Hjólað í verkalýðinn?

Þó samningar séu í höfn við stóran hluta verkalýðshreyfingarinnar er málið ekki í höfn. Eftir á að semja við opinbera geirann. Þar eru blikur á lofti. Þar eru ekki forystu aflóga karlar heldur þrjár miðaldra kerlingar, sem hafa það sameiginlegt að hugsa fyrst og fremst um rassgatið á sjálfum sér. Fyrst skal telja Sigríði Ingvadóttur hún var áður alþingismaður fyrir Samfylkingu. Hún náði að vera svo leiðinleg að vera hent út af eigin flokksmönnum ásamt Ólínu Þorvarðardóttur. Hún er nú hagfræðingur hjá BSRB. Þá kemur Guðbjörg Pálsdóttir dónakerling formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Hún náði því að bæði karlar og konur efuðust um að vilja  taka þátt í Kvennafrídeginum. Þá var þetta kallað Kvennaverkfall og kjörorðið ,,Fokk feðraveldi". Það er jafnvitlaust að halda þessari kerlingu í forystu fyrir hjúkrunarfræðinga og að halda Sigríði Dögg Auðunsdóttur skattsvikara sem formanni Blaðamannafélagsins. Þá kemur Kolbrún Halldórsdóttir formaður BSRB. Það er í raun ósanngjarnt að setja hana í flokk með öfgasinnunum sem nefndar eru hér að ofan. Hún bendir réttilega á það að það sé galið til lengri tíma að hækka laun með krónutöluhækkun. Þar er hún algjörlega ósammála Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni Eflingar, sem heldur því fram að eina starfsfólkið á vinnumarkaðinum sem haldi uppi hagkerfinu séu félagsmenn Eflingar. Þeir sem hafa farið verst út úr þróun síðustu ára er hins vegar unga fólki okkar, svo og sauðfjárbændur. Þessir samningar rétta talsvert hlut þeirra. Millistéttin verður að anda aðeins með nefinu að þessu sinni.  Fyrirliggjandi samningar munu hins vegar færa öllum allgóðar launahækkanir og það sem meira er með því að taka kröftuglega á húsnæðismarkaðinum geta kjörin batnað umtalsvert til viðbótar. Næst þarf hins vegar að semja í gegnum ASÍ.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Það að deila hatri milli kynja hvort það er til karla eða kvenna hefur ekkert með jafnrétti að gera. Bara með hatrinu. Charly Luske -This Is A Man's World. The Voice of Holland 2011 Blind Auditions (youtub

e.com)

Sigurður Þorsteinsson, 29.3.2024 kl. 10:11

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Það segir dálítið um hversu neðarlega lýðræðið er komið hérlendis, að ég hef fengið nokkur símtöl, hitt nokkra vini mína og fengið tölvupósta þar sem athugasemdir eru gerðar við innlegg mín hér á blogginu. Mjög margir þora ekki að eiga skoðanaskipti á netinu, eða í fjölmiðlum. Þetta er m.a. rek ég til þöggunar sem hefur verið ástundað hérlendis í nokkurn tíma. Ætla að svara tveimur þáttum 1. Millistéttin á Íslandi hefur efnast flest allir, þar sem fasteignaverð hefur hækkað og eigið fé hefur aukist umtalsvert í fasteignum þeirra. Stórhækkað fasteignaverð hefur hins vegar gert það að verkum að ungt fólk og þeir sem minna mega sín hafa það oft skítt. Ungt fólk sem ekki á vel stæða foreldra á lita möguleika á að eignast íbúðir. Þetta er algjörlega óásættanlegt. Af þessum sökum kemur mikil pressa á verkalýðshreyfinguna að hækka laun þar sem áhersla er á krónutöluhækkanir. Þetta finnst millistéttinni ósanngjarnt. Á sama tíma er farið fram á opinberar fjárfestingar með lántökum sem setur enn meiri birgðar á unga næstu kynslóð. Þetta er eigingirni millistéttarinnar. 2. Ég gagnrýni Sigríði Ingadóttur hér að ofan, en tengdist sjálfur Samfylkingunni á sínum tíma þegar Samfylkingin var stofnuð. Þá kynntist ég sundurlindi fólk sem telur æðri öðru fólki. Hluti Alþýðuflokksarms Samfylkingarinnar hataði konurnar sem kom úr Kvennalistanum. Þær voru bara kallaðar kerlingarnar eða helvítis kerlingarnar. Þetta kemur m.a. fram hvernig komið var fram við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur þegar hún hætti. Mín kynni af Kvennalistanum upp til hópa að þar fór afar öflugar og góðar konur. Þá var það Alþýðubandalagsarmurinn. Viðhorf til hans var oft líka neikvætt. Helvítis kommarnir, svo var fólk hissa þegar þeir gengnu í VG. Helstu andstæðingar Samfylkingarinnar er ekki Sjálfstæðisflokkurinn að mínu mati heldur VG. Sigríður Ingadóttir kom inn í þessa sameiningu og passaði aldrei inn í dæmið. Reyndi að falla inn í Alþýðuflokkshópinn en var aldrei samþykkt þar og framgöngu hennar skil ég í ljósi þessa. 

Sigurður Þorsteinsson, 29.3.2024 kl. 22:25

3 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Frábær pistill hjá þér og þarna er ekkert skafið af því.

Mættu fleir taka það til fyrirmynda að tala alvöru íslensku en ekkert

sykurhúðað woke kjaftæði.

Sigurður Kristján Hjaltested, 30.3.2024 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband