Skipta lögin einhverju máli?

 

Gróf valdbeiting á sér víða stað í þjóðfélaginu. Inn á heimilunum en líka í samskiptum einstaklinga, félaga og stofnana í þjóðfélaginu. Til þess að verja brotaþola setur Alþingi lög. Þrátt fyrir það getur valdbeiting átt sér stað í langan tíma, stundum mörg ár áður en hægt er að stöðva athæfið sem oft á tíðum verður vart kallað annað er ofbeldi.

Þessa dagana er verið að taka á tveimur slíkum málum.

Annað er málefni Biskups.

Fyrrverandi biskup tekur þá ákvörðun að láta undirmann sinn framlengja ráðningarsamning sinn, sem á sér enga lagastoð. Í starfi er hún sökuð um misbeitingu valds á mjög grófan hátt. Áfrýjunarnefnd Kirkjunnar hefur fellt sinn dóm, og þeim dómi verður ekki áfrýjað. Ljóst að framgagna  biskups mun kalla á málaferli þar sem brotaþolar munu sækja rétt sinn. Meint misbeiting valds hefur staðið í langan tíma, nokkrir þolendur og meintur gerandi er sjálfur biskup og nokkrir fylgifiskar hennar.

Hitt dæmið varðar meinta grófa valdníðslu Samgöngustofu, nánar sagt Siglingasviðs Samgöngustofu. Þegar skip er skráð hjá Samgöngustofu er hægt að gera það miðað við þegar skipið fær haffærisskírteini og þá er skipið fullklárað, eða þegar smíði skips fer á stað og þá er talað um þegar kjölur er lagður á skipi. Þetta getur skipt máli ef reglugerðarbreytingar verða á meðan smíðum skips stendur. Í þessu tilfelli hófst smíði skips 1999, en svo verður reglugerðarbreyting í ársbyrjun 2001. Smíði skipsins lýkur síðan 2003. Samgöngustofa flokkar glæsilegasta farþegaskips landsins eftir nýju reglugerðinni, sem skemmtibát sem má flytja 12 farþega þegar farið er út fyrir Faxaflóahöfn, í stað þess að flokka skipið rétt skráð sem farþegaskip en það var flutt inn sem slíkt, sem má flytja 120 farþega þegar farið er út fyrir Faxaflóahöfn. 

Samkvæmt Stjórnsýslulögum, sem fjalla um samskipti opinberra aðila annars vegar og einstaklinga og fyrirtækja hins vegar er tilgreind Rannsóknarreglan: ,,Stjórnvald skal sjá til þess að mál sé nægjanlega upplýst áður en ákvörðun er tekin í því“.

Í þessu tilfelli þarf Samgöngustofa að fá staðfestingu á hvenær kjölur er lagður á skipinu.  Skipasmíðastöð skipsins er eini aðilinn sem getur gefið út skipasmíðaskíteini  þar sem m.a. fram kemur hvenær kjölur skipsins var lagður. Samgöngustofa fékk nafn, símanúmer, netfang ofl upplýsingar skipasmíðastöðvarinnar og síðan skipasmíðaskírteini skipsins. Fyrir dómi kom framkvæmastjóri skipasmíðastöðvarinnar og sagði að skírteini það sem Samgöngustofa hafði undir höndum væri unnið af honum. Hann fullyrti að Samgöngustofa hafi aldrei leitað til þeirra, hvorki símleiðis eða skriflega.

Hins vegar hafði Samgöngustofa samband við sendiráðsritara Mexíkó í London, og fékk hjá honum tvær yfirlýsingar sem sögðu að annars vegar hefði smíði skipsins sem 40 metra langt, hafi tekið 27 daga og hins vegar 4 mánuði. Skipaverkfræðistofa hérlendis taldi fráleitt að smíði skips tæki minna en 3-4 ár. Fyrir dómi kom í ljós á bak við yfirlýsingar sendiráðsritarans um smíði skipsins voru engin gögn, ekkert! Hvergi í heiminum eru sendiráðsritarar látnir gefa út skipasmíðaskírteini!

Þetta mál hefur tekið 5 ár. Í Landsrétti kom fram að Samgöngustofa hefði ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni og nú er búið að taka málið fyrir í Hæstarétti sem sjálfsagt skýrir betur hvernig opinberir aðilar eig að sinna rannsóknarskildu sinni. Samgöngustofa mun eiga von fleiri málaferlum vegna annarra mála, þar sem valdi hefur verið misbeitt.

Á bak við svona mál eru fjölskyldur, þ.m.t. börn. Mörg hjónabönd rofna hjá þolendum í svona málum, önnur halda en bogna. Það er mikilvægt að lögin séu til staðar, en margra ára barátta stafar m.a. af því að gott fólk grípur ekki inní þegar ofbeldið á sér stað. Ábyrgð þessa fólks er mikil, með aðkomu þeirra væri óþverrahátturinn minni og stundum gæti inngrip komið í veg fyrir mjög  vonda hluti. Þetta fólk ætti að setja sig inn í hlutina og athuga þá lagaumgjörð sem viðkomandi starfsemi býr við. Síðan er þetta oft spurning um kjark. Það sem uppúr stendur er að lögin skipta svo sannarlega máli. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Eini áhugi Elítunnar á lögum, er misbeiting þeirra á Lýðnum sem sjálfur les engin. Fullsannað ástand.

Bestu kveðjur.

Guðjón E. Hreinberg, 24.10.2023 kl. 14:04

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Nú eru sjálfsagt einhverjar elítur sem ég ekki þekki. Aðalatriðið er að vinnandi fólk og lítil fyrirtæki séu sem best varinn gegn ofbeldi kerfissins. Miðað við það sem ég þekki, þá eru ofbeldisaðilarnir ekki tengdir neinum stjórnmálaöflum, heldur fyrst og fremst fólk sem misfer með vald. Við sem komum að málum, þurfum að standa í lappirnar. Samsæriskenningar eru til lítils. 

Sigurður Þorsteinsson, 24.10.2023 kl. 21:48

3 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Það er bara til ein elíta, og hún er hluti Elítunnar. Án samsæriskenninga munum við aldrei finna út hluti eða geta skammað valdið.

Bestu kveðjur.

Guðjón E. Hreinberg, 25.10.2023 kl. 14:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband