Einstakur fjölmiðlaþáttur á sunnudögum

Sú var tíðin að ég stillti á Sprengisand á sunnudagsmorgun og Silfur Egils eftir hádegi. Sprengisandurinn sullaði með heimilisverkunum og það komu áhugaverðir aðilar oft á tíðum í Silfrið. Nú nenni ég ekki að hlusta á þessa þætti, en Landið sem ríks á Rás 1 er afar áheyrilegur og vandaður þáttur. Hann er kl. 9. Hafði farið inn á þennan þátt á netinu undir Rás 1 og var mjög ánægður.

Nú eru þeir Egill Helgason og Sigurjón Egilsson svekktir. Þeir líta ekki á það sem hlutverk sitt að færa okkur fréttir, eða fjalla um mál á hlutlausan hátt, heldur að fjalla um skoðanir sínar settar fram af skoðanabræðrum sínum á mismunandi hátt. Sauðsvartur almenningur á síðan að vera þakklátir og hlusta á þessa fíra af aðdáun. Það er ekki gert á mínu heimili. Nú verða dregnir fram einhverjir delar innanlands og erlendis sem fá okkur til þess að endurskoða ákvörðun þjóðarinnar í Icesave og koma ESB aftur upp á borðið. ESB umsóknin fauk endanlega með úrslitununum í Icesave. 


Eiginkonan lamin!

,,Hún fékk mig til þess" sagði hann.

,,Hvernig?" spurði ég.

,, Hún mótmælir mér, gerir athugasemdir það sem ég segi eða geri og er að rifja upp það sem ég hef gert áður" sagði hann. 

.. "og fyrri sambýliskonur þínar?" spurði ég

,,Þær líka" sagði hann

,,..og þú lamdir þær líka?" spurði ég

,,Þær fengu mig til þess" sagði hann.

Mér fannst þessi kunningi minn sjá örlítið eftir þessu, smá stund.  Rifjaði upp sem polli,  þegar ég kom heim til hans einn morguninn til þess að fá hann til þess að spila fótbolta. Mamma hans var með það stærsta glóðarauga sem ég hafði séð. Hafði reyndar aldrei áður séð konu með glóðarauga. Sé það í öðru ljósi núna. Sonur sem elst upp við ofbeldi hefur tilhneigingu til þess að ganga í skrokk á væntanlegri eiginkonu. 

Það óhugnanlegast við þetta ástand er að margir vinir og ættingjar slíkra fjölskylduna gerir ekkert í málinu þrátt fyrir að vita um ofbeldið. Reyna meira að segja að þagga það niður. Þetta sé einkamál fólks, sem það er ekki. Þetta er spurningin um börnin, barnabörnin og barnabarnabörnin. Glóðarauga er ekki ættgengt, en samskiptamynstur með hótunum og ofbeldi færist oft milli kynslóða. 


Betri og þéttari byggð

Fyrir 2007 var allt hægt, peningar skiptu ekki máli. Hagræði skipti ekki máli. Á sama tíma og aðrar þjóðir voru að þétta bygg átti fólk sem vildi það andstæða greiðan aðgang að fjölmiðlum. Það vildi ekki þéttingu byggðar nærri sér. Rökin fyrir þéttingu byggðar eru m.a. auðveldari og ódýrari almenningssamgöngur, minni mengun, ódýrara fyrir sveitarfélögin og betri þjónusta fyrir íbúana. Þrátt fyrir augljóst hagræði, koma fram mótmæli við þéttingu byggðar hvar sem er.

Eitt af þeim svæðum þar sem til stóð að þétta byggð var á Kársnesi. Mótmælin þar voru óvenju mikil. Eflaust mátti gagnrýna þær hugmyndir sem fram höfðu komið, t.d. um hafsækna starfsemi, en í megingrunninn var um eðlilega þéttingu byggðar að ræða. Öfgarnar voru mögulegar 2007 en ekki lengur. Einn af forsprökkum mótmælenda á Kársnesinu, undir heitinu Betri byggð, Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA, hefur nú verið dæmdur fyrir meinyrði. Það er tími fyrir málefnalegri yfirferð um málið. Þéttari og betri byggð. 


Stefnumótunarfíkn - alveg heltekin

Góður vinur minn er í afar samhentri fjölskyldu. Þau hittast oftar en ég held að gengur og gerist í  fjölskyldum Síðastliðið sumar var okkur boðið í grill hjá þeim á sunnudegi. Það voru 62 mættir í grillið. Minnir mig á fjölskyldusamkomur í Frakklandi, öll fjölskyldan að borða saman. Málsverðurinn stendur í 3-4 tíma. Þetta var afskaplega skemmtilegt afinn og amman, börnin og barnabörnin og síðan eitthvað frændfólk.

Nú hefur komið fram fyrstu merki um óróleika í fjölskyldunni. Ein frænkan hefur heltekið fjölskylduna. Konan er komin á sextugsaldurinn og er ennþá að finna hvað hún á að læra í Háskólanum og það nýjasta sem hún fann er stefnumótun. Í síðustu helgi marsmánaðar voru öll systkinin, afinn og amman leidd saman í stefnumótun. Frænkan útskýrði mikið undratæki SVOT greiningu, sem hún sagði lausn allra vandamála. Það þýddi lítið fyrir vin minn að benda frænkunni á að það væru engin stór vandamál að plaga fjölskylduna. Hún sagði það gott dæmi um að þá væru vandamálin dulin og SVOT greiningin væri einmitt tækið til þess að lokka duldu vandamálin út úr fylgsnum sínum. 

Frænkan stjórnaði ferlinu með harðri hendi. Hefur óbilandi trú á hæfileikum sínum og þekkingu. Hefur verið í nánast öllum félögum sem stofnuð hafa verið á Íslandi. Reynslubolti með óstöðvandi metnað. 

Um síðustu helgi var síðan næsta stefnumótun með fjölskyldunni. Þá var leigt sveitahótel fyrir fjölskylduna til þess að enginn færi heim. Þetta var nánast sami hópur, en til þess að stækka hann var hringt í nánustu ættingja sem ekki höfðu komið áður. Engu  að síður mættu ekki fleiri um þessa helgi. Það voru forföll. Frænkan hafði flett upp SVOT greiningu á Google og fundið ýmislegt bitastætt sem hún sagði þátttakendum frá. 

Vinur minn vill láta senda frænkuna í meðferð. Í fjölskyldunni er einmitt hámenntaður sálfræðingur. Hann vill ekki taka frænkuna í meðferð, nema að hún fallist á að koma sjálfviljug. Á síðasta ári hafði frænkan komið til hans og læknast af orði sem heltók hana þá. Það var orðið lífmassi. Hún var viðþolslaus. Fallegt orð sem hlyti að þýða eitthvað alveg stórkostlegt. Hún vissi bara ekki hvað. Nú er það stefnumótun og SVOT greining. 

Vinur minn er afar bitur. Ef þessu stefnumótunarkjaftæði fer ekki að linna, ætlar hann að hætta í fjölskyldunni. Hann þolir ekki SVOT greiningu. Hann sem var rétt að jafna sig á lífmassanum. 


Undrið Facebook

Það var á fimmtudaginn að ég gerði mér grein fyrir áhrifum á Facebook. Aðgangur að Facebook hafði verið lokaður í tölvum einnar stofnunar, vegna misnotkunar. Sama dag heyrði ég af tveimur öðrum fyrirtækjum sem hafði tekið sömu ákvörðun. Um kvöldið kom dóttir okkar í mat, en hún er orðin einskonar sérfræðingur í netnotkun ungs fólks. Hún sagði okkur að fyrir suma væri Facebooknotkun orðið að fíkn. Fólk stundar ekki skóla eða vinnu. Lífið er orðið að Facebook.

Auðvitað hefði ég átt að kveikja fyrr. Ljóskan  okkar í Kópavogi kom askvaðandi inn í umræðu hjá okkur fyrir löngu og  sagði okkur að nú þyrfti hún ekki að fara neitt í nám meira. Hún væri komin á Facebook og þá kæmi þekkingin bara til hennar. Einn í umræðuhópnum varð grænn í framan. Annar fór að hlæja, en hætti því fljótt því hinir vissu að þetta átti ekki að vera brandari. Sá þriðji, sagði, ,,já, já hvað eigum við að gera við þetta Icesave".  ,,Þetta er svo auðvelt", sagði ljóskan, ,,maður skráir sig bara inn". 

,,Í Icesave" spurði einn

,,Nei, Facebook" sagði ljóskan.

Á síðasta fundi sagði ljóskan okkur svo að hún kynni ,,öll trikkin" á Facebook.

Ég velti fyrir mér, ef maður vildi kynna sér öll trikkin á Facebook hvort maður ætti að kaupa Facebook for dummies, eða 100 stellingar á Facebook.  


Hannes í FH

Hannes Þ. Sigurðsson er nú genginn í FH. Hann hefur spilað erlendis í nokkur ár og mun án efa styrkja FH og íslenskan fótbolta. Hannes hefur spilað allnokkra leiki með íslenska landsliðinu og staðið sig þar afar vel. Minnir mann talsvert á Brynjar Björn, með mikinn karakter og brattáttu, en mér finnst ekki síðri leikmaður. Það vakti því óneytanlega mikla athygli þegar Hannes datt út úr íslenska landsliðinu. Það kæmi ekki á óvart að hann ætti eftir að spila allnokkra landsleiki, en búast má við að skipt verði um þjálfara með haustinu. Hlakkar til að sjá þennan dreng spila í íslandsmótinu í sumar.
mbl.is Hannes: Allt önnur staða hjá FH
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fé án hirðis.

Sparisjóðirnir voru stofnaðir til þess að sinna góðum og göfugum verkefnum. Þar sem samfélagið og viðskiptavinirnir áttu að njóta hags af starfsemi sjóðanna voru sérvaldir ábyrgðarmenn Sparisjóðanna. Ábyrgðarmennirnir lögðu viðkomandi Sparisjóð fé til málamynda t.d. 300.000 og fengu árlega á það fé hæstu ávöxtun. Þetta var kallað stofnfé, og hefur ekkert með hlutafé að gera. Hefur heldur ekki neitt með eignarhlut í sparisjóðunum að gera.

Ábyrgðarmennirnir voru oft í viðkomaandi bæjarstjórn og gilti þá einu hvort viðkomandi væri á hægri, vinstri eða til miðju í pólitíkinni. Ábyrgðarmennirnir fengu rétt til þess að sitja einn aðalfund á ári, sem yfirleitt var með veitingum. Þessir fundir fundir þótti mögum upphefð í að fá að sækja.  Það er því miður tilhneiging til þess að svona félög sem eru stofnuð í einhverjum tilgangi, að það fyrnist og þá fara menn að leitast við að misnota félögin til þess að þjóna eigin þörfum.Einmitt þetta gerðist með sparisjóðina. Margir sveitarstjórnarmenn urðu síðar Alþingismenn og einmitt þar tóku menn í eiginhagsmunaskini ákvörðun um að leyfa að breyta stofnfé í hlutafé. Sumir gegnu lengra eins og Árni Matthíasson, Pétur Blöndal, Árni Þór Sigurðsson og Össur Skarphéðinsson og seldu stofnfé sitt fyrir rúmar 50 milljónir hvor. 

 Nú eftir hrun þyrfti að fara fram rannsókn á málefnum Sparisjóðanna og aðkomu stjórnmálamanna að þeim. 

 


Að segja eitt og framkvæma annað.

Sá fáheyrði atburður átti sér stað fyrir rúmri viku að fyrir Bæjarráði Kópavogs lá fyrir tillaga sem gerði ráð fyrir að Kópavogskaupstaður tæki að sér hluta af málskostaði þriggja bæjarstjórnarmanna í einkamáli. Þeirra Hafsteins Karlssonar, og Guðríðar Arnardóttur frá Samfylkingu og Ólafi Gunnarssyni frá VG. Þar sem þessir bæjarfulltrúar þurftu að víkja af fundi vegna vanhæfis, voru aðeins þrír bæjarfulltrúar sem voru til staðar til þess að taka afstöðu til málsins. Guðný Dóra Gestdóttir VG og Hjálmar Hjálmarsson frá Næstbestaflokknum eru í meirihluta með þremenningunum og var því ljóst að þau greiddu atkvæði með tillögunni. Þá var í raun einn bæjarfulltrúi sem gat fellt málið en það var Ármann Ólafsson frá Sjálfstæðisflokki. Það gerði hann ekki, heldur sat hjá og því þurfti ekki að taka málið upp í bæjarstjórn. 

Þessi framganga er með ólíkindum. Ármann á þetta mál einn og óstuddur. 

Í dag tekur bæjarfulltrúinn til og fordæmir málsmeðferðina sem hann sjálfur bar ábyrgð á. Hvaða þýðingu er að segja eitt og framkvæma annað? Ármann átti þrjá leiki í stöðunni. Biðja Kópavogsbúa afsökunar, fá sér hárkollu og þykjast heita Björn eða gera það sem hann valdi, reyna að blekkja og vekja þannig athygli á lákúrunni. 


VG setur Ísland á lista hinna staðfestu þjóða.

 

Þessi ríkisstjórn hefur sérstaklega lagt upp með opin og lýðræðisleg vinnubrögð. Ákvörðunin að skrá sig á lista hinna staðfestu þjóða varðandi innrásina í Líbýu var því ekki aðeins tekin þegar Jóhanna og Steingrímur skáluðu með Bermúdaskálina. Það var nóg til og því mættu til veisluhaldanna hinir friðelskandi þingmenn Þórunn Sveinbjarnardóttir, Ólína Þorvarðardóttir, Mörður Árnason og Álfhildur Ingadóttir heldur öll hin. Þegar líða fór á skemmtunina ákváðu stjórnarflokkarnir að nauðsynlegt væri fá samþykki allra þingmanna, líka stjórnarandstöðuþingmannanna. Þá var bara svo langt liðið nætur að liðið fór að sofa, og þegar það vaknaði næsta morgun var innrásin hafin. Því stendur til að ræða málið á Alþingi og fá þingmenn stjórnarandstöðunnar með eftirá. Helsta vandamálið er að þeir sem gengu hvað oftast um gleðinnar dyr, muna nú ekkert eftir til hvers liðið var kallað saman. Hefur ekki heyrt á Líbýu minnst, hvað þá að hafa verið spurt um afstöðu þess til innrásar. 


mbl.is Verið að grafa undan vægi SÞ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einokun og þöggun.

Fyrir mörgum árum aðstoðaði ég lítið fyrirtæki, Líkkistuvinnustofu Eyvindar, til þess að ná rétti sínum. Kirkjugarðar Reykjavíkur ákváðu að nota fjármuni úr kirkjugarðsgjöldum til þess á ólögmætan hátt niðurgreiða útfararkostnað. Það sem kom mér óþægilega á óvart var að Ólafur Skúlason var einn aðal forsprakkinn og hvatamaður að hinu ólöglega athæfi. Það bætti ekki úr skák að eigandi Líkkistuvinnustofunnar gerðist svo ósvífinn að spyrja þáverandi biskup, út í mál sem þá fór afar hljótt, sem var meint kynferðisbrot biskups.

Viðbrögð margra áhrifamanna inna kirkjunnar voru með ólíkindum. Kirkjan átti að sjá um útfarir, ekki einkaaðilar, biskup væri alveg tilbúinn að fyrirgefa eiganda líkkistuvinnustofunnar ef hann legði niður lífsstarf sitt og bæði biskup afsökunar, og hætti fyrirspurnum um kynferðisbrotamálið. Þess verður að geta að líkkistuvinnustofa verður ekki rekin nema í nánu samstarfi við starfsmenn kirkjunnar.

Mál líkkistuvinnustofunnar fór fyrir Hæstarétt. Líkkistuvinnustofna vann táknrænan sigur, fékk einhverjar bætur, en eigandinn hafði tapað öllu sínu og fór í þrot.

Einokun og þöggunin á sér rót í mannvonskunni, heimskunni og vanmáttarkenndinni. Á hverju ári flykkist hópur fólks og flykkist til starfa fyrir þessa hugmyndafræði. Ef í boði eru peningar, völd, bitlingar þá er þetta fólk tilbúið þegar kallið kemur. Það eru kellingar allra tíma.  


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband