31.5.2008 | 08:11
Tær snilld
![]() |
Björk og Sigur Rós með útitónleika í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 1.6.2008 kl. 07:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.5.2008 | 05:44
Samstaða
Hlustaði á frábært viðtal hjá honum Sigmari Guðmundssyni við Margréti Frímannsdóttur og Kjartan Björnsson. Margrét á leiðinni til fjölskyldu sinnar í höfuðborginni en snéri við til að vera hjá strákunum sínum á Litla Hrauni. Í þessu fellst gamli ungmennafélagsandinn. Margrét hefur breytt Litla Hrauni yfir í betrunarheimili eins og við viljum að Litla Hraun sé. Hún tekur á fíknaefnavandanum af ákveðni og kærleika. Hún þekkir þennan anda frá Stokkseyri en þar er Ungmennafélag Stokkseyrar að gera frábæra hluti. Hún var félagsmálakennari til margra ára og hefur án nokkurs vafa verið dugleg að taka til hendinni í öllu mannlífinu fyrir austan, í kvenfélaginu og verkalýðsstarfinu. Af reynslu sinni varar Margrét við því að við flýtum okkur að gera bætur til fólksins upp. Skemmdir geta verið að koma fram í langan tíma.
Kjartan vinur minn Björnsson nefndi ekki einu sinni Arsenal í viðtalinu. Síðast þegar ég kom við á rakarastofunni þá leiðrétti hann mig. Selfoss er áfram Selfoss og Stokkseyri, Stokkseyri. Árborg er bara nafn á sveitarfélaginu, en ekki stöðunum. Kjartan sagðist hafa farið út og hitt gamla vinkonu sína á elliheimilinu. Þessi tónn er ungmannafélagsandinn. Í honum kemur fram kærleiki og virðing fyrir fólkinu á elliheimilinu. Auðvitað átti að taka leikinn á föstudagskvöldið og standa sig, sem þeir og gerðu. Halda áfram.
Fékk að vinna með henni Ragnheiði Hergeirsdóttur bæjarstjóra að verkefni þarna fyrir austan og hún hvatti okkur áfram til góðra verka. Það var gott að vinna með henni. Ráðagóð og gerir kröfur, þannig á það að vera og með andann í blóðinu. Sendi fólkinu fyrir austan baráttukveðjur. Við byrjum nýjan dag og byggjum aftur upp. Hér eigum við heima. Þegar á reynir stöndum við Íslendingar saman. Samhugurinn hér á höfuðborgarsvæðinu kom skýrt fram alls staðar sem maður fór, með fólkinu fyrir austan. Við erum ein stór fjölskylda.
![]() |
Enn að ná sér eftir skjálftann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2008 | 08:32
Hamingjuóskir


![]() |
Fæddist í skjálftanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 31.5.2008 kl. 01:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2008 | 00:28
Stöndum saman
Þegar á reynir stöndum við Íslendingar saman. Við verðum fyrir áföllum t.d. vegna náttúruhamfara eins og nú og við stöndum saman. Við þurfum að aðstoða það fólk sem hefur orðið fyrir áföllum. Við þurfum að muna eftir björgunarsveitunum sem hafa af ósérhlífni staðið vaktina. Björgunarsveitinia
í Árborg og á Eyrarbakka og aðra sem veitt hafa lið. Sýnum þessum aðilum þakklæti í verki. Við þurfum að fá reikningsnúmer þessara aðila þannig að við höfum möguleika til þess að styðja þeirra góða og göfuga starf.
![]() |
Enn eftirskjálftar í Ölfusi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.5.2008 | 12:23
Þjóðarsátt
![]() |
Bankar slaki á kröfum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
28.5.2008 | 08:02
Grafalvarlegt mál
Samdrátturinn mun sannarlega koma við marga. Unga fólkið mun að öllum líkindum lenda illa í þessu dæmi. Fyrir 25 árum var ég fenginn að Húsnæðisstofnun ríkisins, sem er forveri Íbúðalánasjóðs. Í undirbúningi var lánaflokkur hjá Húsnæðisstofnun sem var kallaður greiðsluerfiðleikalán. Yfirmaður ráðgjafastöðvar Húsnæðisstofnunar var Grétar J. Guðmundsson verkfræðingur, ef ég þekki til, núverandi blaðamaður á Mbl. Afbragðsmaður. Reiknað var með að þessi starfsemi væri tímabundin og stóð til að ég yrði þarna í um 3 mánuði, en endaði í hátt í þriðja ár. Þetta var einhver skelfilegasta vinna sem ég hef tekið að mér í gegnum tíðina. Við vorum spurðir hvernig við héldum geðheilsu, Grétar spilaði á píanó, og ég þjálfaði fótbolta. Fram á kvöld og um helgar var farið yfir skelfilega stöðu margra einstaklinga, en lán urðu til þess að hjálpa mörgum til þess að halda eignum. Auðvitað voru einhverjir sem misnotuðu lánaflokkinn, en í heild var afbragðsvel staðið að málum. Settar voru reglur um hvernig lána skyldi og staðið var við þær reglur býsna vel. Félagsmálaráðherra á þessum tíma var Jóhanna Sigurðardóttir, sú sama og nú situr í ráðuneytinu. Fyrir kom að óánægðir viðskiptavinir leituðu til Jóhönnu og þá voru mál tekin upp, nánast alltaf stóð fyrri niðurstaða. Jóhanna fær hæstu einkunn mína fyrir samstarfið. Alltaf var hún fagleg, alltaf sjálfri sér samkvæm. Oft var hún gagnrýnd t.d. í slagnum við Jón Baldvin. Það má vel vega að hún hafi ekki alltaf verið auðveld í samstarfi í ríkisstjórn, en sem yfirmaður þessa málaflokks, kom hún sem mikil hugsjónakona, sem aldrei breytti ráðherravaldi sínu til að mismuna þegnunum.
Síðar kynntist ég konu minni, sem er menntaður heimilisrekstarfræðingur. Lærð í Þýskalandi til þess að kenna Þjóðverjum að spara. Þá skildi ég hvað okkur vantaði inn í ráðgjafastofuna forðum.
Það er mikilvægt að ríkisstjórnin skoði þennan málaflokk vel. Það væri betra að gengið yrði í málin fyrr en seinna. Sundraðar fjölskyldur, uppgjöf er meðal þess sem við kynntumst á þessum árum. Enn í dag er að koma til mín fólks sem hefur sögu að segja frá samskipum við ráðgjafastöð Húsnæðisstofnunar á þessum árum og þakka fyrir.
![]() |
„Alvarlegt hve margt ungt fólk er illa statt“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.5.2008 | 22:34
Er vorið komið?
![]() |
Erfiðleikar víkja brátt fyrir betri tíð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.5.2008 | 06:31
Húrrra!
Þetta er frábært. Þarf að tala við bankastjórann minn í dag og get vitnað í að aðrir fái heimild til að fá lán ef ég fæ ekki. Þá fær bankastjórinn minn sektarkennd og lánar mér.
Hin hliðin á þessu máli, er að var þetta nú ekki það augljósasta af öllu augljósu, að þessi heilmild þyrfti að vara til staðar?
![]() |
Heimild til að taka 500 milljarða lán |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.5.2008 | 06:26
Flottur
Stórkostlegt hjá honum. Hann Gunnlaugur sýnir okkur hvað hægt er að gera mikla hluti með líkamann ef viljinn er til staðar. Til hamingju Gunnlaugur Júlíusson. Sjálfur fór ég ekki í ræktina í gær, en skelli mér þá bara í dag. Það verða rúmlega 3 kílómetir hérna megin, sem gerir nær 1/74 af hlaupinu hans Gunnlaugs, samt er ég stoltur, stefni á 21 km í Reykjavíkurmaraþoninu í haust.
Aftur frábært afrek hjá Gunnlaugi.
![]() |
Hljóp 218 km á 24 klukkustundum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2008 | 07:46
Kemst almenningur inn líka?
Nú þegar bankarnir eru komnir inn úr kuldanum, er spurningin hvort almenningi sé ætlað þangað líka. Rétt eins og það getur verið gott fyrir almenning að fá að kaupa ódýrari kjúklinga og svínakjöt, með minni tollum úrlendisfrá, er það mun mikilvægara að taka upp erlent gengi. Við tökum ekki upp erlenda mynt án samráðs, en sú mynt gæti verið norsk króna, svissneskur franki, eða dollar. Með erlendri mynt er eðlilegt að miða gengi við t.d. gengisvísitölu 130. Þá væri dollarinn kominn í um 64 krónur og norska krónan um 13 kr. Með þessari aðgerð færi verðbólgan niður í eðlilegt stig. Samhliða þessu yrði gerð þjóðarsátt um aðgerðir í efnahagsmálum m.a. til þess að rétta af viðskiptahallann. Húsnæðisverð færi niður þar sem þá væri hægt að fjármagna fasteignir á mun hagkvæmari hátt en nú er. Húnsnæðisverð mun samt fara niður þar sem offramboð er og mun vera í allnokkurn tíma. Spurningin er bara hvort það verði bara bankarnir og njósnarinn sem komust inn úr kuldanum, eða hvar almenningi er ætlað að vera.
![]() |
Bankarnir inn úr kuldanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10