Í hvaða flokki er hann?

Greinar Ragnars Hall um Icesave hafa vakið verðskuldaða athygli. Hér á blogginu, en minna í fjölmiðlaumfjöllun er verið að gera að því skóna að gagnrýni Ragnars Hall sé ekki nógu góð af því að hann sé hugsanlega Sjálfstæðismaður. Hún veit ég ekki hvar Ragnar Hall er í pólitík  og er reyndar alveg slétt sama. Það var gengið fram hjá Ragnari Hall við skipan í stöðu hæstaréttardómara, og þá var sú ráðstöfun gagnrýnd af mönnum úr öllum flokkum. Ragnar Hall átti að ráða vegna faglegra sjónarmiða, en ekki vegna pólitískra skoðana. Rök Ragnars Hall eru svo sterk að fram hjá þeim verður ekki skautað.

Flestum er það nú ljóst, að samninganefndin sem fór út vegna Icesave gerði alvarleg mistök. Að öllum líkindum voru mistökin gerð við skipun hennar og það er þá á ábyrgð Steingríms Sigfússonar. Sterklega hefur komið fram að ef þessum Icesavesamningi verður hafnað verði Steingrímur Sigfússon að segja af sér. Þvílík fyrra. Steingrímur eins og aðrir ráðamenn gera mistök, og þau verða þá fyrst alvarleg ef keyra á þau í gegnum Alþingi þannig að þau skaði þjóðina, börn okkar og barnabörn. Ef Steingrímur kemur fram og segir að nokkrir ágallar hafi komið fram við skoðun á þessum samningi og hann verði því tekinn upp, þá munu allir vera sáttir við það.

Það er kominn tími til þess að við lyftum okkur upp fyrir gamaldags flokkapólitík. Við þurfum að nýta reynslu og þekkingu hvar í flokki sem menn eru.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vestarr Lúðvíksson

Ragnar Hall hrl. fer ekki með neitt fleipur, það á að taka mark á hans athugasemdum varðandi Icesave málið !

Vestarr Lúðvíksson, 31.7.2009 kl. 22:49

2 Smámynd: Jón Daníelsson

Fáum mönnum hef ég verið jafn sammála. Þú ert greinilega fær um að hugsa út fyrir þennan margfræga "ramma". Mér í sjálfu sér skítsama hver gerði mistök. En mistök voru gerð - og þau þarf að leiðrétta. Börnum er kennt að oftast sé nóg að rétta fram höndina og segja: Fyrirgefðu.

Ég get vel fyrirgefið Steingrími - og Svavari líka. (Þætti þó vænna um að þeir réttu fram höndina). Allir gera mistök. En þessi voru frekar slæm.

Jón Daníelsson, 1.8.2009 kl. 02:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband