Hvernig á næsti forseti að vera?

Nú geysast hver spekingurinn fram á eftir öðrum , á Eyjuna, Smuguna, á Vísi, DV og Fréttablaðið, til þess að segja okkur hvernig næsti forseti eigi að vera. Það eru þeir Illugi Jökulsson, Hallgrímur Helgason, Þórólfur Matthíasson, Baldur Kristjánsson, Magnús Björgvinsson, Gísli Baldvinsson,  Ólína Þorvarðardóttir og fullt af fólki úr sömu katagóríu. Fyrst er varfærnisleg lýsing sem getur átt við alla, síðan smá saman kemur forsetinn á að verða hlýðinn, og ef honum verður á að samþykkja ekki allt sem forsetisráðherrann segir  á hann að skrifa tvöhundruð sinnum siðareglur fyrir sjálfan sig. Hann á að  vera með sítt hár, og með brjóst og vera nýbúinn að ala barn. Þá þregist hópurinn verulega. Í lokin fer mann að gruna að þau séu að meina Þóru Arórsdóttur, sem getur nú varla verið því að þessir pennar eru allir í Samfylkingunni, en Þóra reynir sem harðast að sverja það lið af sér.

 Annars sá ég Þóru á RÚV í drottingarviðtali, sem varð einhvern veginn að prisnessuviðtal, því hún var afar óörugg. Hún skildi oft ekki spurningarnar sem fyrir hana voru lagðar og tafsaði. Styrleiki hennar sem fjölmiðlamaður á heimavelli var ekki að skila henni því sem ég átti von á. Eftir að hafa sjálfur bloggað fyrir 2-3 árum um að Þóra gæti orðið áhugaverður forsetafambjóðandi, er ég að fá kalda fætur hvað það varðar. Ég vil meiri þroska og reynslu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Stutt, laggott og kjarni málsins. Mikið hugsar þú ókórrétt!

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 15.6.2012 kl. 04:26

2 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Þóra er best í því að lesa texta af skjá.

Ragnar Gunnlaugsson, 15.6.2012 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband