Innleggið sem komst ekki í gegn.

Hrannar Arnarsson stal senunni í gær, með því að koma skilaboðum á framfæri til Evu Joly. Framlag Evu var eflaust ekki vel þegið fyrir þá sem vilja troða þessum meingallaða Icesave samning í gegnum þingið með góðu eða illu. Það sem Hrannar gerði, var eflaust gert í hugsunarleysi og var ekki ætlað að kalla á þá athygli sem framlag hans fékk. Það lýsti hins vegar viðhorfi sem ekki verður tekið til baka.

 

Hvað veit Eva Joly um efnahagsmál? Hvað veit flugfreyjan í forsætisráðuneytinu eða jarðfræðingurinn í fjármálaráðuneytinu um efnahagsmál. Þau hafa bæði langa stjórnmálareynslu, en margir hagfræðingar hafa af því miklar áhyggjur að verið sé að keyra íslenskt efnahagslíf niður í stað að koma því af stað. Athyglin sem innlegg Hrannars fékk, gerði samt meira slæmt. Hún gerði það að verkum að merkileg grein sem Uffe Ellemann-Jensen skrifaði um aðildarumsókn Íslands í ESB,varð útundan í fjölmiðaumfjöllun hérlendis og náði ekki athygli almennings.

Rúv skrifaði um greinina: Uffe Ellemann segir að það muni styrkja norrænt samfélag og Evrópu mjög taki Norðurlöndin höndum saman innan Evrópusambandsins. Hann kveðst þó hafa efasemdir vegna þess hvernig Ísland nálgist sambandsaðild, því einungis sé rætt um efnahagsmál, áhrif evru og sambandsaðildar á kreppuna. Það finnst Ellemann benda til þess að íslenskir stjórnmálamenn hafi lítið velt fyrir sér því sem Evrópusambandið snúist í raun og veru um, það er stjórnmál og sýnina um sameinaða Evrópu.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Uffe Ellemann bendir íslenskum ESB sinnum að þeir séu á réttri leið. Rétt er að árétta að Uffe Elleman hvar ,,heittrúaðasti" ESB sinninn í Danmörku. Nú eftir inngöngu eru flestir danskir stjórnmálamenn farnir að sjá að í ESB eru kostir en líka alvarlegir gallar. Umræðan er einfaldlega á villigötum. Við eigum ekki að reikna með efnahagslegum ávinningi með inngöngu í ESB. Inngangan verði að vera á pólitískum hugmyndafræðilegum grunni. Þær áherslur sem Uffe Ellemann bendir á hafa ekki verið ræddar hérlendis. Hér hafa áherslurnar verið á þætti eins og að vertryggingin verði þá aflögð. Eitthvað sem við getum framkvæmt án tillits til ESB. Að matvælaverð geti lækkað, sem hægt er ná fram með öðrum aðferðum ef vilji er á. Að við getum tekið upp Evru, sem að vísu flestir viðurkenna að gerist ekki fyrr en í fyrsta lagi eftir 10 ár. Umræðan þarf að fara í gang um ESB. Þeir sem leitast við að taka hana upp á nótum Uffe Ellemanns, hafa hingað til virkað afkáralegir. Að við eigum að taka þátt í samfélagi þjóðanna. ESB sé friðarbandalag. Þetta höfðar ekki til Íslendinga. Mun ESB yfirleitt höfða til okkar. Það kemur fyrst fram þegar umræðan er komin á plan.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Það er gott Sigurður að þú sem ert ESB andstæðingur takur upp þessa skoðun Uffe á því hverning við Íslendingar ítum á ESB aðild. Hann vill augljóslega rétta okkur hjálparhönd við að skilja út í hvað við erum að fara. Allt snýst um að ná efnahagslegum ávinningi og "sem bestum samningum" sem er náttúrulega í besta falli tímabundinn ávinningur og í aðlögunarskyni. Megin kjarninn að þetta er innganga er alvarlegur stjórnmálalegur gerningur sem mun færa alla pólítík á annað plan og til frambúðar betra fyrir okkur ef við kunnum að vinna með öðrum þjóðum og reyndari í alvöru stjórnmálum. Hreppapólitíkina hér heima tekur víst enginn frá okkur að eilífu. En ég býst ekki við að þú sért að meina það sem alvöru tilboð að ræða evrópusambandsaðild á öðrum forsendum að hér sé um "innlimun ´Íslands" að ræða. (hvað sem það svo þýðir). Þarna endar öll umræða við ESB andstæðinga því þegar þetta er nefnt sjá þeir "blátt".

Gísli Ingvarsson, 3.8.2009 kl. 11:41

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Uffe Ellemann Jensen er Íslandsvinur og vill ekki að við leggjum upp ESB umræðu á fölskum forsendum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem sem Uffe Ellemann varar okkur við. Það er orðin mjög gagnrýnin umræða um ESB í Danmörku, og hann veit að slík umræða um einnig fara fram hér.

ESB hefur sína kosti, en einnig ókosti. Um málið þarf að rökræða.

Ég heyri sterk rök fyrir ESB aðild að íslenskir stjórnmálamenn séu svo slappir og spilltir að með því að ganga í ESB séum við að losna undan þeim. Kaupi ekki þessi rök, því ég held að erlendir stjórmálamenn séu ekki mikið betri.

Sigurður Þorsteinsson, 3.8.2009 kl. 12:09

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæll Sigurður.

Steingrímur Júdas er ekki jarðfræðingur. Hann er með B.Sc.-próf í jarðfræði sem er um það bil hálf leiðin að því að verða jarðfræðingur.

Hann er sem sagt „hálfur“ jarðfræðingur ! En að öllu gamni slepptu þá hefur hann rétt til að kalla sig Steingrímur Júdas , B.Sc. í jarðfræði.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 3.8.2009 kl. 12:52

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Þakka ábendinguna predikari, bið jarðfræðinga afsökunar.

Sigurður Þorsteinsson, 3.8.2009 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband