Ný fjölmiðlalög

Fljótlega tekur sumarþing við, en það er í raun stórfurðulegt að Alþingi Íslendinga skuli ekki vera eins og aðrir vinnustaðir, þar sem unnið er a.m.k. tíu og hálfur mánuður. Þetta fyrirkomulag er arfleifð þess að á þingi sátu fjöldi bænda, sem þurftu að sinna vor og sumarverkunum.

Á sumarþingi þarf að taka á efnahagsmálunum, sem er forgangsverkefni, en einnig er mjög brýnt að taka á íslenskri fjölmiðlun. Steingrímur gagnrýndi fjölmiðamenn réttilega, þar sem þeir ásamt völdum álitsgjöfum sem eru verulega hallir undir Evrópuaðild. Steingrímur kallaði þetta elítu sem væri komin talsvert frá grasrótinni. Skoðanakannanir hefðu sýnt að meirihluti þjóðarinnar telji ekki að við náum ásættanlegum samningum við ESB. Það er annað sem farið hefur mjög hljótt í þessari kosningabaráttu en það eru meint áhrif Jóns Ásgeirs Jóhannessonar á svokallað styrkjamál. Á Eyjunni kom fram í óstaðfestum fréttum að það hafi ekki verið tilviljum að skúbbið um styrkina hafi komið á Stöð 2. Hefnd Jóns gagnvart Sjálfstæðisflokknum. Hvar í öðru ríki teldist það eðlilegt að einn af útrásarvíkingunum ætti Stöð 2, Fréttablaðið og DV og þar að auki að þessir miðlar hefðu verið beitt í kosningabaráttunni. Hvað hefði heyrst í Jóhönnu eða Steingrími ef þessum miðlum hefði verið beitt gegn flokkum þeirra.

Þegar fjölmiðlafrumvarpið kom fram síðast kom fram hjá þingmönnum allra flokka að eignaraðild eins aðila á fjölmiðlum eins og í tilfelli Fréttablaðsins, DV og Stöð 2 væri óæskileg og óeðlileg. Nú þarf að taka málið upp að nýju.


mbl.is Elítan vill í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Hér er enn einn snertiflötur á milli VG og Sjálfstæðisflokksins. Tillaga mín um Fullveldisstjórn Sjálfstæðisflokks, VG og Framsóknar er að fá byr í seglin.

Loftur Altice Þorsteinsson, 26.4.2009 kl. 21:43

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Loftur ég held að það sé nú þegar búið að semja um vinstri ríkisstjórn. Held að þessi ríkisstjórn muni eiga mjög erfitt hlutverk fyrir höndum, sérstaklega vegna þess að málin voru ekki tekin fyrir í þessari kosningabaráttu.

Sigurður Þorsteinsson, 26.4.2009 kl. 22:10

3 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Það er rétt Sigurður að vinstri ríkisstjórn er meira en líkleg. Hins vegar er spurningin hvort hún endist alla þá 12 mánuði sem ég hef gefið henni líf hið mesta.

Hamagangurinn í Jóhönnu er slíkur, að ég er alls ekki viss um að stjórnin verði starfhæf. Jóhanna verður að gefa allt eftir varðandi ESB og hún fær í mesta lagi ógreinileg loforð. Steingrímur er ekki neinn Hjólasveinn og hann ætlar sér stærri flokk. Til þess þarf hann tíðar kosningar. Eiga þessir flokkar nokkuð sameiginlegt nema gömlu klisjuna "vinstri flokkur" ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 26.4.2009 kl. 22:46

4 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Fullkomlega sammála þér Siggi. Það þarf að gera Alþingi að "venjulegum" vinnustað. Nú er held ég 1 bóndi á þingi og þá þarf ekki lengur að taka tillit til heyanna o.fl. sveitastarfa. Það þarf að nútímavæða þingið. Og já upp með fjölmiðlalögin að nýju.

Guðmundur St Ragnarsson, 27.4.2009 kl. 01:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband