Er töfralampinn fundinn?

Fyrir umræður stjórnmálaflokkana í RÚV í kvöld fjallaði Jón Steinsson efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar um þá hættu sem virðist vera í spilunum að óábyrg ríkisstjórn sé mesta hættan í efnahagsmálunum. Að flokkarnir gæfu frá sér loforð sem ekki væri nein innstæða fyrir og enginn möguleiki á að efna. 

Jón fjallaði ekki um loforð síðustu ríkisstjórnar. Þau voru m.a. skjaldborg um heimilin, hraðferð í viðræðunum við ESB, hlífa skyldi þeim sem minnst máttu sín. Ríkisstjórnin lofaði störfum, og fundaði um landið og loforðin voru um þúsundir starfa þegar reyndin var fækkun. 

Vissulega eru flokkarnir nú djarfir í loforðunum. Framsókn teygir sig langt, og eru þegar farnir að draga í land. Aðeins með töfralampanum gegnu loforð Framsóknar upp. En fólkið vill láta blekkja sig. Sjálfstæðisflokkurinn er raunhæfari en hefur gengið illa að koma hugmyndum sínum á framfæri.  VG lofar engu og mun þá standa við það. samfylkingin trúir á að Evran bjargi hlutunum, þrátt fyrir að hún kæmi í fyrsta lagi eftir 10 ár, þangað til veit samfylkingin  ekkert hvað á að gera og eru þá sýnin nákvæmlega eins og hjá Jóhönnu. Björt framtíð er léleg copía af samfylkingunni. Aðrir skipta ekki nokkru mááli. 

Kjósendur virðast trúa á pásasveininn sem komi þá eftir páska. Ef í poka hans eru bara innantóm loforð eykst hættan á hruni umtalsvert. Til þess þarf að fá öflugari og trúverðuglegri aðila en eingöngur ráðgjafa ríkisstjrónarinnar. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það var merkilegt að sjá hve stjórnendur slepptu Guðmundi Steingríms við að svara nema bara rugla fram og til baka, þegar þeir tóku aðra í bakaríið.  Hann slapp með þetta bull fram og til baka, en svaraði nákvæmlega engu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.4.2013 kl. 09:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband