Hitnar undir Samgöngustofu

Í vikunni var Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra spurður um framkvæmd Samgöngustofu varðandi próf þar sem reyndi á íslenskukunnáttu í leigubílaakstri. Hann varði ekki framkvæmd Samgöngustofu sem er stefnubreyting rétt eins og stefnubreyting Kristrúnar Frostadóttur hvað varðar málaefni flóttamanna. Sigurður hefur illu heilla stutt þessa undirstofnun sína sem virðist vera í tómu rugli. Þegar Sigurður tók við lá fyrir ,,svört" skýrsla um Samgöngustofnun sem hann sagði ófaglega og pólitíska. Það vakti athugli að sá sem stóð að þeirri skýrslu var Sigurður Kári Kristjánsson lögmaður og fyrrum Alþingismaður. Ef ég man rétt var hann einhverju sinni aðstoðarmaður  Bjarna Benediktssonar. Sigurður Ingi Jóhannssson Samgönguráðherra  segir um framgöngu Samgöngustofu að það sé lágmarkskarfa að Samgungustofa fari að lögum. Um það snýst einmitt hörð gagnrýni á Samgöngustofu hvað starfsmenn hennar hafi litla löngun að fylgja settum lögum eða reglugerðum. Nánast enginn skráðir skemmtibátar lengur á Íslandi, heldur flestir eða allir erlendis. Stofnunin er ekki fær um að afgreiða slík verkefni. Á hennar borði eru miklu verri mál. Er ekki kominn tími til þess að láta taka stofnunina út, og það má gjarnan vera gert með fagmennsku og án flokkspólitískra fingrafara. Ég skora á Sigurð Inga Jóhannsson að sjá um að slík úttekt fari fram. 


Bloggfærslur 17. mars 2024

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband