Spíralstjórnun

Fyrir mörgum árum sat ég í tímum hjá Gylfa Þ. Gíslasyni sem var viðskiptaráðherra frá 1958 til 1971, auk þess að vera menntamálaráðherra meginþorra af þeim tíma. Gylfi fjallaði um verðbólguþróun og sýndi okkur fram á spíral sem ekki væri hægt að stöðva. Verðbólguhraðinn á Íslandi var kominn vel yfir 100%. Ég spurði Gylfa hvort ekki væri hægt að ná samkomulagi milli verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda til þess að stöðva þennan spíral. Gylfi taldi það ómögulegt. Við tókumst á um þetta í nokkrar mínútur. Gylfa þótti afar vont, ef nemendur hans væru ósáttir og því áttum við langt spjall eftir fyrirlesturinn og urðum í lokin sáttir um að vera ósammála. Tveimur árum síðar var ég í flugvél á leið til Kaupmannahafnar, þá kemur Gylfi eftir ganginum í vélinni til mín og segir: ,,Þú hafðir þá rétt fyrir þér eftir allt saman". Þá hafði verið gerð þjóðarsátt og við áttum langt spjall um ,,það ómögulega" í efnahagstjórn. Ég kom hvergi nálægt þessari þjóðarsátt, en hugmyndir um lausnir kvikna þegar þeirra er þörf, oft hjá mörgum aðilum.

Þær aðstæður sem við vorum í þá voru leystar með því að við lyftum okkur yfir flokkapólitíkina, með mönnum eins og Guðmundi Jaka og Einari Oddi, auk fullt af öðrum úrvalsmönnum sem höfðu þann stórhug að láta hagsmuni almennings ráða fremur en flokkspólitískar skylmingar.

Við erum í einskonar pattstöðu nú. Ríkjandi vinstri ríkisstjórn sem þurfti að olnboga sig til valda. Framsóknarflokkurinn sem ætlaði sér í vinstri stjórn, sýndi frumkvæði með því að styðja minnihlutastjórn en fékk aðeins ónot fyrir. Sérstaklega er stirt á milli Framsóknar og Samfylkingar og traustið ekkert. Vinstri Grænir tóku þann pólinn að kenna Sjálfstæðisflokknum um efnahagshrunið, líka heimskreppuna,og Samfylkingin lagði áherslu á þann hluta styrkjamálsins sem snéri að Sjálfstæðisflokknum, á sama tíma og vera sjálf í slæmum málum, en tókst að fela það fram yfir kosningar. Traust á milli stjórnarflokkanna og stjórnarandstöðunnar er því mjög lítið og erfit að sjá að milli þessara aðila náist samstarf. Lausn á milli samtaka atvinnulífsins og verkalýðshreyfingarinnar virðist heldur ekki í sjónmáli. 

Spírall verðbólgunnar sem var að kollkeyra efahagslífinu á árum áður, er ekki að þjá okkur nú. Heldur spírall verðhjöðnunar, atvinnuleysis og gjaldþrota. Ástandið er slæmt þegar stjórnvöld viðurkenna ekki einu sinni verðhjöðnunina. Guðmundur Jaki og Einar Oddur notuðu nýja hugsun við áður óþekktar aðstæður og komu með lausn sem skilaði okkur miklum árangri. Auðvitað voru þeir ekki einir og eflaust hafa þeir haft góð teymi. Ef ég man rétt var Ásmundur Stefánsson kominn til starfa og hefur örugglega þá skilað sínu. Þeim spíral sem við nú erum í verður ekki stjórnað nema með gjörbreyttum aðferðum. Annað hvort verður það gert með vinnu nú, eða eftir nýja búsáhaldabyltingu í haust.


mbl.is Takmarka ábyrgð vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð grein hjá þér og því miður sönn að mörgu leiti. Ég las klausu eftir Elsíabetu þingmann úr borgarahreyfingunni þar sem hún var að segja hvernig Framsóknarflokkurinn og líka Sjálfstæðisflokkur gerðu allt til að eyðileggja sem mest fyrir stjórnarflokkunum, koma með eitthvert skítkast í pontu og hlægja svo á eftir vitandi það að fá fyrir þetta fyrirsögn í einhverju dagblaðanna, og á meðan blæðir þjóðinni. Mér finnst að menn eigi að leggja stríðsöxinni og Framsókn og Sjálfstæðisflokkur verða sætta sig við að þeir eru ekki í ríkisstjórn lengur, og reyndar löngu komin tími til að hvíla þessa flokka, ekki holt lýðræðinu að það sé alltaf sama fólkið sem ræður. Mér líður í fyrsta skiptið eins og núna sé komin stjórn sem hugsar ekki bara um það að hygla vinum sínum og kipta á milli sínum gæðum þjóðarinna, og þeir sem eru hollvinir Sjálfstæðismanna eða Framsóknarmanna þurfa spyrja sig hvort þeim finnist það í lagi að styðja flokka sem ríghalda í óréttlæti eins og kvótakerfið, fóru í stríð við Írak og gáfu bankana til vina og vandamanna. Hvað fær fólk til að styðja svona lagað? Ég skil það ekki. Varðandi styrkina þá get ég alveg upplýst það að ég hefði hætt við að kjósa Samf. ef þessar upplýsingar hefðu komið fram fyrir kosningar og er ég ekkert ánægður með framvinduna, en bíð einig á sama tíma spenntur eftir því að Sjálfstæðis og Framsóknarflokkur opni sitt bókhald. Það verður ljóti ósóminn, það er ég sannfærður um. Fyrst Geir Haarde fannst allt í lagi að taka á móti svona peningaupphæð eins og hann gerði eftir að búið var að leggja fram lög þess efnis að ekki ætti að taka við svona upphæðum, heldur þá fólk að þessi sami maður hafi hikað við að taka við svona upphæð áður en lögin voru lögð fram, t.d. á árunum 1999-2005? Fólki virðist ekki kyppa sér upp við óheiðarleikan og fjórðungur þjóðarinnar kaus svo þennan sama flokk. Hvað gerir það að verkum að fólk, jafnvel sómasamt og heiðarlegt fólk leggur lag sitt við slíkan óheiðarleika? Ég fatta það ekki.

Valsól (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 10:51

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Skrítinn pitill atarna. Það eina sem eftir stendur þegar ,,þjóðarsáttarhagfræði" úrvalsmannana er gerð upp, er stóraukinn ójöfnuður og arðrán sem lauk með efnahagshruni. Verkafólk bar ekkert úr bítum annað en klapp á kollinn frá valdastéttinni fyrir að taka að sér bera byrðarnar.

Þú segir að VG hafi tekið þann pól í hæðina að kenna Sjálfstæðisflokknum um efnhagshrunið og heimskreppuna. Þetta er undarleg kenning þar sem það liggur fyrir að efnahagshrunið er afleiðing af stjórnarstefnu Sjálfstæðisflokksins, rétt eins og heimskreppan er bein afleiðing stjórmálastefnu sjálfstæðisflokka heimsins, kapítalismanum. 

Jóhannes Ragnarsson, 31.5.2009 kl. 11:10

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Valsól þegar við skoðum ákvörðum um stuðning við innrás í Írak, ákvörðun tekin af tveimur mönnum Davíð Oddssyni og Halldóri Ásgrímssyni þá sjáum við að valdið hefur verið komið í of fáar hendur. Slík ákvörðun á skilyrðislaust að fara fyrir Alþingi. Lýðræðisleg aðhald með stjórnmálamönnum er algjör nauðsyn og þar höfum við kjósendur og stuðningsmenn flokkanna einnig brugðist. Á tímabili þótti það ekki viðeigandi að tjá skoðanir sínar.

Verkefnin nú eru hins vegar að koma þjóðinni í gegnum kreppuna og í þeim málum mætti vera markvissara starf.

Jóhannes ef ég á að velja á milli kommúnismans úr austri og markaðsbúskaparins, þá vel ég markaðsbúskapinn. Fullkominn? Nei ekki frekar en lýðræðið. Svo er að vinna á þeim agnúum sem fylgir markaðsbúskapnum og skapa samfélag sem stuðlar að mestum lífsgæðum þegnanna.

Sigurður Þorsteinsson, 31.5.2009 kl. 16:24

4 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Af hverju stilla því þannig upp að val sé á milli annaðhvort kommúnisma eða kapítalisma? Af hverju í ósköpun að velja milli tveggja öfgastefna? Ég heyri þessu oft slegið fram, og pirrar mig svolítið,  sérstaklega þegar hagrfæðingar úr "virtum skólum" eru að tala í fjölmiðli. Ég veit ekki betur en að velgengni Norðurlandþjóða sé að velja stefnu milli þessar tveggja skerja. og sker er réttnefni.

Ólafur Þórðarson, 31.5.2009 kl. 20:00

5 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Veffari. Í kommúnisma eru framleiðslutækin almennt í eign ríkisins, en í kapítalisma eru þau almennt í eigu einstaklinga eða fyrirtækja þeirra. Í kommúnisma er verð á vöru, þjónustu, launum og vöxtum yfirleitt ákveðið af opinberum aðilum, en í kapítalisma er markaðsbúskapur, þar sem veriðið ákvarðast af framboði og eftirspurn.

Víða er um svokallað blandað hagkerfi þar sem opinber rekstur og einkarekstur fer saman og á flestum sviðum gildir markaðsbúskapur. Dæmi um þetta er á Norðurlöndum. Blandað hagkerfi telst yfirleitt sem eitt form af kapítalisma.

Yfirleitt aðhyllast vesturlandabúar fremur kapítalisma þar sem í því kerfi er meiri hvati og samanburður á afkomu almennings, er hagstæðari til lengri tíma litið.

Á Íslandi nú er nú talið að milli 80-90% af atvinnustarfsemi sé í opinberri eigu, en samt er markaðsbúskapur. Helsta ástæða þess er að á undanförnum árum hefur frelsi í atvinnulífinu verið aukið, en í ekki var gætt að svokölluðum markaðsbrestum, sem óvandaðir aðilar í atvinnurekstri nýttu sér á kostnað heildarinnar.

Núverandi ríkisstjórn virðist hafa valið þá stefnu að verja frekar störf hjá ríkinu, fremur en störf í einkageiranum, þannig að ef stefnir sem horfir, gæti orðið enn meira  í einkarekstri á Íslandi.

Framtíðin mun örugglega vera blandað hagkerfi, þar sem frelsið er nýtt eins og möguleiki er á, en með meira regluverki en verið hefur. Meginþorri Íslendinga vill hafa gott velferðarkerfi og öryggisnet, en til þess þarf einkaframtakið einnig að leggja inn atvinnu, frumkvæði og fjármagn.

Sigurður Þorsteinsson, 31.5.2009 kl. 21:03

6 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Algjörlega sammála höfundi pistils og athugasemdum hans.

Maður vonar einhvernvegin að þeim hráskinnaleik, sem einkennt hefur störf Alþingis í vetur og kannski undanfarin ár muni brátt linna. Þinginu og ríkisstjórninni ber skylda til að taka af alvöru á málum.

Vitanlega er mál málanna að byrja að leysa úr þeirri flækju sem efnahagsmálin eru í hér á landi. Að mínu mati - og eftir því sem skoðanakannanir segja er almenningu samþykkur mér auk meirihluta Alþingis - gæti aðild Íslendinga að ESB verið hluti þeirrar lausnar. Þetta verða andstæðingar viðræðna að virða.

Veffari:

Vitanlega er fjöldinn allur af sjálfstæðismönnum ekki sáttur við stefnu flokksins undanfarin ár, styrkjamálin, frammistöðu ríkisstjórnarinnar á undanförnum árum og í haust og síðan eru sumir hægri menn óánægðir með afstöðu flokksins til aðildarviðræðna við ESB, t.d. ég sjálfur o.s.frv.

Það breytir hins vegar ekki grundvallarafstöðu fólks til stjórnmála. Þannig er ég hægri maður og aðhyllist "auðhyggju" af undirtegundinni "blandað hagkerfi"! Ég er hins vegar ekki jafnaðarmaður í eðli mínu, þótt ég aðhyllist velferðarkerfi, sem á þó að mínu mati ekki að breytast úr "öryggisneti" í "hengirúm", líkt og víða hefur gerst á Norðurlöndunum.

Eftir því sem mér heyrðist í fréttum Ríkissjónvarpsins nýlega voru málarameistarar að leita að atvinnulausum málurum en fundu þá hvergi, þrátt fyrir að tugir málara væru á atvinnuleysisskrá! Það er þetta sem ég er að tala um og með því að færa velferðarkerfi okkar í átti til Norðurlandanna mun þessum tilfellum fjölga.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 1.6.2009 kl. 09:37

7 Smámynd: Snorri Hrafn Guðmundsson

"Guðmundur Jaki og Einar Oddur notuðu nýja hugsun við áður óþekktar aðstæður og komu með lausn sem skilaði okkur miklum árangri. Auðvitað voru þeir ekki einir og eflaust hafa þeir haft góð teymi. Ef ég man rétt var Ásmundur Stefánsson kominn til starfa og hefur örugglega þá skilað sínu. Þeim spíral sem við nú erum í verður ekki stjórnað nema með gjörbreyttum aðferðum. Annað hvort verður það gert með vinnu nú, eða eftir nýja búsáhaldabyltingu í haust."

Bingo. Það er verið að reyna að leysa úr málunum með úreltum aðferðum sem henta miljónasamfélögum.

Snorri Hrafn Guðmundsson, 1.6.2009 kl. 15:47

8 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Guðbjörn við getum hugsanlega gert meiri kröfur hvað þetta öryggisnet varðar. Í mörgum greinum t.d. þjónustu er gífurlegur samdráttur, það svo að laun hafa hrunið. Þegar samdrátturinn verður of mikill, er hætta á kerfishruni. Dæmi með málara þarf að taka skoða vel og meðhöndla í ljósi þeirrar skoðunar.

Snorri, rétt þegar menn líta á kenningar fremur en fólk þá er ekki líklegt að hámarksárangur náðist. Fyrir nokkrum árum var mikill samdráttur í Þýskalandi og stjórnvöld hvöttu landsmenn til þess að ferðast innanlands það árið. Þetta hafði gífurleg áhrif. Sú aðgerð hefur örugglega ekki rúmast innan hagfræðikenninga.

Sigurður Þorsteinsson, 1.6.2009 kl. 16:50

9 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Mjög góð grein hjá þér Sigurður. Nú þyrfti að koma á þjóðstjórn og taka á málunum hressilega. Við þurfum að muna að við erum öll íslendingar og koma okkur út úr versta vandanum saman og svo getum við rifist um framhaldið. Við erum á snarvitlausri leið og hér fer allt í kaldakol á næstu mánuðum ef svo fer fram sem horfir.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 3.6.2009 kl. 07:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband