Að biðjast afsökunar

Það hefur vakið sérstaka athygli hversu erfitt það er fyrir forráðamenn í íslensku samfélagi að biðjast afsökunar í kjölfar hrunsins. Mig minnir að Geir Haarde hafi gengið lengst í því að biðjast afsökunar með því að takmarka það við það að ,, ef við höfum eitthvað gert rangt". Arftaki hans Bjarni Benediktsson hafði þann dug að biðjast afsökunar fyrir þátt Sjálfstæðisflokksins í hruninu. Eftir því var beðið. Útrásarvíkingarnir hafa verið á harðahlaupum undan sinni ábyrgð, þó á því séu þó til undantekningar. Það á við um fleiri. Jóhanna Sigurðardóttir tekur líka til fótanna þegar hrunið er nefnt. Hún hefur ekki beðist afsökunar á þætti Samfylkingarinnar svo ég muni. Næst því er að tala um að þau hafi verið svo lítil og vitlaus, sem vel getur verið satt, en þau sjálf hefðu gott af því að biðjast afsökunar. Sigmundur Davíð hefur rætt afsökunarbeiðni, en mætti koma henni betur á framfæri. Forveri hans Steingrímur Hermannsson var ekki fullkominn, en þegar hann gerði mistök viðurkenndi hann það heilshugar og fékk virðingu fyrir.

 Allri þjóðinni er lóst að mjög alvarleg mistök voru gerð við upphaf Icesavesamninganna, bæði með því að senda Svavar og Indriða út, en síðan ekki síður að reyna að fela mistökin. Jóhanna hefur næst því komist nálægt því að biðjast afsökunar með því að viðurkenna að það hafi verið mistök að senda óhæfa samninganefnd út, en afsökunarbeiðnin kom ekki. Steingrímur Sigfússon baðst hins vega ekki afsökunar. Hann forherðist bara og kennir öðrum um. Með því gerir hann lítið úr sjálfum sér og dregur úr þeirri virðingu sem hann hafði utan síns flokks. 

Fólk kann að meta það þegar beðist er afsökunar á mistökum. Sá sem það gerir sýnir auðmýkt, en uppsker virðingu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband