Hvað viljum við taka á móti mörgum?

Það fer ekkert á milli mála að það er mikil undiralda í þjóðfélaginu vegna pólitískra flóttamanna. Hvað viljum við að taka á móti mörgum og hvernig eigum við að sinna þeim. Grófur kostnaður vegna þessa málaflokks er orðinn yfir 30 milljarða og ef heldur áfram sem horfir, gæti kostnaður vegna pólitískra flóttamanna gæti farið umfram það sem heilbrigðiserkerfið kostar árlega. Er þetta ætlun fólksins í landinu eða tiltölulega fámenns sértrúarhóps?

Á sama tíma og fram kemur mikil óánægja vegna álags á innviðum vegna þessa, eru þessir pólitísku flóttamenn óánægðir hvernig á móti þeim er tekið td. með íslenskukennslu. Í Silfrinu 12 febrúar er kallað til þriggja aðila til viðræðna. Sakna þess að Kjartan Kjartansson var ekki spurður um álagið í Reykjasessbæ, en hann hefur áður verið harðorður vegna ástandsins í bæjarfélaginu vegna pólitískra flóttamanna. Nágranni hans úr Grindavík fylgir flokkslínu sinni úr Samfylkingunni og vill sem flesta pólitíska flóttamenn. Það gerði skoðanabróðir hans stjórnmálafræðingurinn Eiríkur Bergmann líka og kallar alla sem ekki eru skoðanabræður hans populista. Minnist þess þegar Ólafur Ragnar Grímsson kenndi mér stjórnmálafræði, hann var aldrei með áróður og lagði upp úr að virða hlutleysi í kennslu sinni. Til þess að gera slíkt þarf hins vegar mikla greind sem Eiríkur nýtur ekki. Verra er þegar hann heldur því fram að hingað komi ekkert fleiri flóttamenn en til nágrannalanda sinna. RÚV hlýtur að geta leitað til stjórnmálafræðinga á hærra getustigi. 

Þetta er tilvalið mál til þess að bera undir þjóðina hvað hún vill gera varðandi innflytjendamál. 

U

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Það væri merkilegt ef Kristrún kæmist upp með í gegnum Alþingiskosningar að vera ekki með neina stefnu um hælisleitendur
Að horfa til mannúðar er það sama og að segja að allir sem vilja eigi að fá að koma - hrein No Boarder stefna sama hvað Eiríki finnst

Annars er það synd að verið sé að kljúfa þessa litlu þjóð niður í tvær fylkingar og ég kenni þar öskuröpunum um sem úthúða og ofsækja alla sem ekki hoppa þegar þeir öskra
Mótmælin minna mann helst á myndbönd frá tíma Hitlers enda maðurinn sennilega frægasti öskurapi allra tíma.

Grímur Kjartansson, 13.2.2024 kl. 15:15

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

´Grímur hárrétt. Þegar stjornmálamenn taka afstöðu geta Eor att það á hættu að missa einhver atkvæði. Kristrún ákvað líka að styðja sameiinglet átak stjórnmálaflokkanna í málefnum Gríndavíkur með skilyrðum. 

Sigurður Þorsteinsson, 13.2.2024 kl. 16:29

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

"RÚV hlýtur að geta leitað til stjórnmálafræðinga á hærra getustigi."

RÚV er aðal-áróðursvélin fyrir þá hugmynd að fá sem flesta flóttamenn, og á helst að þeir kosti sem mest og skili engu af sér.

Ásgrímur Hartmannsson, 13.2.2024 kl. 17:11

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ásgrímur þú ert ekki einn um þá skoðun að RÚV sé orðið eins og áróðursvél. Æ fleiri spyrja sig um tilvistarrétt þegar hluti starfsmanna notar RUV eins og golfmottu, virða stefnu um hlutleysi ekki viðlits. 

Það er hins vegar alveg rétt þegar Eiríkur segir að margir þeir sem eru að sækja um pólitískt hæli séu ekki að sækja um á réttum forsendum. Svo kemur hann með sína pólitísku skoðun hælisumsækjendum sé ,,ýtt" til að fara þessa leið. Annars komist þeir ekki inn í landið. Lausnin átti bara að vera sú að hleypa fleirum inn í landið. Stefna No Borders. 

Sigurður Þorsteinsson, 14.2.2024 kl. 05:59

5 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Mín hugsun gengur út á það að leyfa einungis kvótaflóttamenn eins og var hér í den. Það mætti bara auka kvótann. Enga hælisleitendur. Þannig tryggjum við að fólkið sem mesta þörf hefur fái að koma en frekjurnar ekki.

Jósef Smári Ásmundsson, 14.2.2024 kl. 12:00

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hæ! Sigurður gott að þú hreyfir þessu sjóðheita máli þannig að enginn getur mótmælt án þess að vera virkilega óréttlátur..Hlustaði á mann hneisklast á Eiríki Bergmann nefna hversu margir hælisleitendur væru hér og bætti við en 50.þús.Íslendingar eru búsettir erlendis. ef ég man rétt er Eiríkur "próffi" og leggur þetta að jöfnu; ÓMÆ! Já Ólafur er greindur í meira lagi, skröfuðum oft saman á balanum heima,þar sem afi hans og amma bjuggu í næsta húsi heimilins míns; hann var 4 ára og ég 8 ég kaus stráksa til forseta eins og fleiri.  

Helga Kristjánsdóttir, 14.2.2024 kl. 19:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband