Niðurskurður hjá Mbl.is og á Suðurgötunni

Kreppan fer ílla með almenning, en líka fjölmiðlamenn. Í búsáhaldabyltingunni var gaman að vera fjölmiðlamaður.  Fullt af fólki, fullt af spjöldum og hasar. Mbl.is sendi upptökuliðið sitt á vettvang og Þóra Kristín var eins og herforingi og lýsti átökunum í máli og myndum. Þess á milli var hægt að skrapa inná litlu skrifstofuna á Suðurgötunni og fá sér heitt kaffi, búa til eitt eða tvö mótmælaskilti eða leiðbeina ungliðahreyfingunni varðandi grímubúningana sína. Nú er Mbl.is að spara. Iðnó troðfullt en Þóra Kristín ekki sjáanleg. Ekki til peningur í upptöku á svona mótmælum. Suðurgatan er líka lokuð, og spjöldin með Vanhæf ríkisstjórn sjást ekki lengur í glugganum, og heldur ekki Burt með Davíð, enda hann lögnu farið og því allt komið í besta horf í Seðlabankanum. Þóra Kristín hefur heldur ekki lengur  áhuga á þessum mótmælum lengur. Hún hefur áhuga á búðarhnupli, en engum æsingi. Fólk á að vera rólegt og skilningsríkt gagnvart stjórnvöldum. Það er kominn tími til þess að sýna ráðamönnunum samúð og vináttu. Í svona niðurskurði hjá Mbl.is og á Suðurgötunni, er skiljanlegt að breyta verði áherslum.
mbl.is Stolið fyrir framan myndavélar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Biðstofan!

Undanfarna daga hafur maður fundið mjög vaxandi undiröldu í þjóðfélaginu. Það virðist skipta engu máli í hvaða stéttum menn eru, það er reiði í þjóðfélaginu. Reiði út í útrásarvíkingana og að þeir skuli enn ganga lausir. Reiði vegna tilsvara þeirra. Reiði vegna þess að þeir séu enn með rekstur hérlendis. Reiði vegna þöggunar.

Alvarlegast er þó reiðin út í ríkisstjórn sem ekki virðist vera í jarðsambandi. Fyrst átti að gera allt fyrir heimilin, slá skjaldborg. Síðan ekkert. Svo núna kannski eitthvað.

Þurfti að fara á biðstofu í vikunni, þar voru 11 manns. Það voru allir að lesa og ríkti þögn. ,, Nú ætla þeir aðeins að leiðrétta hjá þeim sem eru með húsin sín yfirveðsett, og bara hjá þeim sem engar tekjur hafa", las einn gestanna upphátt. Á örskömmum tíma var þetta fólk farið að taka allt til máls. Það komu fram tillögur og það var rökrætt. Það sem sameinaði þetta fólk var reiðin út í stjórnvöld, sem ekki skilur fólkið sitt. Heldur situr og leikur sér að Icesave og ESB kubbunum sínum. Annað hvort var þetta fólk sjálft í erfiðleikum eða fjölskylda þeirra og vinir.

Ef haldinn yrði baráttufundur nú, myndi þetta fólk sem ekkert þekktist, allt mæta. Hvað með allt hitt fólkið út í þjóðfélaginu sem ekki mætti á biðstofuna. Svona undiröldu hef ég ekki fundið í þjóðfélaginu áður.


mbl.is Vanskil aukast hratt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhanna komin fram

jóhanna sig

Forsætisráðherra sem auglýst var eftir hér á blogginu er komin fram, heil á húfi, en ansi þreytt. Geir Haarde fékk gagnrýni í byrjun árs fyrir að sjást of lítið og tala of lítið við þjóðina. Þessi gagnrýni var réttmæt. Hafi hann sést lítið þá er eins og Jóhanna hafi gufað upp. Jóhönnu er vorkunn. Hún hafði ætlað sér að hætta, eftir afar farsælan feril sem stjórnmálamaður, en þar sem enginn annar var tilbúinn þá var hún neydd í starfið. Það hljómar ekki vel að vera neydd í starf leiðtoga, og útkoman er eftir því. Hún verður þreyttari með hverri vikunni, en á sama tíma bíður þjóðin. Það þarf að taka ákvarðanir og sjá til þess að þeim sé fylgt eftir. Það þarf að upplýsa þjóðina og hvetja hana til dáða. Þetta er hlutverk leiðtogans. Hann er ekki hér og eftir vill ekki sanngjarnt að ætlast til þess að Jóhanna taki það hlutverk að sér, þegar ferillinn er þegar á enda.

Þjóðin þarf á leiðtoga að halda núna. Sumir blanda saman leiðtoga og foringja, en leiðtoginn notar lýðræðið til þess að fá fólk með sér, foringinn fer á stað og biður fólkið að fylgja sér, eða skipar því áfram.

Það er gott að Jóhanna sé komin fram, þótt beygð sé. Verkefni forsætisráðherra nú er sennilega eitt það vandasamasta sem upp hefur komið, það er leitun að þeim sem gætu höndlað það hlutverk nú. Krafan um uppstokkun í stjórn landsins mun aðeins verða háværari með hverri vikunni.  


Fjölnir í 1 deild

Það hefur nú legið nokkuð ljóst fyrir í allnokkurn tíma að það yrði hlutskipti Fjölnis að fylgja Þrótti niður. Fjölnir missti nokkra leikmenn fyrir þetta tímabil eftir gott gengi á 1 ári í úrvalsdeildinni. Annað árið er alltaf erfitt, og það fékk Fjölnir að finna fyrir í ár. Liðið var á tímabili ekki lakara en lið IBV og Grindavíkur, en þá vantaði þá reynslu sem með þurfti. Þegar líða tók á þetta tímabil fóru leikmenn að safna óþarfa spjöldum, sem oft einkennir lið sem ekki halda haus. Annað sem vekur athygli er hversu fáir uppaldir Fjölnismenn voru í liðinu. Félagið á t.d. mjög góðan 2 flokk sem lítið var nýttur upp í meistaraflokk. Þrjá leikmenn sem spilað hafa í drengja og unglingalandsliðunum sem sáralítið eða ekki hafa verið nýttir. Þetta kallar á skýrari stefnumörkun í félaginu. Yngri flokkar félagsins hafa verið að gera góða hluti og miðað við núverandi efnahagsástand, þá verða félög að byggja markvisst á eigin uppbyggingu. Reikna má með að dvöl Fjölnis verði stutt í 1 deildinni, spái þeim beint upp aftur.
mbl.is Fjölnismenn fallnir eftir tap gegn Fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýst er eftir Jóhönnu .....

Lýst er eftir Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra.

jónhanna Sigurðardóttir 

 

 Síðast þegar til hennar fréttist stuttu eftir Alþingiskosningarnar í apríl 2009, var þá talið að hún væri að fara að slá skjaldborg um heimilin í landinu. Ekkert hefur sést til skjaldborganna, og er óttast að Jóhanna gæti verið í þeim einhversstaðar og jafnvel orðið að engu. Óstaðfestar fréttir eru um að Jóhanna hafi sést á Alþingi, og aðrar að hún hafi sést á harðahlaupum undna fjölmiðlum sem vilja kynna málstað Íslands varðandi Icesave málið. Þeir sem vita um ferðir Jóhönnu eftir Alþingiskosningarnar 2009 eru vinsamlegast beðnir um að láta íslensku þjóðina vita.


Var Svavar upptekinn?

Velti því fyrir mér hvort Svavar Gestsson hafi heldur ekki gefið kost á sér, eða hvort hann hafi verið upptekinn. Hann hefði nú skverað ,,glæsilegri niðurstöðu" á einum eftirmiðdegi í þetta ESB mál. Ekkert verið að hangsa við dæmið. Gunnar Snorri Gunnarsson án efa toppmaður í þetta verkefni. Er samt sannfærður um að niðurstaða muni ekki nást sem þjóðin mun sætta sig við.
mbl.is Pressan: Gunnar Snorri stýrir viðræðum við ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsti klassi fyrir neðan.

Þessi leikur náði aldrei gæðum síðasta leiks við Norðmenn. Sá leikur var afar góður, spennandi og með góða punkta. Það var gaman að sjá Veigar í landsliðinu að nýju, þó að hann hafi ekki sýnt sína bestu takta. Garðar var duglegur, skoraði gott mark, en nýtti illa góð færi. Emil olli mér nokkrum vonbrigðum. Mér finnst alltaf eins og það vanti örlítinn neista hjá honum. Aðalgalli leiksins var hversu illa miðjumennirnir hreyfðu sig án bolta. Þetta á sérstaklega við Stefán Gíslason. Þetta á reyndar við liðið í heild og það skiptir miklu máli þegar við erum betri aðilinn. Það er ekki nóg að gefa boltann á samherja, hreyfingarnar skipta öllu máli. Kristján Sigurðsson er toppspilari, og reyndar var vörnin öll góð í þessum leik ásamt Gunnleifi markverði.

Þrír leikmenn komu inná í lokin, og hefðu þeir mátt koma fyrr inná. Björgúlfur Takafúsa, var duglegur þann tíma sem hann hafði svo og Davíð Þór, en það er of seint að koma inná þegar 10 mín eru eftir. Í vináttuleik ættu menn að gefa a.m.k. 20 mínútur. Þó að þessi leikur hafi ekki verið spennandi þá eru landsliðsþjálfarnir á réttri leið.


mbl.is Öruggur íslenskur sigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með smá hjálp frá vinum mínum!

 

Barnakennarinn Danyl Johnson kemur skemmtilega inn í breska x factor keppnina í ár. Mjög góð útfærsla og flutningur á bílalaginu "With a Little Help from My Friends"

Tvíklikkið á myndbandið til þess að fá stærri mynd.

 

 

 


Hvað er Gunnar að meina?

Gunnar Tómason sagði í viðtali í Kastljósi í kvöld að gömlu bankarnir ættu að leiðrétta myntkörfulánin áður en uppgjör verður við nýju bankana. Um þetta bloggaði ég nýlega.

http://ziggi.blog.is/blog/ziggi/entry/943240/ 

Hagsmunasamtök heimilanna verða að taka þetta mál upp áður en uppgjör fer fram. Gengislánin eru að öllum líkindum ólögleg og leiðrétting verður að fara fram. Gunnar er einn af okkar virtustu hagfræðingum, og hefur mikla alþjóðlega reynslu. Hann leggur einnig til að gengishöftin verði strax afnumin og að verðtryggingin verði tekin úr sambandi.


Drillo-hugsunin.

Drillo hefur lýst aðferð sinni best sjálfur. Hann leggur upp með að leikmenn sínir hafi ekki næga tækni, og ekki spilskilning og þess vegna leggur hann tiil að þegar markvörður sinn eða varnarmenn sparki boltanum af lífs og sálar kröftum eins langt fram á völlinn og mögulegt er. Til þess að eiga eitthvað í þessar löngu sendingar setur hann tvo hávaxna leikmenn í fremstu víglínu í þeirri von að þeir geti truflað varnarmenn mótherjanna. Þessi leikaðferð er ekki aðeins móðgun við knattspyrnuna heldur einnig við mannlega greind.

Skynsemisskortur Egils Drillo fellst þó einna helst í því að halda því fram að Eiður Smári Guðjohnsen þekki ekki nægjanlega til leikaðferðarinnar. Það þarf nú aðeins að sjá 10 mínútna leikkafla úr leik norska landsliðsins til þess að gera sér grein fyrir framhaldinu. Þessi leikaðferð hefur lengi verið lengi verið kennd við gamla enska boltann. Það kom því ekki á óvart að Drillo færi til Englands sem þjálfari, en var sendur aftur heim. Svo lélegan bolta vildu þeir ekki lengur. Betri lið í Englandi hafa fyrir löngu gefið þennan bolta upp á bátinn. Landsliðið er á réttri leið hjá þeim Ólafi Jóhannessyni og Pétri Péturssyni. Þeir eiga tvímælalaust að halda áfram.


mbl.is Drillo svarar Eiði fullum hálsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Sept. 2009
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband