Íslenska skjaldborgin komin upp í Brussel.

Allnokkrir íslendingar eru víst meðal flóttamanna í miðborg Brussel. Tjaldbúðir Íslendinganna bera víst af. Þeir eru komnir til Brussel til þess að flýja skattaánauð í heimalandinu, og tóku þetta líka glæsilegar tjaldbúðir með sér. Aðspurðir sögðu þeir þetta vera skjaldborgina sem átti að slá um heimilin í landinu. Tvisvar á dag er bænatími, þá krjúpa menn á kné og með afturendann að höfuðstöðvum ESB og fara með ESB bænir.
mbl.is Tjaldbúðir fyrir flóttamenn í miðborg Brussel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það gerir kr.156.250 á hvert mannsbarn!

Fyrir síðustu kosningar lá fyrir að það þurfti að koma til niðurskurður hjá ríkinu og skattahækkanir. Þriðja leiðin var að örva atvinnulífið og sú fjórða að breyta skattlagningu á lífeyrissjóðsframlagi. Ríkisstjórnin hefur því miður lagt aðaláhersluna á skattahækkanir og síðan kemur niðurskurður. Nánast ekkert hefur verið gert í að örva atvinnulífið og hugmyndir um breytingu á skattlagningu lífeyrissjóðaframlagi, t.d. það sem hefur farið í séreignasjóði hafa ekki einu sinni fengið skoðun.

Þessi stefna ríkisstjórnarinnar er vond stefna.


mbl.is 50 milljarða skattahækkanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Réttið upp hönd sem......

Réttið upp hönd sem telja  að þeir Alþingismenn sem meta að ekki sé hætta á greiðsluþroti þjóðarbúsins af völdum Icesave-skuldbindinganna hafi hundsvit á efnahagsmálum.

 Bíðum við.... Maggi úr Kópavogi, Ingibjörg, tveir gamlir Samfylkingarkarlar að norðan, einn úr Mosfellsbænum .... og svo ekki fleiri.

Það eru nokkrir þingmenn sem hafa vit á efnahagsmálum og þeir eru allir á móti samþykkt á Icesave.

Það þarf að fylgjast vel með þeim samþykkja Icesave. Vinstri grænir drógu afdankaðan kommúnistaskarf, Saxa lækni úr Kópavoginum til þessa greiða atkvæði. Hann fletti upp í kommúnistaskruddunum sínum og fann réttilega að ef Stalín væri enn uppi greiddi hann atkvæði með samþykkt Icesave og því gerir hann það líka.


mbl.is Ekki hætta á greiðsluþroti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var þjóðfundurin flopp?

Þjóðfundurinn fór fram s.l. laugardag. Safnað er saman 1500 manns til þess, að því er virðist til þess að komast að því að fólkið vilji einföld gildi eins og heiðarleika. Mér fannst þessi hugmynd mjög athyglisverð að halda þjóðfund, en játa að sló mig að þó að megin þorri fundarmanna hafi verið valinn að handarhófi þá var einnig ákveðinn hópur sérvalinn. Eftir fundinn fékk ég nokkuð góða lýsingu af framkvæmdinni sem skýrði hugmyndafræðina. Ef við bara tökum út gildið heiðarleiki og segjum sem svo að Alþingi taki þau skilaboð alvarlega. Þurfa á Alþingismenn ekki að hætta spunaleiknum sem þeir eru fastir í og fara að vinna fyrir þjóðina af fullum heilindum? Værum við ekki komin nokkuð áleiðis? Myndum við ekki fyrr koma okkur upp úr þeim efnahagslega öldudal sem við eru í?

Þessi þjóðfundur var allt annað en flopp. Hann var frumleg, djörf og frábær hugmynd og ég er sannfærður um að hann á eftir að hafa mikil áhrif á þjóðmálaumræðuna. Við hin sem hvorki tókum þátt í því að skipuleggja þennan fund, eða vera fundarmenn eigum að vera þakklát þeim sem að fundinum stóðu.  

Þjóðfundurinn sýnir okkur að þjóðin er til í að taka á þeim erfiðleikum saman, sem er eina leiðin til þess að komsst farsælega í höfn. Vonandi munu stjórnmálamennirnir okkar taka mark á þeim skilaboðum.


Það var svo sem auðvitað

Eina leið kommúnista til þess að ná tangarhaldi á íslensku samfélagi er að koma þjóðinni á vonarvöl. Að þessu vill Guðfríður Lilja ekki stuðla, en þá er náð í bæjarfulltrúa VG í Kópavoginum. Unga fólkið í Kópavogi þarf að muna eftir verkum hans í næstu bæjarstjórnarkosningum.
mbl.is Kýs líklega með Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Okkar besta vinarþjóð

Færeyingar eru sannarlega okkar besta vinarþjóð. Samskipti þjóðanna hafa verið mikil en við getum  ræktað samband okkar enn meira. Einn besti sendiherra sem Færeyjar hafa sent okkur er Eivör Pálsdóttir. Við viljum auðvitað eiga pínulítið í henni þar sem hún var hér svo lengi, og hún ræktar samband sitt við Ísland. Það er fagnaðarefni í hvert skipti sem þessi frábæri listamaður treður upp hér.
mbl.is Eivör í stuttu stoppi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hví grýta þeir hana nú?

Ingibjörg er of stór til þess að hægt sé að segja henni hvaða skoðanir hún eigi að hafa. Reynslan og þekkingin mótar þessar skoðanir. Þegar Alþingi sagði síðasta haust að við ætluðum að semja, þá átti það að vara á þeim nótum að tekið væri tillit til aðstæðna okkar. Það var ekki gert. Farið var til samninga eins og lúbarðir rakkar og útkoman var eftir því. Allt annað en glæsileg útkoma. Í stað þess að viðurkenna þessi alvarlegu mistök, þá er stappað niður fætinum og öskrað ,,víst var þetta í lagi" þegar allir vita það gagnstæða. Leiðtoginn á ekki að ljúga að þjóðinni, og það veit Ingibjörg Sólrún. Sem leiðtogi er og verður Ingibjörg ekki frekar en aðrir fullkomnir. Sem slíkur getur hún fjallað um yfirlýsingu sína í Háskólabíó og samningana um Icesave. Það rífur hugsanlega í.

Að öllum líkindum er tími Ingibjargar Sólrúnar og Davíðs Oddsonar liðnir sem forsætisráðherraefni. Það er ekki vegna þess að þau hafi ekki getu til þess að koma að verkinu, heldur eru þau sennilega of umdeild til þess að sameina þjóðina nú. Það er hins vegar merkilegt að fólk sem setti þessa leiðtoga á stall skuli vilja grýta þá nú. Ef það hefði látið virðinguna duga, hefði hún getað gagnast enn.

 


mbl.is Ingibjörg Sólrún: Komum fram eins og sá seki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

,,Komst ekki í haltu kjafti hópinn".

Á undanförnum mánuðum hefur alloft  komið fram í opinberri umræðu að þessi eða hinn ætti nú bara að halda kjafti. Af einhverjum ástæðum hef ég helst tekið eftir þessu hjá fulltrúum Samfylkingarinnar. Nú er það svo að maður lærir ekki síst af því að hlusta á rök þeirra sem hafa aðrar skoðanir en maður sjálfur. Aðrir fletir á málum koma fram og önnur sjónarmið. Þess vegna er þetta ,,haltu kjafti" tal andlýðræðislegt.

Nú kemur það fyrir að maður vildi helst að einhver hætti að tala t.d. í umræðuþáttum eða á fundum. Það á þá við þegar einhver talar allt of lengi, stundar kappræðu eða hefur lítið fram að færa. Svo getur einnig verið hvimleitt þegar gjammað er fram í fyrir aðra. Frammíköll er vandmeðfarin list og ekki á allra færi.

Sá umræðuþáttur sem lengi hefur verið hvað vinsælastur er Silfur Egils.  Nýlega komu þau saman í Silfrinu Mörður Árnason sem bæði er þekktur fyrir kappræðuformið og frammíköll og Unnur Brá Konráðsdóttir sem ekki hefur sérlega skemmtilega framkomu í sjónvarpi og virðist ekki taka eftir því hvort aðrir eru að tala þegar hún hefur upp raust sína.

Ofurbloggarinn Lára Hanna Einarsdóttir vakti athygli á lítið skemmtilegri framgöngu Unni Brá með á mjög svo lítið kurteisri fyrirsögn á bloggi sínu sjá hér . Lára Hanna hefur sennilega rekist inn á fundi hjá Samfylkingunni til þess að læra orðbragðið. Síðasta sunnudag voru Samfylkingarmenn fjölmennir í Silfrinu að vanda og meðal þeirra var Kristrún Heimisdóttir sem mér finnst oft geta verið málefnaleg. Nú tók hún þann pólinn að reina að stöðva umræður með því að halda orðinu sjálf eins lengi og mögulegt var. Afskaplega hvimleitt en skaðar hana fyrst og fremst sjálfa. Nokkrir höfðu orð á þessari framgöngu Kristrúnar í mín eyru, og töldu Egil hafa brugðist í stjórn þáttarins. Þrátt fyrir framgönguna átti ég ekki von á gagnrýni frá Láru Hönnu, Kristrún Heimisdóttir kemst aldrei í ,,haltu kjafti hópinn" hann er bara fyrir hina. Lára Hanna úthlutar þar aðeins sætum fyrir þá sem eru henni ekki sammála.


Viðtalið við Geir Þorsteinsson

Saumað var að Geir Þorsteinssyni í Kastljósinu í kvöld. Hann sagði að tíðarandinn hafi mikið breyst á síðastliðnum 5 árum og e.t.v. hefði verið tekið öðru vísi á málunum ef þetta hefði komið upp nú. Talsvert til í því. Enn lengra aftur gerðist það ítrekað að leikmenn þurftu að bera fararstjóra ofurölvi út í vél á leiðinni heim, slíkt gerist ekki nú. KSÍ hefur lagt mikla vinnu í að byggja upp kvennaknattspyrnuna og það er vinna fyrir jafnrétti kynjanna. Sú staða breytir viðhorfum. Að taka þetta mál upp eftir 5 ár, er hins vegar fáránlegt. Þetta getur hins vegar verið tilefni til þess að semja siðareglur fyrir ferðir á vegum íþróttahreyfingarinnar.


mbl.is Dýrt næturævintýri Íslendings í Sviss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ingibjörg komin í framboð!

Ingibjörg Sólrún er ótvírætt með öflugri leiðtogum sem komið hafa fram í íslenskri pólitík á undanförnum áratugum. Hún er skelegg og kann að koma fyrir sig orði. Rétt eins og slíkir leiðtogar er hún þá umdeild, virt og elskuð af samherjum en allt að því hötuð hjá mótherjum. Þegar hún loks komst í ríkisstjórn þá var margt sem benti til þess að hún yrði farsæll ráðherra. Síðan kemur að þeim tíma sem mest hefði reint á Ingibjörgu sem leiðtoga, þ.e. í hruninu þá var Ingibjörg frá vegna veikinda. Varaformaður Samfylkingarinnar var bara til á pappírunum, en Björgvin Sigurðsson tók í raun forystuna en hann hélt Samfylkingunni ekki saman. Afleiðingin var það sem þjóð í erfiðleikum þurfti síst á að halda, kosningar og pólitískur óróleiki.

Jóhanna Sigurðardóttir sem var á leið út úr pólitík er dubbuð upp í forsætisráðherra, stjórnmálamaður sem var á leið út úr pólitík í hvíldina. Hennar tími var liðinn, en var allt í einu komin. Jóhanna var hins vegar farin og er ekki komin enn. Jóhanna sem hafði verð notið virðingar fyrir sín störf. 65% sögðust ánægð með Jóhönnu í febrúar en nú segjast minna en 30% ánægðir með stöf Jóhönnu. Í skoðanakönnun hjá Viðskiptablaðinu töldu aðeins 20% þjóðarinnar hana best til þess fallna að leiða okkur út úr efnahagskreppunni. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fékk ekki atkvæði, sennilega var ekki spurt um hana, en Davíð Oddson fékk 25%.

Það er því flestum ljóst að það styttist í að skipt verður um forsætisráðherra. Steingrímur Sigfússon er oftast nefndur, en þá þarf Samfylkingin að gefa forsætisráðuneytið eftir. Það vill Samfylkingin ekki. Össur Skarphéðinsson kæmi til greina, en hann er umdeildur innan flokksins. Dagur B. Eggertsson þykir of reynslulítill og þá kemur útspilið Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Veikleiki Ingibjargar er að hún missti stuðning, þar sem hún verður að teljast ábyrg sem annar forystumanna ríkisstjórnarinnar  í bankahruninu.

Með því að sækja um embætti gegn mansali hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE setur hún þrýsting á forystu Samfylkingarinnar. Þetta er ein leið til þess að gefa kost á sér, án þess að hjóla í Jóhönnu. Með því segir Ingibjörg flokknum að hún sé kominn til fullrar heilsu og sé til í slaginn. Nú reynir á hvort hún hefur nægjanlegan stuðning.


mbl.is Ingibjörg Sólrún til Vínar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2009
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband