Talar reiðbrennandi dönsku!

Það vekur mikla athygli íþróttafréttara Morgunblaðsins að Dennis Danry vilji áfram spila með Stjörnunni. Dennis er margt til lista lagt, meðal annars talar hann dönsku reiðbrennandi sem eflaust á sér þær skýringar að hann er Dani. Hann hefur farið afskaplega  pent með knattspyrnugetu sína á vellinum í sumar og kæmi ekki á óvart að hann næði ekki að vera meðal 11 hæstu innan félagsins í einkunnargjöfum fjölmiðla. Flest ef ekki allir leikmenn Stjörnunnar hafa verið honum fremri í sumar. Samkvæmt viðtölum við danska netmiðla er hann afar ánægður með lífið og vilji leika áfram með Stjörnumönnum. Síðan kemur fram að hann telji að félagið munu bæta við sig leikmönnum. Dennis stefnir því sennilega á að vera einn af boltastrákunum á Stjörnuvellinum næsta sumar. Þá getur eflaust komið sér vel að kunna dönsku.
mbl.is Danry vill leika áfram með Stjörnunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Sæll Sigurður minn! Hvað er "reiðbeinandi"er það sama og reiprennandi? 

Helga Kristjánsdóttir, 24.8.2010 kl. 17:30

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæl Helga mín, þetta er nú lesblindan mín. Annars er nú innleggið mitt að þessu sinni að við eigum ekki að vera að draga hingað slaka eða miðlungsskussa erlendis frá og teppa liðin fyrir ungu leikmönnunum sem verið er að byggja upp. Stjarnan hefur verið að koma upp með mjög góða stráka, sem hefðu betur nýtt þetta tækifæri. Auk þess sem verið er að eyða peningum í svona lélega fjárfestingu.

Liðið sem ber af á þessu ári er Breiðablik. Þrátt fyrir tapið á móti Haukum. Breiðablik er að langmestu leiti byggt á leikmönnum sem komu upp yngri flokkana hjá félaginu. Auk þess að spila besta boltann í deildinni. Þetta lið á að gera það sem Breiðablik hefði átt að gera 1983, það er að vinna meistaratitilinn. 

Sigurður Þorsteinsson, 24.8.2010 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband