Í ofbeldissambandi.

 

Samskipti hins opinberra, ríkis, sveitarfélaga annars vegar og einstaklinga og fyrirtækja hins vegar er oft eins og sambönd fólks. Þau geta verið góð, en þau geta líka verið afar slæm. Þegar þau eru hvað verst eru þessi sambönd hreinræktuð ofbeldissambönd.

Nú í þessum mánuði fer eitt mál vegna samskipta fyrir Hæstarétt. Fyrirtæki þarf að kæra Samgöngustofu fyrir ofbeldissamskipti. Um er að ræða Siglingasvið Samgöngustofu. Fyrsta dómsmál fyrirtækisins vegna vinnubragða Samgöngustofu snérist um að starfsmenn Samgöngustofu tilkynntu meint brot fyrirtækisins til Landhelgisgæslunnar  fyrir að sigla með of marga farþega í Faxaflóa. Landhelgisgæslan fór með varðskip og tók umrætt skip og færði til hafnar. RÚV var kallað til og fjallað var um málið sem stórhættulegt athæfi. Lögreglusjórinn á Höfuðborgarsvæðinu höfðaði mál gegn skipstjóra skipsins. Dæmt var í málinu og skipstjórinn sýknaður. Í  ljós kom að starfsmenn Samgöngustofu höfðu skilgreint ,,sér svæði“ þar sem þeir vildu að skipið fengi að sigla á innan Faxaflóahafnar, en slík takmörkun hafði bara enga lagastoð. Þetta er svona eins og einstakir lögreglumenn myndi ákveða að taka einhvern bílstjóra, og sekta hann fyrir að aka á 50 kílómetra hraða, þar sem 60 kílómetra hraði væri leyfilegur, sem geðþóttaákvörðun. Embætti Lögreglustjórans á Höfuðborgarsvæðinu ákváðu  að sætta sig við dóminn og áfrýja ekki.  Þessi dómsniðurstaða hafði engin áhrif á Samgöngustofu, né Landhelgisgæsluna sem, töldu sig ekki bundna af þessari dómsniðurstöðu og  héldu áfram að taka viðkomandi skip. Fjölmiðlamenn RÚV komu síðan og sýndu aftur ,,meintan glæp“ í beinni. Aðgerðir sem olli fyrirtækinu umtalsverðu tjóni. 

Aðalágreiningur Samgöngustofu og fyrirtækisins í stuttu máli er sú að á meðan byggingu skipsins stóð, breyttist alþjóðleg reglugerð gerð skipa. Bygging skipa tekur oft 3 til 5 ár. Í svona tilfellum gildir sú reglugerð þegar kjölur skipsins var lagður, þ.e. í byrjun byggingartímans. Umrætt skip ætti þess vegna að flokkast sem ,,gamalt skip" rétt eins og flest öll farþegaskip á Íslandi, og kröfur gerðar til skipsins miðað við gömlu reglugerðina.  Samgöngustofa vill hins vegar að þetta tiltekna skip verði flokkað eftir nýju reglugerðinni, sem það stenst að sjálfsögðu ekki, nokkra skoðun. Þegar skipið fékk fyrst bráðabirgða haffæriskírteini fyrir siglingu til landsins frá Mexíkó var það  skráð sem  ,,nýtt skip“. Nýir eigendur kaupa síðan skipið og sækja um rétta skráningu fyrir skipið sem nota átti í  hvalaskoðunar og norðurljósasiglingar. Slíkar leiðréttingar hafa oft verið gerðar hérlendis og erlendis. Samgöngustofa neitaði hins vegar og  hefur málið tekið rúm 5 ár. Í sumar féll síðan dómur í Landsrétti og þar kemur fram að Samgöngustofa hefur ekki kannað smíðasögu skipsins hjá viðkomandi skipasmíðastöð, og hefur ekki einu sinni haft samband við skipasmíðastöðina þrátt fyrir að fá allar  upplýsingar um síma og netfang. Niðurstaða Landsdóms er afgerandi. Samskipti Samsögustofu og fyrirtækisins höfðu verið kærð sem Stjórnsýslubrot til Innviðaráðuneytisins. Niðurstaða Innviðaráðuneytisins sagði að ekkert væri athugavert við samskiptin. Landsréttur var á öðru máli og felldi úrskurð Innviðaráðuneytisins úr gildi.

Í Stjórnsýslulögum er sett á opinbera aðila þá skylda að rannsaka mál áður en þeir taka ákvörðun. Í þessu dæmi hefði Samgöngustofa átt að leita eftir staðfestingu frá skipasmíðastöðinni hvenær kjölur varlagður.  smíði skipsins. Þ.e. hvenær var kjölur lagður. Slíkt hefði átt að gera með því að fá skipasmíðaskírteini frá skipasmíðastöð skipsins . slíkt skírteini hefur Samgöngustofa fengið en  ákveður að taka ekki mark á því. Fyrir það fær Samgöngustofa ákúru frá Landsrétti. Þegar hafa mál fallið í Hæstarétti þar sem mikilvægi þess að opinberir aðilar virði Stjórnsýslulögin og virði rannsóknarskildu sína. Um það fjallar Hæstiréttur aftur nú í næstu viku.

Í þessu máli hafa margir aðilar í stjórnkerfinu brugðist. Samgöngustofa, Innviðaráðuneytið, fjölmiðlar og Samgöngunefnd Alþingis. Það er óásættanlegt að samskipti opinberra aðila við einkaaðila og fyrirtæki séu byggð á grófu ofbeldi. Það býr ekki til gott samfélag.

Hér má sjá nánar fjallað um málin það sem þetta fyrirtæki hefur þurft að fara í gegnum í samskiptum við opinbera aðila. 

 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband