Skyr í boði VG

Það var ekki mikil ánægja í herbúðum VG þegar þeir fréttu að starfsmönnum og gestum á kosningaskrifstofum hinna framboðanna, hafi verið boðið upp á frítt skyr. Forráðamenn voru að undirbúa blaðamannafund til þess að mótmæla því að VG hefði verið skilið útúndan í þessum matargjöfum, þegar viðbótarupplýsingar sögðu að skyrir hafi verið grænt. Það skýrði ýmislegt. Grímuliðið úr búsáhaldabyltingunni hefur sérstakt dálæti á grænu skyri.

Það verður sannarlega spennandi hverning ungliðastarfið verður byggt upp í framtíðinni. Í stað þess að fara yfir hugmyndafræði, þá er liðið þjálfað í uppákomum og frasagerð. Það þarf ekki að bíða næstu kosninga til þess að nýta sér þjálfunina. Það kæmi ekki á óvart að það færi að hitan í kolunum strax næsta haust.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Ég sá þessa frétt á ruv.is

"Lýsa skyrárás á hendur sér"

"Í tilkynningu sem sögð er vera frá Sambandi róttækra jafnaðarmanna segir: Samfylkingin brást jafnaðarmönnum um allan heim með því að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og með því að slíta ekki stjórnarsamstarfinu fyrir daga Búsáhaldabyltingarinnar. Það er ekki hægt að taka mark á Jafnaðarmannaflokki sem vinnur svona náið með hægri flokki. Við köllum eftir nýrri Samfylkingu sannra, róttækra jafnaðarmanna og lýsum yfir hatrammri áframhaldandi baráttu gegn Samfylkingunni og valdapoti hennar. Við gerðum ekki byltingu til þess að vera áfram höfð að fíflum."

http://ruv.is:80/heim/frettir/frett/store64/item261235/

Ég sá ekki betur en að þeir sem að mótmæltu komu úr öllum flokkum.

Andrés Kristjánsson, 22.4.2009 kl. 00:18

2 Smámynd: Anna Guðný

Nú spyr sá sem ekki veit, Rótækir jafnaðarmenn, eru það ekki bara VG?

Anna Guðný , 22.4.2009 kl. 08:59

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Heil og sæl Anna Guðný

Vinstri armur Samfylkingarinnar eru þeir sem flestir komu úr Alþýðubandalaginu gamla og ákveðinn hluti þeirra myndu flokka sig sem sósíalista. Í VG fóru nokkur hluti þessa hóps, en í VG eru líka fólk sem staðsetur sig sem umhverfissinna. Í þessari ríkisstjórn þá er Jóhanna talin vera í vinstri armi flokksins þannig að ríkisstjórnin er sannarlega vinstri stjórn. Róttækir jafnaðarmenn eru að öllum líkindum ungt fólk sem talar um aukið lýðæði, en hefur engan áhuga að hlusta á aðrar skoðanir en það sjálft hefur. Upplifun mín er að það er tilbúið að brjóta lögin til þess að vekja athygli á skoðunum sínum.

Sigurður Þorsteinsson, 22.4.2009 kl. 09:31

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Nei, nei, VG myndu aldrei skvetta þjóðlegu íslensku skyri. Þeir eru nú einu sinni bændaflokkur.

Finnur Bárðarson, 22.4.2009 kl. 16:50

5 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Erfiður andardráttur. Hef hvergi séð lista yfir þá sem gáfu skyrið á kosningaskrifstofurnar. Þar sem VG var útundan dró ég þá ályktun að þaðan kæmi liðið. Í ljósi þess að ,, þeir sletta skyrinu sem eiga það".

Sigurður Þorsteinsson, 22.4.2009 kl. 19:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband