Nýr ESB flokkur gæti tekið yfir samfylkinguna.

Mikill  órói er innan samfylkingaunnar vegna umræðu um stofnun á nýjum ESB flokki. samfylkingin hefur ekki náð vopnum sínum og Árni Páll þykir hafa staðið sig afleitlega. Á sama tíma og einhverjir innan samfylkingarinnar  vona að þessir flokkur verði að veruleika eru fleiri  innan flokksins sem lesa í skoðanakannanir og lesa að þá muni fylgi núverandi samfylkingar ekki ná 5% og því þurrkast út. Þeir eru skelfingu lostnir.  Stuðningsmenn Dags Eggertssonar gera nú allt í því að koma í veg fyrir stofnun nýs flokks. 

Suðnigsmenn Katrínar Jakobsdóttur hjá VG eru heldur ekki kátir, því í ljós kemur að stuðningsmenn  Árna Þórs Sigurðssonar ætla sér inn í hinn nýja flokk, en vilja ekki að Árni fylgi, vegna frammistöðu hans í Sparisjóðsmálinu en hann er sagður hafa selt stofnfjárbréf fyrir milljónatugi sem hann fékk fyrir slikk.

 Sá sem er þó pirraðastur vegna þessa nýja flokks er sjálfur guðfaðir samfylkingarinnar Jón Ásgeir Jóhannesson sem nú sér fram á langan fangelsisdóms vegna núverandi dómsmála. Hingað til hefur hann sloppið en nú sjá menn fyrir sér að falli dómur honum í óhag, gæti Jón Ásgeir fengið rúmlega 10 ára dóm. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki mestar líkur á að hann sæki sitt fylgi til Samfylkingar og Bjartrar framtíðar?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 13.4.2014 kl. 01:01

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Athyglisverður pistill hjá þér í alla staði, Sigurður!

Skv. útreiknuðum spádómi í fréttaskýringu á Visir.is, sem sagt er nánar frá HÉR!, mundi Samfylkingin ekki fá nema 10,8% fylgi, ef ESB-flokkurinn fer fram, og hljóta 7 menn, eins og líka VG fyrir sín 11%, en minnst þessara fengi þó "Björt framtíð", 10,5%, og tækist þó með naumindum að ná 7 þingsætum (stjórnleysingjar pírata fengju hins vegar 6).

Ekki er samt að efa, að Samfómenn í flokknum og fjölmiðlum (Rúv og Bylgjunni/Stöð 2, þar sem er einn aðalfréttamaður sem bauð sig fram til formennsku eða varaformennsku í Samfylkingunni, með litlum árangri reyndar) hafi gengið hart fram í því að reyna að spinna upp spenning fyrir þessum nýja ESB-flokki. En nú hljóta að vera farnar að renna á þá tvær grímur, horfandi upp á, hvernig þeir gjalda þessa sjálfir!

Það er svona þegar menn kunna ekki fótum sínum forráð.

Jón Valur Jensson, 13.4.2014 kl. 02:02

3 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Hefur það farið framhjá mönnum að það eru sjálfstæðismenn sem hugleiða framboðið?

Tryggvi L. Skjaldarson, 13.4.2014 kl. 07:27

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Jú nýr flokkur mun sækja fylgi til allra flokka samkvæmt könnunum og fá samtals um 20% það sem félögum í samfylkingu og Bjartri framtíð kemur mest á óvart að stærri hluti þeirra flokka segist ætla að kjósa nýja flokkinn, heldur en hluti Sjálfstæðismanna. Nýjasta útspilið er hugmyndiin að nýji flokkurinn verði sameining vinstri aflanna, undir stjórn fyrrum Sjálfstæðismanna. Eina leiðin til þess að vinstri menn geti haldist í sama flokknum. Vinstri ESB flokkur undir stjórn Þorsetins Pálssonar eða Benedits Jóhannessonar. Manni verður þó hugsað til ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar hér um árið. Það klofnaði allt saman. Þeir sem ekki skilja söguna, gera alltaf sömu mistökin aftur og aftur.

Sigurður Þorsteinsson, 13.4.2014 kl. 12:14

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Borgaraflokkur Alberts var klofningur út úr Sjálfstæðisflokknum og hlaut 27% fylgi í fyrstu skoðanakönnunum en tók fylgi frá fleiri flokkum, enda með fólk eins og Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur.

En í kosningabaráttunni minnkaði fylgi flokksins jafnt og þétt og varð í lokin aðeins um þriðjungur þess sem það var í upphafi.  

Ómar Ragnarsson, 13.4.2014 kl. 16:12

6 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ómar þar sem þessi nýji flokkur tekur hlutfallslega mest fra samfylkingu og Bjartri frmtíð verður hann að teljast klofningur frá þeim flokkum. Ætti svosem ekki að koma á óvart því er það ekki helst miðjan sem hefur helst tilhneigingu til að bjóða fram klofið?

Sigurður Þorsteinsson, 13.4.2014 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband