Samstaða

Hlustaði á frábært viðtal hjá honum Sigmari Guðmundssyni við Margréti Frímannsdóttur og Kjartan Björnsson. Margrét á leiðinni til fjölskyldu sinnar í höfuðborginni en snéri við til að vera hjá „strákunum sínum“ á Litla Hrauni. Í þessu fellst gamli ungmennafélagsandinn. Margrét hefur breytt Litla Hrauni yfir í betrunarheimili eins og við viljum að Litla Hraun sé. Hún tekur á fíknaefnavandanum af ákveðni og kærleika. Hún þekkir þennan anda frá Stokkseyri en þar er Ungmennafélag Stokkseyrar að gera frábæra hluti. Hún var félagsmálakennari til margra ára og hefur án nokkurs vafa verið dugleg að taka til hendinni í öllu mannlífinu fyrir austan, í kvenfélaginu og verkalýðsstarfinu. Af reynslu sinni varar Margrét við því að við flýtum okkur að gera bætur til fólksins upp. Skemmdir geta verið að koma fram í langan tíma.

Kjartan vinur minn Björnsson nefndi ekki einu sinni Arsenal í viðtalinu. Síðast þegar ég kom við á rakarastofunni þá leiðrétti hann mig. Selfoss er áfram Selfoss og Stokkseyri, Stokkseyri. Árborg er bara nafn á sveitarfélaginu, en ekki stöðunum. Kjartan sagðist hafa farið út og hitt  gamla vinkonu sína á elliheimilinu. Þessi tónn er ungmannafélagsandinn. Í honum kemur fram kærleiki og virðing fyrir fólkinu á elliheimilinu. Auðvitað átti að taka leikinn á föstudagskvöldið og standa sig, sem þeir og gerðu. Halda áfram.

Fékk að vinna með henni Ragnheiði Hergeirsdóttur bæjarstjóra að verkefni þarna fyrir austan og hún hvatti okkur áfram til góðra verka. Það var gott að vinna með henni. Ráðagóð og gerir kröfur, þannig á það að vera og með andann í blóðinu. Sendi fólkinu fyrir austan baráttukveðjur. Við byrjum nýjan dag og byggjum aftur upp. Hér eigum við heima. Þegar á reynir stöndum við Íslendingar saman. Samhugurinn hér á höfuðborgarsvæðinu kom skýrt fram alls staðar sem maður fór, með fólkinu fyrir austan. Við erum ein stór fjölskylda.


mbl.is Enn að ná sér eftir skjálftann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband