Óheilindin bitu hana í afturendann

Þegar slitaði upp úr ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, tók við ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms, með stuðningi Framsóknarflokks. Það þótti mikil trúgirni hjá nýjum formanni Framsóknarflokksins Sigmundi Guðlaugssyni að treysta þeim hjúum. Það var ekki fyrr búið að handsala samkomulag milli flokkana fyrr en þau Jóhanna og Steingrímur stungu Sigmund í bakið. Það var öllum ljóst að annað hvort yrðu þessi svik banabiti hjá nýum og óreyndum formanni, eða þetta yrði þeim hjúum dýrkeypt síðar. Það er að koma í bakið á þeim núna. Það er ekkert traust á milli, engar sigur sigur lausnir. Á því ber Jóhanna Sigurðardóttir alla ábyrgð. 

Víða í nágrannaríkjum okkar er meira samstarf milli stjórnar og stjórnaradstöðu. Menn vita hvað sigur sigur samskipti eru. Þessi vinnubrögð eru ekki til staðar hérlendis. Strax eftir hrun vildi Geir Haarde fá Steingrím inn í stjórnina til þess að koma að vísi að þjóðstjórn. Samfylkingin mátti heyra á það minnst að fá kommúnista með sér í stjórn. Nú hafa kommúnistarnir étið upp Samfylkinguna, ekkert eftir af jafnaðarstefnunni. Svo stendur Jóhanna á 17 júni og kvartar yfir eymslum í afturendanum. Eymslum sem hún skóp sér sjálf með óheildinum.


mbl.is „Náð lengra en mig dreymdi um“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Draumfarir hennar eru ekki af hinu góða..

Vilhjálmur Stefánsson, 17.6.2012 kl. 15:29

2 Smámynd: Sólbjörg

Ríkisstjórn Jóhönnu er raunverulegt dæmi um hvernig heimska og fáfræði er böl og þjáðning mannkyns. Þegar hegðun Jóhönnu er skoðuð er ljóst að fylgisystir heimsku er sjálfumgleði og hroki. Núna neitar ríkisstjórnin að skrifa upp á að staðið verði við gefin heit- vita sjálf að þeim er ekki treystandi.

Fyrir næstu þingkosingar ætti það að vera krafa okkar kjósenda að stjórnmálaflokkarnir komi með greinagóða lýsingu um stefnu sína og hvernig þau hyggjast leysa erfið og stór ríkismál með góðum og fullgildum rökstuðningi. Allt innantómt gálfur, orðhengilsháttur og framhjáskautun í svörum verður ekki liðið. Þannig verður hægara um vik að vinsa úr þá sem í raun tilheyra "Sjálfhyggjuflokknum," og munu því ekki verða til neins nýtir hvorki í stjórn eða stjórnarandstöðu.

Sólbjörg, 17.6.2012 kl. 19:19

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

You-tube: Stjórnarmyndun Samfylkingar og VG...

Að vísu er þetta háð, en ekki langt frá sannleikanum. Er eitthvað skrýtið að kjósendur VG treysti ekki ríkisstjórninni, eða stjórnmála-elítunni yfirleitt?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 17.6.2012 kl. 20:48

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Framganga Jóhönnu gagnvart Sigmundi var hrottakapur. Það má vel vera að hún kenni Seingrími um, en hún tók þátt í leiknum. Nú treystir Sigmundir Jóhönnu alls ekki og meira segja kallar hana svikahrapp og lygalaup. Ef hann eigi að taka mark á henni þurfi hann votta að samningum. Þetta sárnar Jóhönnu því framan af sínum pólitíska ferli þótti hún heiðarleg.

Það er ekki rétt að Sigmundur sé bara að hefna. Hvað með samningana við ASÍ og Samtök Atvinnulífsins. Báðir aðilar saka Jóhönnu um óhelindi og að standa ekki við samninga. 

Hvað með heimilin í landinu og að taka á skuldavanda heimilinana? Allir aðilar saka Jóhönnu um hóeilindi. 

 Hvað með skjaldborg um heimilin í landinu? Allir saka Jóhönnu um óheilindi.

Er það furða að forsætisráðherra nýtur ekki lengur  

Sigurður Þorsteinsson, 18.6.2012 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband