksson bæjarstjóri í Garði hefur beðist afsökunar á því að hafa sagt að Steingrímur Sigfússon hefði verið eins og kelling í framlagi sínu til fundar á Suðurnesjum. Oddný G. Harðardóttir sem sjálfsagt lítur á sig sem kerlingu, er heiftarlega móðguð að kerlingum sé líkt við Steingrím Sigfússon, sköllóttan og segjandi ekkert sem haldreipi var í. Það verður að viðurkennast að Oddný G. Harðardóttir setur niður við þessa móðurskýi. Í stað þess að taka undir skammir bæjarstjórans á dugleysinu í Steingrími vælir Oddný eins og kerling.
Nú reynir á siðferðisstyrk Oddnýjar. Mun hún biðja Suðurnesjamenn afsökunar á ræfilsdómi ríkisstjórnarflokkana hvað varðar atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum. Það er eins og hluti þingmeims hafi andúð á íbúum á svæðinu. Það reynir á manndóm Oddnýjar nú, en ekki kerlingardóm.
Í nútíma málfari er orðið kerling oft notað um duglitla eða duglausa einstaklinga.
![]() |
Ásmundur biðst afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
31.10.2010 | 13:04
Sækir Kópavogur um aðild að Reykjavík?
Nú hefur komið í ljós að nýr meirihluti í Kópavogi er ekki byrjaður að huga að sparnaði í rekstri bæjarins. Fjárhagsáætlun fyrir 2010 var gerð með eins og fjárhagsáætlun bæjarins 2009, í samvinnu bæjarfulltrúa allra flokka, þó með þeirri undantekningu að Gunnari Birgissyni var haldið frá verkinu. Það vekur fyrst og fremst athygli fyrir það að Gunnar var sá eini í bæjarstjórninni sem hafði nokkra þekkingu á gerð fjárhagsáætlana. Það þarf ekki mikinn snilling á sviði fjárhagsáætlana til þess að sjá að það var gat í áætlanagerðinni. Það var fyllt með 1 milljarða áætluðum tekjum af sölu lóða, sem verður að teljast glannalegt innlegg nema að með fylgi aðgerðaráætlun um framkvæmd. Niðurstaðan er að lóðum hefur verið skilað inn fyrir um 700 milljónir umfram sölu, sem þýðir 1.700.000.000 króna fjárvöntun, fyrir utan aðrar frammúrkeyrslur. Bæjarstjórn Kópavogs kom hins vegar með sýndarsparnað með því að láta eldri borgara borga í sund, ena bæjarfélagið á höfuðborgarsvæðinu, og síðan að stytta opnunartíma sundlauga. Þessi sparnaðartillaga átti að skila heilum 7,5 milljóna sparnaði, eitthvað sem öllum má vera ljóst að mun aldrei standast. Tillöguna knúði Guðríður Arnardóttir fram í anda jafnréttis og bræðralags.
Í getuleysi sínu við að stjórna bæjarfélaginu, er Kópavogi nú siglt í strand. Þá kemur samfylkingarleiðin sækja um inngöngu í stærra apparat til þess að komast undan ábyrgð. Þetta er kallað ESB leiðin. Það er bara tímaspursmál hvenær höggið kemur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.10.2010 | 18:39
Kerling þarf ekkert endilega að vera kona!
Lengi vel var gerður skýr greinarmunur á því að vera kona eða vera maður. Nú þykir ekkert sérstaklega merkilegt þegar konur teljast til manna. Hins vegar gerum við greinarmun á því hvort um er að ræða konu eða karlmann. Kona er þá kvenmaður. Þannig hefur orðið maður sannarlega fengið nýja merkingu fyrir marga. Orðanotkunin er hins vegar orðin mjög útbreidd. Orðið kerling hefur líka í hugum mjög margra allt aðra þýðingu en orðið kona. Kerling getur rétt eins verið karlmaður eða kvenmaður. Oddný þarf þess vegna ekkert að vera móðguð. Við myndum aldrei kalla Vigdísi Finnbogadóttur kerlingu með þessari meiningu orðsins, hún er allt annað en það. Steingrímur Sigfússon hefði heldur ekki verið kallaður kelling hér á árum áður. Í samvinnu Steingríms við Jóhönnu er hann hins vegar sannarlega orðinn kerling, það er Jóhanna líka orðin.
![]() |
Segir ekkert, alveg eins og kelling |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
28.10.2010 | 18:36
Bæjarfulltrúar í Kópavogi bæta sín kjör í kreppunni.
Það er hreinlega með ólíkindum hvað sveitarstjórnarmenn geta sýnt mikið dómgreinarleysi. Þrátt fyrir að flestum Íslendingum sé löngu orðið ljóst að hagræða þurfi í öllum opinberum rekstri, upplýsir Rannveig H Ásgeirsdóttir að nú fari að líða að því að skoða hvort þurfi að hagræða eða skera niður. Rannveig er fulltrúi Kópavogslistans og er í núverandi meirihluta í Kópavogi. Ég spái því að það verði stutt í að Kópavogur verði settur í gjörgæslu, ef þetta eru vinnubrögðin. Ég spái slíkri stöðu innan árs.
Í stað þess að sýna ráðdeild ákveður Bæjarstjórn í Kópavogi að koma á sérstöku launuðu framkvæmdaráði, mannað bæjarstjórnarfulltrúum. Hingað til hafa sveitarstjórnir stærri sveitarfélaga haft bæjarstjórn, og síðan til þess að létta af henni bæjarráð. Í bæjarráði eru teknar ákvarðanir um minni háttar mál. Hvað á framkvæmdaráð þá að gera. Jú að fylgja eftir þeim ákvörðunum sem teknar hafa verið. Hér er sem sagt verið að fara inn á svið sem stjórnsýslan hefur haft. Þetta þýðir þá væntanlega að hægt verður að segja upp fleira fólki á bæjarskrifstofunum.
Framkvæmdaráð á að vera skipað þeim Guðríði Arnardóttur Samfylkingu sem á víst að fá þetta embætti sem plástur fyrir það að hafa ekki fengið að verða bæjarstjóri. Ármann Ólafsson frá Sjálfstæðisflokki og Guðný Dóra Gestdóttir frá VG Nú er það svo að Guðný Dóra hefur starfað innan sveitarstjórnarsviðsins og reyndist að mínu mati afar vel. Hin tvö hafa einungis verið í pólitíkinni. Það er alveg ljóst að fjárhagslega er þetta góð búbót fyrir bæjarfulltrúana, en fyrir rekstur sveitarfélagsins er þetta arfavitlaus ráðstöfun og bruðl. Með þessari ráðstöfun er verið að koma upp tveimur bæjarstjórum. Það er verðugt verkefni fyrir stjórnsýslufræðinga að reyna að finna út raunverulegar ástæður fyrir það eitt að hafa hugarflug að detta þetta í hug, hvað þá að framkvæma.
Fjölmiðlar þyrftu að taka málið upp og fá fram áætlaðan kostnað. Nú þegar hefur kostnaður vegna nefndarstarfa verið aukinn þar sem launuðum áheyrnarfulltrúum hefur fjölgað. Á sama tíma felldi meirihlutinn að Ómar Stefánsson frá Framsóknarflokki fengi að vera áheyrnarfulltrúi í þessu stórfurðulega Framkvæmdaráði. Það fylgdi sögunni að Ómar hafi boðist til þess að sitja þá fundi frítt. Ráðstafanir Guðríðar Arnardóttur mótast því fyrst og fremst af getuleysi og spillingu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.10.2010 | 22:53
Kennarar í Kópavogir styrktir í sólarlandaferðir!!!
Það verður ekki annað sagt en að það séu fróðlegir bæjarstjórnarfundirnir í Kópavoginum. Sveitarstjórnir um allt land skera niður kostnað og velta fyrir sér hverri krónu. Flestir búast við að næsta ár verði mjög erfitt rekstrarlega og byrja því aðhald strax. Rannveig H Ásgeirsdóttir bæjarfulltrúi Kópavogslistans sagði okkur hins vegar að ,, það kæmi fljótlega að þeim tíma sem Kópavogsbær þyrfti að fara að spara" síðan sagði hún okkur að nokkrir kennarar hefðu fengið styrki í sólarlandaferðir, undir því yfirskini að einhverjir skólar yrðu skoðaðir. Fljótlega yrði að skoða slíka styrki með það í huga að ferðir gögnuðust skólakerfinu í Kópavogi.
Þetta eru alveg stórmerkilegar upplýsingar og yfirlýsingar. Sparnaðarferli er sem sagt ekki hafið eftir kosningar. Ef það eru til fjármunir í að styrkja kennara í sólarlandaferðir, hlýtur að vera til fjármunir til þess að styrkja þá sem minnst mega sín í þjóðfélaginu.
Það er full ástæða til þess að skoða þessi styrkjamál og upplýsa bæjarbúa um upphæðir og fjölda styrkja. Þeir sem bera ábyrgð skólanefnd og þessum styrkjum eru:
AÐALMENN
Rannveig Ágeirsdóttir
Jens Sigurðsson
Erla Karlsdóttir
Margrét Björnsdóttir
Áshildur Bragadóttir
VARAMENN
Álfheiður Ingimarsdóttir
Guðmundur Tómas Axelsson
Hjálmar Hjálmarsson
Hallgrímur Viðar Arnarson
Sigurður Sigurbjörnsson
![]() |
Íslendingur ráðinn skólastjóri norsks skóla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.10.2010 | 06:55
Kópavogsbúar í bandi!
Í gærkvöldi hlustaði ég á hluta útsendingar frá bæjarstjórnarfundi í Kópavogi. Það jákvæða við útsendingu er að þá geta bæjarbúar fylgst með umræðum, málefnum og frammistöðu bæjarfulltrúa. Það neikvæða var að frammistaða bæjarfulltrúanna var algjörlega óásættanleg. Á þeim tímum sem skjaldborgina vantar um heimilin í landinu kemur Guðríður Arnardóttir oddviti Samfylkingarinnar með sitt baraáttumál fram á þessu kjörtímabili. Lausaganga katta skal vera bönnuð í Kópavogi. Af jafnréttisástæðum skuli fresskettir vanaðir. Skuldug heimili í Kópavogi hljóta að vera Guðríði þakklát fyrir málefnaáherslurnar. Nýlega sást til ljóshærðar konu upp við Vatnsenda verandi að kynna sér kynlíf hjá villtum kanínum, sem sagt er að geti verið ansi fjörugt. Þóttust menn þar þekkja Guðríði bæjarfulltrúa. Væntanlega má því búast nýrri reglugerð frá Kópavogsbæ um takmarkandi kynlífshegðun hjá kanínum, innan bæjarmarkanna.
Annars er þessi dýraáhugi bæjarfulltrúa okkar Kópavogsbúa ekki nýtilkominn. Fyrir ári síðan var auglýstur fundur með þá nýviðteknum bæjarstjóra Gunnsteini Sigurðssyni skólastjóra um fjárhagsáætlun bæjarins. Gunnsteinn hafði komið sér upp mjög litríkri myndasýningu. Fljótlega kom í ljós að nýi bæjarstjórinn hafði ekki haft fyrir því að lesa innganginn að kaflanum um fjárhagsáætlun. Þegar á myndasýninguna leið varð fagmönnum löngu ljóst að Gunnsteinn hafði ekki græna glóru um hvað fjárhagsáætlun yfirleitt var, þrátt fyrir að hafa setið í bæjarstjórn í 12 ár. Lokakaflinn innihélt fallegar myndir um sólsetur við Kópavogshöfn, fallegar myndir af gróðri úr Guðmundarlundi og síðan myndir haf hestum upp við Vatnsenda. Lokamyndin sló hins vegar allt út. Hér var kominn tíkin mín hún Sara og með henni tveir aðdáendur af gagnstæðu kyni, sem eru tíðir gestir fyrir utan hús okkar, sérstaklega á fengitímanum.
Það er vissulega gott að bæjarfulltrúar okkar í Kópavogi hafi sér áhugamál. Það að fjalli um kynlíf dýra er auðvitað óvenjulegt og má ekki fara út í ástríðu þar sem allt annað víkur. Hafandi hlustað á bæjarstjórnarfundinn í gærkvöldi væri nær að koma upp sér félagi þar sem bæjarfulltrúarnir fái útrás fyrir þessi áhugamál og haldi þeim fyrir sig. Þá þurfum við að velja okkur nýja bæjarfulltrúa til að sinna þeim verkum eru brýnust fyrir bæjarbúa. .
![]() |
Fleiri starfsmenn en færri nemendur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.10.2010 | 17:24
Eldfimt ástand.
Á leiðinni heim í gærkvöldi kom ég við til þess að taka diesel. Inn kemur ungur maður og segist hafa gleymt kortinu sínu heima, hvort hann fái skrifað. Afgreiðslustúlkan svaraði á afar kurteisan hátt að það hefði hún því miður ekki heimild til. Ungi maðurinn missti stjórn á skapi sínu og öskraði á starfsfólkið að hann óskaði þess að það færi til helvítis. Það var vandræðalegt andrúmsloft næstu þrjár mínúturnar. Við ræddum spennuna í þjóðfélaginu, en einnig að því miður hafa vanskil aukist.
Stuttu síðar var ég á leiðinni upp Breiðholtsbrautina. Fyrir framan mig var gamall fólksbíll. Hann hökti. Loks drap bíllinn á sér. Eftir stutta stund kemur ungur maður út úr bílnum og ung kona sem hafði verið í aftursætinu færir sig í framsætið. Ungi maðurinn byrjar að ýta bílnum en það gengur afar hægt. Fyrir aftan okkur flautar reiður bílstjóri í sífellu. Ég legg bílnum upp á kant, fer út og hjálpa unga manninum. Nú kemst bíll hans á stað, en þetta tekur í.
,,Þakka þér fyrir" segir ungi maðurinn á meðan við reynum að koma bílnum inn á hliðargötu.
,, Ekki málið" segi ég. Við náum að koma bílnum fyrir. Hann hringir, en það svarar ekki.
,, Ertu utan að land"i spyr hann
,, Nei svara ég, en ég skil spurninguna" ..Var í nokkur sumur úti á landi".
,, Hér hjálpar fólk yfirleitt ekki ef eitthvað kemur upp. Ekur bara áfram"
,, Á hvaða leið eruð þið" spurði ég. Þau fengu far upp í Hólahverfi, voru með lítið barn með sér. Á leiðinni féll unga konan saman.
,, Það er allt að rústast" sagði hún. Ég fann til með þessu unga fólki, að byrja sinn búskap í því ástandi sem nú er. Ég fann kvölina sem þessi unga móðir bar með sér. Það var ekta þakklæti sem þessi unga fjölskylda sýndi þegar þau kvöddu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
25.10.2010 | 21:08
Hræðsla við orma.
Það er nánast hvaða faggreinar er skoðaðar sífellt meiri áhersla er lögð á þætti eins og samstarf, lýðræði, markaðssetningu og stefnumótun. Það er hins vegar alveg með ólíkindum hversu margar íslenskar stofnanir forðast fagleg vinnubrögð eins og heitan eldinn. Einn af virtari stjórnmálaforingjum síðustu aldar útskýrði vel þá hræðslu sem uppi er í þjóðfélaginu við að taka upp faglegri vinnubrögð. Hann sagði: ,, Þeir sem hlusta of mikið á grasrótina eiga það á hættu að fá orma upp í eyrað".
Nýlega var ársfundur hjá ASÍ. Virðing fyrir forystu ASÍ er í sögulegu lágmarki. Innan við 20% félaga innan ASÍ telur forystuna vera starfi sínu vaxinn. Það þýðir á skólamáli algjört fall. Í stað þess að segja af sér, heldur forysta ASÍ áfram eins og ekkert hafi í skorist. Skammast sín ekki vitund. Fjölmiðlamenn eru ekki starfi sínu vaxnir og hlífa verkalýðsforystunni við óþarfa kvabbi.
Að er eins og að aðeins örfáir verkalýðsforystumenn hafi dug til þess að leitast við að koma mönnum niður á jörðina. Einn þeirra er Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness. Verkalýðsleiðtogi sem maður sannarlega vildi sjá fleiri af.
Áhugaverð ræða hans fylgir hér:
Fundarstjóri, forseti, ágætu ársfundarfulltrúar.
Þar sem ég hef ekki nema 10 mínútur þá ætla ég að bíða með að ræða komandi kjarasamninga þar til síðar á fundinum.
Það sem ég ætla að fjalla um eru skuldir heimilanna og sú skelfilega staða sem íslensk heimili þessa lands standa nú frammi fyrir í kjölfar efnahagshrunsins. Skuldir íslenskra heimila hafa aukist frá árinu 2004 úr 877 milljörðum í 2000 milljarða. Það eru 110 þúsund heimili á Íslandi þannig að meðalskuldir íslenskra heimila eru í kringum 18 milljónir króna.
Það er þyngra en tárum taki að horfa upp á þann forsendubrest sem orðið hefur í íslensku samfélagi er lýtur að alþýðu þessa lands. Allir - ríki, sveitarfélög, verslunareigendur, tryggingafélög, orkufyrirtæki, og í raun og veru öll þjónustufyrirtæki hafa varpað sínum vanda miskunnarlaust yfir á íslenska neytendur. Nægir að nefna í þessu samhengi að matarverð hefur hækkað upp undir 40% frá janúar 2008, bensínverð um 45%, Orkuveita Reykjavíkur hefur hækkað gjaldskrár sínar um 30%, og svona mætti í raun og veru lengi telja. Þessu til viðbótar hefur kaupmáttur launa verið í frjálsu falli.
Skuldir vegna gengis- og verðtryggðra lána íslenskra heimila hafa hækkað samkvæmt gögnum frá Hagsmunasamtökum heimilanna um 417 milljarða í kjölfar bankahrunsins. Þennan forsendubrest sem íslensk alþýða þessa lands gat ekki undir nokkrum kringumstæðum borið ábyrgð á, þarf að leiðrétta í formi almennra leiðréttinga.
Enda er það mín skoðun að þeir 8 þúsund mótmælendur sem voru á Austurvelli 4. október síðastliðinn, voru að krefjast sanngirni sem væri fólgin í almennri leiðréttingu á stökkbreyttum skuldum heimilanna.
Nú hafa Hagsmunasamtök heimilanna lagt fram tillögu um almenna leiðréttingu á verðtryggðum íbúðalánum. Kostnaðarmat á slíkri leiðréttingu nemur 220 milljörðum en samkvæmt fréttum er búið að slá þessa almennu leiðréttingu út af borðinu. Ástæðan er jú sú að hagsmunaaðilar, bankastofnanir og forsvarsmenn lífeyrissjóðanna hafa gagnrýnt þessa almennu leiðréttingu harkalega. Ég get tekið undir að það er afar erfitt að sætta sig við það að sjóðsfélagar þurfi að koma að þessari leiðréttingu.
Hins vegar er ég sannfærður um það að það verður að finna leið til að leiðrétta þennan forsendubrest með öllum tiltækum ráðum. Það er hlutverk ríkisstjórnar Íslands að finna þá leið.
Það liggur til að mynda fyrir að bankarnir fengu, samkvæmt gögnum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, afslátt á skuldum heimilanna sem nemur 420 milljörðum. Þessa fjármuni þarf klárlega að nýta til almennra leiðréttinga á þeim forsendubresti sem varð hjá íslenskum heimilum.
Alþýða þessa lands getur ekki undir nokkrum kringumstæðum horft upp á það grímulausa óréttlæti sem birtist nánast vikulega í afskriftum auðmanna og einstakra fyrirtækja. Eða þegar að 200 milljörðum var dælt inn í peningamarkaðssjóðina til að verja fjármagnseigendur.
Með því að skoða helstu afskriftir sem ratað hafa í fjölmiðla til auðmanna og einstakra fyrirtækja þá nema þær vel á fjórða hundrað milljarða. Og þetta eru bara afskriftir sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum. Að laga forsendubrest upp á 18% kostar nánast jafnmikið og var sett inn í peningamarkaðssjóðina. Það er þetta glórulausa óréttlæti sem íslenskur almenningur getur ekki sætt sig við.
Kæru félagar.
Það er sorglegt að vita til þess að það var gullið tækifæri í október 2008 til að koma í veg fyrir stórfellda hækkun á verðtryggðum íbúðarlánum landsmanna.
Það tækifæri sem ég er að tala um lá í þeim starfshópi sem Jóhanna Sigurðardóttir, núverandi forsætisráðherra og fyrrverandi félags- og tryggingarmálaráðherra skipaði.
Þessi starfshópur undir forystu og formennsku Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, hafði það markmið að skoða hvaða leiðir væru færar til að bregðast við vanda lántakenda vegna verðtryggingar og að meta fjárhagsleg áhrif þess að fella tímabundið niður verðtryggingu á lánsfé og sparifé.
Enda höfðu komið fram frá hinum ýmsu aðilum í íslensku samfélagi, meðal annars þeim sem hér stendur, kröfur um að neysluvísitalan yrði tekin úr sambandi eða fryst á meðan flóðbylgjan myndi skella á skuldsettum heimilum.
Það lá nefnilega fyrir við hrun íslensku krónunnar að verðbólga hér myndi rjúka upp úr öllu valdi með skelfilegum afleiðingum fyrir íslensk heimili.
Þessi starfshópur skilaði minnisblaði til núverandi forsætisráðherra og það er skemmst frá því að segja að starfshópurinn lagði alls ekki til að frysta vísitöluna í kjölfar efnahagshrunsins til að hlífa verðtryggðum skuldum heimilanna.
Í áliti starfshópsins segir m.a. að gagnvart lánveitendum séu alvarleg formerki á því að afnema verðtryggingu lána. Það kom einnig fram að ef verðtrygging á fasteignalánum til heimila væri felld niður tímabundið, til dæmis frá júní 2008 til júní 2009, mundu tekjur lánveitenda verða 180 milljörðum kr. minni á tímabilinu en ella, ef verðbólguspá Seðlabanka Íslands sé lögð til grundvallar. Þetta kom fram í minnisblaðinu.
Kæru félagar
Hvernig má það eiga sér stað að forseti Alþýðusambands Íslands sem var formaður þessa starfshóps skuli hafa lagt til að verðtryggingin leggðist af fullum þunga á skuldsett heimili og á sama tíma voru fjármagnseigendur varðir að fullu fyrir þeim hamförum sem gengu yfir í kjölfar hækkandi verðbólgu.
Þessi afstaða starfshópsins er tekin á sama tíma og er verið að dæla 200 milljörðum inn í peningamarkaðssjóðina til að verja fjármagnseigendur.
Ég spyr, í hvaða liði er forseti Alþýðusambands Íslands þegar hann hafði tækifæri til að taka stöðu með alþýðu þessa lands og leggja til að neysluverðsvísitalan yrði tekin úr sambandi til að hlífa skuldsettum heimilum?
Mitt mat er alveg hvellskýrt, hann var ekki að gæta að hag félagsmanna innan ASÍ með því að leggja til að hækkun neysluvísitölunnar skyldi skella af fullum þunga á skuldsett íslensk heimili.
Nei, hann var að verja fjármagnseigendur eins og kemur fram í minnisblaðinu frá starfshópnum: Takið eftir, lánveitendur hefðu misst af 180 milljörðum.
Nei, forysta ASÍ hefur aldrei verið sammála almennri leiðréttingu á skuldum heimilanna. Þeir hafa ætíð talað fyrir sértækum aðgerðum, enda sýnir þessi afstaða forseta ASÍ í starfshópnum það rækilega.
Þarna var kjörið tækifæri þegar þessi starfshópur var settur á laggirnar undir forystu Gylfa að tryggja að sá gríðarlegi forsendubrestur sem varð á skuldum heimilanna myndi færast jafnt á alla Íslendinga, jafnt skuldara sem fjármagnseigendur.
Nei, niðurstaða starfshópsins var: verjum fjármagnseigendur á Íslandi. Og um leið voru verðtryggðar eignir lífeyrissjóðina tryggðar til að geta mætt þeim gríðarlega skaða sem sjóðirnir urðu fyrir vegna glórulausra fjárfestinga í skulda- og hlutabréfum í fyrirtækjum útrásarvíkinga. En samkvæmt gögnum Seðlabanka Íslands töpuðu lífeyrissjóðirnir upp undir 500 milljörðum á þessum bréfum.
Að lokum, kæru félagar.
Haustið 2008 hafði Forseti ASÍ sem formaður starfshópsins tækifæri til að leggja fram tillögu fyrir ríkisstjórn Íslands til að mæta vanda heimila með verðtryggðlán. Í október 2008 vissi þjóðin öll að flóðbylgja í formi hækkunar á neysluvísitölunni var að skella á fullum þunga á skuldsettan almenning.
Ef starfshópurinn undir forystu Gylfa hefði tekið stöðu með skuldsettum heimilum í október 2008 og lagt fram kröfu um að frysta neysluvísitöluna tímabundið þá væri ekkert verið að ræða eða rífst um almenna leiðréttingu á skuldum heimilanna í dag.
Forseti ASÍ tók hinsvegar þá ákvörðun að rétta heldur fjármagnseigendum björgunarvestin, en um leið var skuldsettum heimilum fórnað á altari verðtryggingarinnar.
Á þeirri forsendu m.a. skora ég á forseta Alþýðusambands Íslands að íhuga það sterklega að gefa alls ekki kost á sér í embætti forseta ASÍ, því hann hefur tekið stöðu með fjármagnseigendum en ekki sínum félagsmönnum.
Takk fyrir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2010 | 00:39
Verður Dómkirkjan rifin?
Lítill minnihlutahópur kallar sig Siðmennt og annar Vantrú. Hvorugur hópurinn er sáttur við, að hjá þjóð þar sem rúmlega 90% eru kristin, skuli kristin trú og boðskapur njóta ákveðinna forréttinda. Hafa áhrif á stjórnkerfi og skólastarf. Það virðist fara ótrúlega mikið í taugarnar á þessum minnihlutahópum að við setningu Alþingis skuli þingmenn fyrst fara í kirkju. Nú virði ég það fyllilega að einhverjir þingmenn taka þá ákvörðun að sleppa kirkjuferðinni af þessu tilefni. Það er þeirra val, en að þetta lið ætli að ákveða hvað aðrir gera finnst mér út í hött.
Það að fermingarbörnum sé boðið upp á fermingarfræðslu í kristnu samfélagi finnst mér fyllilega í lagi. Þeir foreldrar sem ekki vilja þiggja slíka fræðslu, hafa þá það val að börnin þeirra gera eitthvað allt annað. Næst verður að ekki má senda út messur t.d. á jólum, þar sem einhverjir eru ekki kristnir. Þá kemur eflaust fljótlega að því að þetta lið vilji láta rífa Dómkirkjuna, þar sem það sé óeðlilegt að einn trúflokkur skuli njóta forréttinda umfram annan með staðsetningu á staðsetningu á húsnæði til bænahalds. Ég er þeim ósammála.
Mér er nokk sama hvort Jóhanna Sigurðardóttir er í þjóðkirkjunni eða ekki, en sem forsætirráðherra þjóðar þar sem yfir 90% þjóðarinnar telur sig vera kristin, er óþarfi af hennar hálfu að gefa yfirlýsingar um úrsögn úr þjóðkirkjunni. Einhverjir heitt trúaðir kristnir einstaklingar finnst það óeðlilegt að Jóhanna Sigurðardóttir sé gift konu, meginþorra þjóðarinnar er hins vegar slétt sama. Sé hún hamingjusöm í sínu hjónabandi er það fyrir mestu. Þjóðinni er hins vegar ekki sama það ókristilega framferði sem Jóhanna sýnir í sinni valdatíð sem forsætisráðherra. Vita getulaus og hugmyndasnauð er hún að koma fjölda fjölskyldna í landinu á kaldann klakann.
Við viljum halda Dómkirkjunni en losna við Jóhönnu. Við viljum efla sess kristinna gilda. Það er von íslensku þjóðarinnar.
Bloggar | Breytt 25.10.2010 kl. 09:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (41)
23.10.2010 | 11:45
Að vera vond við fólkið sitt
Það er ekki almennur vilji að vera vond við fólkið sitt. Samt er það reyndin í mörgum tilfellum. Óreglufólk fer oft illa með sína nánustu, annað hvort með því sem það gerir eða gerir ekki. Oft skaðast börnin og þurfa í framhaldinu að vinna úr sínum málum til þess að lifa góðu og hamingjuríku lífi.
Þegar þessi ríkisstjórn tók við var mikið traust á Jóhönnu Sigurðardóttur. Tilfinningar gagnvart Steingrími Sigfúsi voru blendnari. Jóhanna hafði sýnt að henni er annt um sína skjólstæðinga. Frammistaða ríkisstjórnarinnar er hins vegar þannig að fólkið skaðast. Það skaðast ekki vegna þess að ásetningur Jóhönnu og Steingríms var á þann hátt. Nei, heldur vegna þess að þau höfðu ekki þá þekkingu sem til þurfti til þess að vinna þau mál sem vinna þurfti. Aðeins lítill hópur í innsta kjarna þessa fólks trúir því að ríkisstjórnin muni geta tekist á við ástandið, og eru áægður með störf ríkisstjórnarinnar.
Á sama tíma eyst bilið milli ríkra og fátækra. Fyrir þá sem eru í neyð, horfa upp á meiri neyð. Fólk sem er að ljúka námi, verður að leita út fyrir landsteinana til þess að fá vinnu. Skjaldborgin um heimilin í landinu er nú einungis notað í háði, þegar innantóm loforð eru gefin.
Þau Steingrímur og Jóhanna eru vond við fólkið sitt, fólkið í landinu. Þeirra tími er liðinn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10