Óþægilegt minnisblað

Nú kemur fram mjög óþægilegt minnisblað vegna viðræðna við fulltrúa Bandaríkjanna. Helsta markmið með þeim viðræðum var víst að koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesavesamninginn. Össur Skarphéðinsson útskýrir fyrir RÚV að þetta hafi fyrst og fremst verið gert til þess að auka lýðræði á Íslandi, auk þess sem að óþægileg minnisblöð hafi í hans umdæmi verið kallaðir sneplar og bæri ekki að taka mark á.

Það er ekki nema von á að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins skilji ekki þennan málflutning. Það gerðu heldur ekki neinn á fréttadeild RÚV nema Samfylkingarsnúðaliðið, sem fannst þetta auðvitað vera eina réttmæta skýringin, og ástæðulaust að efast um eðlilegar skýringar.

Rifja ég upp þegar Össur var ritstjóri á mjög óþægilegu minnisblaði sem hét Þjóðviljinn. Á þeim tíma leigði ég íbúð með bróður mínum, og hann var á þeim tíma afar hallur undir Alþýðubandalagið sáluga. Kaup á Þjóðviljanum var skylda. Eitt skipti tók Össur upp á því að gerast ofur lýðræðissinnaður og sendi bréf þar sem lesendur voru spurði hvað betur mætti fara í blaðaútgáfunni. Eitthvað dróst það hjá bróður mínum að svara fyrirspurninni, en ekki vantaði þó áhugann. Á síðasta degi frestsins sem gefinn var til lýðræðiskönnunarinnar, lá bréfið góða enn á borðinu ásamt umslagi sem setja mátti ófrímerkt í póst. Þar sem bróður minn var að verða of seinn á stefnumót, og átti eftir að fara í sturtu, notaði ég tækifærið og spurði hvort ég mætti ekki svara fyrir hann. Hann játti því. Ég gerði þau alvarlegu mistök að loka ekki umslaginu,og áður en bróðir minn rauk út úr dyrunum hafði hann lesið svar mitt. ,,Blaðið mætti vera prentað úr mýkri pappír". Umslagið var aldrei sent.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Þessi er góður svona í morgunsárið:)

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 24.2.2010 kl. 08:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband