Fimmvaldið

Fyrir nokkrum áratugum var oft rætt um að valdinu mætti skipta í þrennt, dómsvald, löggjafarvald og framkvæmdavald. Úrbætur í stjórnkerfinu snérust um að sjá til þess að þessi þrjú svið sköruðust sem minnst. Með auknum áherslum á frelsi í viðskiptum breyttist líkanið, og tvö önnur valdsvið bættust við fjölmiðlavald og fjármálavald. Við þessa þróun varð samfélagið flóknara en jafnframt hefði þurft að efla aðhald, m.a. vegna markaðsbresta. Það varð ekki. Fjármálavaldið varð stöðugt öflugra og náði yfirráðum yfir fjölmiðlunum. Þegar setja átti lög til þess að setja ramma utan um eignarhald í fjölmiðlunum greip forsetinn inn í og þar með var fjármálavaldið orðið framkvæmdavaldinu sterkara. Sá glundroði sem fylgdi í kjölfarið varð jarðvegur fyrir það hrun sem fylgdi í framhaldinu.

Í dag er framkvæmdavaldið og löggjafarvaldið afar veikt. Endurnýjun í forystu flokkana gerir það að verkum að stjórnmálaleiðtogarnir hafa ekki náð þeim styrk sem þjóðfélagið þarf á að halda. Þeir sem hafa reynsluna hafa veikt stöðu sína mikið, Jóhanna sennilega vegna þess að hún veldur ekki afar erfiðu verkefni og Steingrímur fyrir að bera ábyrgð á samningagerð í Icesave sem mistókst herfilega.

Í þessu ástandi eru útrásarvíkingarnir að ná spilum sínum að nýju, og setja stefnuna á völdin að nýju, m.a. studdir af fjölmiðlum í eigu þeirra sjálfra. Þetta kallar á einn allsherjar glundroða.

Við þessar aðstæður verður afar hæg endurreisn. Við gerum allt sem aðrar þjóðir í okkar sporum hafa varað okkur við að gera. Svo erum við alveg hissa á að niðurstaðan er einmitt sú sem okkur hafði verið sagt að yrði niðurstaðan ef við gerðum allt rangt.

Sennilega þurfum við að gefa stjórnmálamönnunum okkar frí og fá utanþingsfagstjórn, til þess að brjóta upp þá niðurbrjótandi valdabaráttu sem í gangi er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband