Hvað viljum við taka á móti mörgum?

Það fer ekkert á milli mála að það er mikil undiralda í þjóðfélaginu vegna pólitískra flóttamanna. Hvað viljum við að taka á móti mörgum og hvernig eigum við að sinna þeim. Grófur kostnaður vegna þessa málaflokks er orðinn yfir 30 milljarða og ef heldur áfram sem horfir, gæti kostnaður vegna pólitískra flóttamanna gæti farið umfram það sem heilbrigðiserkerfið kostar árlega. Er þetta ætlun fólksins í landinu eða tiltölulega fámenns sértrúarhóps?

Á sama tíma og fram kemur mikil óánægja vegna álags á innviðum vegna þessa, eru þessir pólitísku flóttamenn óánægðir hvernig á móti þeim er tekið td. með íslenskukennslu. Í Silfrinu 12 febrúar er kallað til þriggja aðila til viðræðna. Sakna þess að Kjartan Kjartansson var ekki spurður um álagið í Reykjasessbæ, en hann hefur áður verið harðorður vegna ástandsins í bæjarfélaginu vegna pólitískra flóttamanna. Nágranni hans úr Grindavík fylgir flokkslínu sinni úr Samfylkingunni og vill sem flesta pólitíska flóttamenn. Það gerði skoðanabróðir hans stjórnmálafræðingurinn Eiríkur Bergmann líka og kallar alla sem ekki eru skoðanabræður hans populista. Minnist þess þegar Ólafur Ragnar Grímsson kenndi mér stjórnmálafræði, hann var aldrei með áróður og lagði upp úr að virða hlutleysi í kennslu sinni. Til þess að gera slíkt þarf hins vegar mikla greind sem Eiríkur nýtur ekki. Verra er þegar hann heldur því fram að hingað komi ekkert fleiri flóttamenn en til nágrannalanda sinna. RÚV hlýtur að geta leitað til stjórnmálafræðinga á hærra getustigi. 

Þetta er tilvalið mál til þess að bera undir þjóðina hvað hún vill gera varðandi innflytjendamál. 

U

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband