Hitnar undir Samgöngustofu

Í vikunni var Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra spurður um framkvæmd Samgöngustofu varðandi próf þar sem reyndi á íslenskukunnáttu í leigubílaakstri. Hann varði ekki framkvæmd Samgöngustofu sem er stefnubreyting rétt eins og stefnubreyting Kristrúnar Frostadóttur hvað varðar málaefni flóttamanna. Sigurður hefur illu heilla stutt þessa undirstofnun sína sem virðist vera í tómu rugli. Þegar Sigurður tók við lá fyrir ,,svört" skýrsla um Samgöngustofnun sem hann sagði ófaglega og pólitíska. Það vakti athugli að sá sem stóð að þeirri skýrslu var Sigurður Kári Kristjánsson lögmaður og fyrrum Alþingismaður. Ef ég man rétt var hann einhverju sinni aðstoðarmaður  Bjarna Benediktssonar. Sigurður Ingi Jóhannssson Samgönguráðherra  segir um framgöngu Samgöngustofu að það sé lágmarkskarfa að Samgungustofa fari að lögum. Um það snýst einmitt hörð gagnrýni á Samgöngustofu hvað starfsmenn hennar hafi litla löngun að fylgja settum lögum eða reglugerðum. Nánast enginn skráðir skemmtibátar lengur á Íslandi, heldur flestir eða allir erlendis. Stofnunin er ekki fær um að afgreiða slík verkefni. Á hennar borði eru miklu verri mál. Er ekki kominn tími til þess að láta taka stofnunina út, og það má gjarnan vera gert með fagmennsku og án flokkspólitískra fingrafara. Ég skora á Sigurð Inga Jóhannsson að sjá um að slík úttekt fari fram. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Fékk senda mjög áhugaverða ábendingu. Á Eyjunni er mjög áugaverð lesning um misbeitingu valds opinberra aðila. https://www.dv.is/eyjan/2024/03/17/bjorn-jon-skrifar-misbeiting-valds-tharf-ad-hafa-afleidingar/

Sigurður Þorsteinsson, 17.3.2024 kl. 20:29

2 Smámynd: Jón Atli Kristjánsson

Takk fyrir þennan pistil . Við lesturinn kemur mér í hug  gamalt  og gott orðatiltæki „ vinur er sá er til vamms segir“.Á hátíðisdögum er okkur borgurum sagt að við eigum „ góðar stofnanir „ og embættismenn sem vinna fyrir okkur. Við erum hvött til að sýna aðhald og koma fram með góðar ábendingar. Ég vildi spyrja þig um tvennt  1)  Eru embættismenn ábyrgir samkvæmt lögum í starfi sínu. 2) Er það rétt að það séu ekki aðeins skemmtibátar sem eru skráðir erlendis, heldur líka litlar flugvélar ?

 

Jón Atli Kristjánsson, 18.3.2024 kl. 12:55

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Takk fyrir þetta Jón Atli. Varðandi ábyrgð opinberra starfsmanna þá minnist ég þess fyrir allnokkrum árum að fá afar áhugavert tilboð um yfirmannastöðu í opinberri stofnum. Starfið var krefjandi og áhugavert. Þekkti allvel til. Launaliðurinn kom mér á óvart, en allur aðbúnaður, nema að ég átti að hafa undirmenn í ráðgjöf, þar sem sumir hverjir höfðu enga þekkingu á verkefnunum. Hér var oft aleiga fólks undir, og því mikilvægt að hafa hæft starfsfólk. Hér þótti mikilvægt að ráða starfsmenn úr ákveðnum stjórnmálaflokki fremur en hæfni í greininni. Auk þess hafði fallið dómur yfirmanni í opinberri stofnun, starfsmaðurinn fékk bæði fjárhagssekt og sat inni. Svarið er því já, og ég held að það muni reyna á þau lög í vaxandi mæli. Svo það sé sagt eru meginþorri opinberra starfsmanna afar góðir sem slíkir. 2. Hef kynnt mér afar vel mál varðandi skipamál í ferðaþjónustu og varð fljótlega furðu lostinn, þangað til ég heyri í miklum toppmönnum í fluggeiranum ÞÁ virðist ástandið í Samgöngustofu vera síst betra á þeim vettvangi bæði hvað varðar flugvélar og þyrlur. Mér sýnist Sigurður Ingi Jóhannsson hafi ekki mikinn tíma til aðgerða. Hann situr á púðurtunnu. Það er eitthvað til sem heitir ráðherraábyrgð, 

Sigurður Þorsteinsson, 18.3.2024 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband