Skilaboð Steingríms eru algjörlega skýr

Það fór ekkert á mill mála skilaboðin sem Steingrímur Sigfússon kom til sinna manna í kastljósi. Ég er búinn að fara yfir alla gagnrýni með mínum lögfræðingum og einhverjum útlendingum og öll gagnrýni sem fram hefur komið er röng. Punktur og basta. Þingheimur á að skrifa undir, þar sem þetta er nú alveg ljóst. Þá er bara að kalla óþæga liðið inn í rétt herbergi og rauða höndin sér til þess að allir munu sjá málið með sömu augum.

Stórkostlegur sagði Samfylkingarliðið, stórkostlegur sagði VG liðið og undir tók í fjöllunum. Það er alls ekki víst að hann fari alltaf rétt með hann Steingrímur, en hann segir þetta svo andskoti vel.

 


mbl.is „Það er búið að semja!“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það er bara einu sinni svo að allt það sem stjórnarandstaðan hefur lagt á sig með lögfræðiálitum, hagfræðiálitum og fleiru. Þessi málatilbúnaður hefur ekki dugað til finna þær stóru veilur sem áttu að vera í samningsgerðinni  og allri umgjörðum Iesave. Samningaefndin hefur ekki verið slakari en svo að glufurnar og klúðrið hafa ekki reynst til staðar þegar á reyndi. Vonandi fer þessum farsa að ljúka sem allra fyrst. Við höfum ekki lengur tíma fyrir allan þennan þæfing.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.8.2009 kl. 22:52

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sigurbjörg. Það getur vart flokkast undir heimsku hafa skoðun á málum. Það er hinsvegar heimskulegt við núverandi aðstæður að tefja með öllum ráðum rústabjörgun ríkisstjórnarinnar. Það virðist vera helsta markmið stjórnarandstöðunnar

Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.8.2009 kl. 22:56

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sjálfsagt er kona eins og Eva Joly bölvaður bjáni. Hún skrifaði harðorða grein um Icesave samninginn. Ég held mig við að vera henni sammála fremur en Steingrími Joð. Kaupi líka það sem Ragnar Hall hefur lagt til málanna, hef alltaf haft ofurtrú á honum. Núverandi stjórnarflokkar höfðu ofurtrú á honum þegar fram hjá honum var gegnið við skipan Hæstaréttardómara. Ég tók undir þá gagnrýni sem var á þá skipan, því ég taldi Ragnar Hall hafa ákveðna yfirburði umsækjanda nema e.t.v.  Eirík Tómasson sem líka hefur lýst yfir vantrú sinni á þessum Icesave reikningum. Nú þegar Ragnar Hall kemur með sitt álit, er hann orðinn sjálfstæðismaður. Það er mjög skemmtilegt að sjá hvað margir hafa meira vit á þessum málum en þessir þrír lögfræðingar, sem ég met mikils.

Þær Hólmfríður og Sigurbjörg munu sjálfsagt koma óánægju sína með Evu Jolý á framfæri. Verk hennar og hugmyndir meta þær sjálfsagt sem aðför að íslensku þjóðinni.

Sigurður Þorsteinsson, 7.8.2009 kl. 23:08

4 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Skólakerfið hefur beisíkallí verið heiladrepandi og sérvaldir hálfvitar verið yfir því síðan ég man eftir mér. Forheimskan hefur verið mottóið og það hefur komið frá peningalegum eignum peningaaflanna. Og nú erum við hér og kannski einn af þúsund skilur hugtak á borð við þúsund milljarða og er fær um að setja það reikningslega í samband við þjóðhagslegar stærðir. Þetta er vissulega sorglegt en við höfum verið látin grafa okkar eigin gröf. Gerviháskólar hafa útskrifað fólk með gervigráður en án raunverulegrar menntunar en með þokkalegan grunn í lygum og auglýsingamennsku og þessir spekingar hafa keyr hagkefrfint okkur beint á hausinn og það sem enn verra er haldið okkur sofandi í gerviöryggi á meðan kostendur þeirra hreinsuðu innan úr hagkerfinu. Þetta er svikastarfsemi í mörgum lögum, eins og lagterta og erfitt að sjá hvernig á að vinda ofan af því. Nauðsynleg byrjun væri að taka gjörvalla valdaelítu fjórskipta einflokksins úr umferð.

Baldur Fjölnisson, 8.8.2009 kl. 00:02

5 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Afsakið, les; peningalegar eignir valdaelítunnar.

Þetta hefur verið ákveðin þróun síðustu áratugina með sífellt meiri áherslu á sölumennsku á kostnað raunverulegrar framleiðslu. Sem sagt tíðarandinn hefur hæpað spekúlasjónir eigenda pólitískra gagna og ruslveitna og annarra vændisgagna sem sjá um að skapa veruleikaskynjun okkar. Afleiðingarnar blasa við.

Baldur Fjölnisson, 8.8.2009 kl. 00:12

6 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Baldur ekki gera of mikið úr menntun Steingríms. Mér skilst að hann hafi einhvers konar frumpróf í jarðfræði. Í hverri grein eru hins vegar toppfólk og þar á meðal Ragnar Hall, sem ég minnist ekki að hafa verið settur á neinn flokksklafa fyrr en hann gerir alvarlegar athugasemdir við Icesave. Síðan köllum við til topplið að utan eins og Evu Joly. Þekkingu hennar og kjark virða flestir og telja ráðningu hennar mjög mikilvæga fyrir því að endurreisa traust innanlands. Þegar þetta fólk kemur með málefnalega gagnrýni, koma forheimskaðir spekúlantar flokkanna og reyna að níða þetta fólk, en gerir ekki tilraun til að rökræða um málið. Ástæaða, getan er ekki til staðar.

Sigurður Þorsteinsson, 8.8.2009 kl. 00:52

7 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Eva Joly virðist aldrei hafa verið ætlað annað en að vera lýðskrumi stjórnarflokanna til framdráttar. 

Þegar hún benti á að stjórnkerfið væri ófært um að rannsaka eigin glæpi fór glansinn af henni hjá stjórnarliðinu. 

Þegar hún sagði sannleikann hvað skuldir og lánafíkn varðar fór allt Alþingi á stað í að ná "breiðri samstöðu um icesave". 

Hjá þessu liði snýst þetta um að halda sér á launaskrá hjá skattgreiðendum.

Magnús Sigurðsson, 8.8.2009 kl. 08:15

8 Smámynd: Elle_

Kæri Sigurður. 

Það er löngu orðið ljóst að lagalega skuldum við EKKI Icesave.   Láttu ekki fólk draga þig niður.  Steingrímur J.  er að vinna al-pólitískt og vinnur erfiðisvinnu dag og nótt við að halda sjórninni saman og halda völdum með Evrópuflókknum skaðlega og er undir ógnarvaldi.   Get ég bent á pistla Lofts A. Þorstienssonar og fjölda annarra manna sem skrifað hafa um Icesave og tryggingarlögin undir EEA og EU.   Og fjöldi lögfræðinga hefur útskýrt lögin og það að Icesave sé ekki okkar skuld.  

Elle_, 8.8.2009 kl. 12:45

9 Smámynd: Elle_

Lögmenn sem hafa skrifað gegn Icesave:  

Elvira Mendez, lektor í Evrópurétti: Icesave-samningurinn afar gagnrýniverður, 16. júlí, 09:
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/07/16/misbydur_umgjordin_um_icesave/  

Eva Joly: http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/08/01/stondum_ekki_undir_skuldabyrdi/

Morgunblaðið - forsíða    

Jón Danielsson,hagfræði-prófessor: Útreikningur Icesave-samnings gallaður,
21. júlí, 09:http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item290657/
  

Jón Daníelsson, hagfræði-prófessorr: Alþingi ætti að fella Icesafe samnnginn,
26. júní, 09
:http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item287405/

Lárus L. Blöndal, hæstaréttarlögmaður +Stefán M. Stefánsson, lagaprófessor:

Stefán Már - og Lárus Blöndal með grein í Mbl. í dag

VIÐ undirritaðir höfum ritað allmargar greinar þar sem við höfum fært lögfræðileg rök fyrir því að okkur sem þjóð beri ekki að endurgreiða þeim innistæðueigendum sem lögðu inn hjá íslensku bönkunum erlendis fyrir hrunið. Við höfum ekki fengið nein málefnaleg rök sem hnekkja okkar ályktunum.

Ríkisábyrgð verður ekki til úr engu. Til að hún stofnist þarf afdráttarlausa lagaheimild sem ekki er til staðar í dag vegna innistæðutryggingasjóðs. Við höfum verið þátttakendur í samstarfi ríkja í Evrópu þar sem við höfum tekið upp reglur sem samdar hafa verið af Evrópusambandinu. Ekkert í þeim reglum gerir íslenska ríkið ábyrgt fyrir starfsemi íslenskra einkabanka. Þær reglur hafa hins vegar ekki staðist þær væntingar sem ESB hefur byggt upp í kringum þær. Þær reyndust gallaðar og náðu ekki markmiðum sínum. Þeir ágallar geta hins vegar ekki verið á ábyrgð íslenskrar þjóðar að okkar mati.

Þeir samningar sem nú hafa verið kynntir þjóðinni eru tæpast ásættanlegir. Ekki er með góðu móti unnt að réttlæta að við tökum á okkur ábyrgð sem við höfum aldrei gengist undir eða berum ábyrgð á með öðrum hætti, hvað þá að það sé gert á þeim kjörum sem um hefur verið samið.

Við köllum eftir lögfræðilegum rökstuðningi fyrir þeim samningum sem búið er að undirrita. Ákvörðunin um undirritun samninganna er stór á alla mælikvarða. Hún er m.a. stór í því ljósi að ekki liggur fyrir hve mikill hluti heildarfjárhæðarinnar, 650 milljarða króna að viðbættum háum vöxtum, kemur í hlut Íslendinga að greiða eða hvort innistæður njóti forgangs fram yfir aðrar kröfur samkvæmt neyðarlögunum. Það er engan veginn hægt að ganga út frá því að það ákvæði neyðarlaganna standist. Það liggur hins vegar fyrir að kröfuhafar allra gömlu bankanna munu láta á þetta reyna og breytir umræddur samningur þar engu um. Ef þetta forgangsákvæði laganna stenst ekki verður greiðslubyrði íslenska ríkisins margfalt meiri en ætla mætti samkvæmt kynningu á samningnum.

Samninganefnd Íslands hefur skilað sínu verki. Forsendan í starfi hennar virðist hafa verið sú að okkur bæri skylda til að greiða og því ekki annað að gera en að semja um greiðslukjör. Þessi nálgun er ekki í samræmi við þá þingsályktun sem samþykkt var þann 5. desember sl. á Alþingi né þá kynningu sem fram fór á hlutverki samninganefndarinnar þegar hún var skipuð. Í þingsályktuninni ályktar Alþingi aðeins að fela ríkisstjórninni að leiða til lykta samninga við viðeigandi stjórnvöld á grundvelli tiltekinna viðmiða. Í þeim viðmiðunum er hins vegar ekkert að finna sem bendir til að Alþingi hafi litið svo á að íslenska ríkið væri greiðsluskylt.

Í kynningu nefndarinnar á samningnum kemur ekki fram hvers vegna rökum, sem leiddu til þess að íslenska ríkinu bæri ekki að greiða, hafi verið hafnað í samningaviðræðunum. Ekki liggur heldur fyrir hvers vegna alþjóðlegir dómstólar voru ekki fengnir til að skera úr um deiluna svo sem eðlilegt hefði verið í samskiptum ríkja. Hafi þau sjónarmið ekki verið höfð að leiðarljósi í samningaviðræðunum að Ísland væri ekki greiðsluskylt var fyrirfram lítil von til þess að ná viðunandi samningum.

Nú er komið að Alþingi Íslendinga að taka afstöðu til málsins. Ef til eru lögfræðileg rök fyrir þeim niðurstöðum sem samninganefndin hefur samið um, þá verður að kynna þau. Það er nauðsynlegt að um þau sé rætt og að skipst sé á skoðunum um þau. Jafnframt verður að greina frá því hvers vegna dómstólaleiðin var ekki valin. Hins vegar er ljóst að ef ekki er upplýst um röksemdir samninganefndarinnar eru þingmenn í jafnmikilli óvissu um það á hverju hún byggist og aðrir landsmenn. Á hverju eiga þeir þá að byggja sína afstöðu?

Séu niðurstöður samninganna byggðar á pólitískum sjónarmiðum, t.d. vegna mögulegrar aðildarumsóknar Íslands að ESB, eða beinum eða óbeinum þvingunum, verður að upplýsa það. Síðan verða þingmenn að taka upplýsta ákvörðun um hvort þau sjónarmið réttlæti skuldsetningu þjóðarinnar sem hljóða upp á óvissar en gríðarlegar fjárhæðir þrátt fyrir að lögfræðileg rök hnígi í aðra átt.

Það er algjörlega á valdi Alþingis að ákveða hvert framhald þessa máls verður óháð því hvað núverandi og fyrrverandi ríkisstjórnir kunna að hafa sagt eða gert. Við skorum á þingmenn á Alþingi Íslendinga að krefjast þess að öll rök fyrir þeim samningi sem gerður hefur verið, hvort sem þau eru lögfræðileg eða pólitísk, verði kynnt þingi og þjóð og að ákvörðun verði síðan tekin í framhaldi af því. Þjóðin hlýtur að spyrja: treysta þingmenn sér til að taka ákvörðun um að skuldsetja hana um 650 milljarða kr. auk hárra vaxta, án þess að skýr og afdráttarlaus rökstuðningur liggi að baki?

Lárus er hæstaréttarlögmaður. Stefán Már er lagaprófessor.

Ofanvert kom í Morgunblaðinu 12. júní sl.  Og aftur kom grein eftir þá tvo í Morgunblaðinu núna föstudaginn 7. ágúst (í gær).  Hef þá grein ekki enn.

Ragnar Hall hrl.:Það má ekki samþykkja Icesave samninginn óbreyttan;
Eiríkur Tómasson lagaprófessor tekur undir, 20. júlí, 09
:
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/07/20/menn_somdu_af_ser/

 

Elle_, 8.8.2009 kl. 13:27

10 Smámynd: Jón Sveinsson

Svikahrappar í ríkisstjórn, Ef þjóðin á að borga það sem lög mæla gegn þá hef ég heimtingu á að þeir greiði mínar skuldir án nokkra undantekninga það sjá allir sem hafa snefil af skinsemi að við eigum ekki að borga það sem aðrir stela og svíkja land og aðrar þjóðir.

Jón Sveinsson, 8.8.2009 kl. 15:15

11 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Sigurður, ég get ekki stillt mig í þessu sambandi um að nefna nokkur nýyrði sem ég hef komið með hér á blogginu

Hugsunarstoppari; þekkt dæmi um hugsunarstoppara: ameríkuhatari, kommúnistaáróður, samsæriskenningar, gyðingahatur osfrv. Mikið notað af þeim sem vilja drepa málum á dreif til að komast hjá að festa fingur á málefnum og jafnframt reyna að sverta viðmælandann.

Raðlygari; sbr. raðmorðingi, sjúklegur og krónískur lygari.

Ruslveita; sbr. ruslpóstur, kallaðist áður fyrr því hátíðlega nafni fjölmiðill en telst nú bara dulbúinn auglýsingaruslpóstur, algjörlega undir kontról siðvilltra peningaafla. Einkennist mjög af raðlygurum og hugsunarstoppurum.

Baldur Fjölnisson, 8.8.2009 kl. 21:59

12 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Samkvæmt nýjustu skoðanakönnun eru rúmlega 70% þjóðarinnar á því að hafna þessum Icesave samningi. Held að það stefni í það að það verði líka 70% Alþingismanna sem vilja hafna þessum samningi. Fyrir helgina kom Jóhanna með ógeðsdrykkinn og ætlaði að pína VG til þess að smakka. ,, Bara eina skeið fyrir ESB". Þetta hafði þrælvirkað hjá henni í Samfylkingunni, sem vildu gera allt fyrir ESB, en þetta virkaði allt öðru vísi á þingmenn VG.

Baldur minn þetta eru skemmtileg orð. Hann afi minn kom úr Suðursveitinni og gerði mikið af því að safna orðum eða búa til. Hef aðeins dundað við það líka. Ég hafði legni vel afar gaman af Steingrími Sigfússyni,en mörgum finnst hann vera með allt aðrar áherslur nú í stjórn en hann var með í stjórnarandstöðu. Margir gætu þannig kallað hann raðlygara. Hann festist í vonlausum samningi sem meira að segja hans ráðherrar hafa ekki trú á  og því mætti segja að hann sé hugsanastoppari. Svo réttlætir hann umskiptingu sína varðandi ESB með einhverju bullrökum og því sé hann orðinn að einhverskonar ruslveitu. Nýyrðin er því strax nothæf.  

Sigurður Þorsteinsson, 9.8.2009 kl. 00:15

13 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Og eitt enn, sem er nátengt hinum

Veruleikahönnun; athæfi sem raðlygarar og ruslveitur og pólitísk gögn og aðrir keyptir álitsgjafar hagsmunaafla stunda.

Baldur Fjölnisson, 9.8.2009 kl. 18:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband