Fjölnir í 1 deild

Það hefur nú legið nokkuð ljóst fyrir í allnokkurn tíma að það yrði hlutskipti Fjölnis að fylgja Þrótti niður. Fjölnir missti nokkra leikmenn fyrir þetta tímabil eftir gott gengi á 1 ári í úrvalsdeildinni. Annað árið er alltaf erfitt, og það fékk Fjölnir að finna fyrir í ár. Liðið var á tímabili ekki lakara en lið IBV og Grindavíkur, en þá vantaði þá reynslu sem með þurfti. Þegar líða tók á þetta tímabil fóru leikmenn að safna óþarfa spjöldum, sem oft einkennir lið sem ekki halda haus. Annað sem vekur athygli er hversu fáir uppaldir Fjölnismenn voru í liðinu. Félagið á t.d. mjög góðan 2 flokk sem lítið var nýttur upp í meistaraflokk. Þrjá leikmenn sem spilað hafa í drengja og unglingalandsliðunum sem sáralítið eða ekki hafa verið nýttir. Þetta kallar á skýrari stefnumörkun í félaginu. Yngri flokkar félagsins hafa verið að gera góða hluti og miðað við núverandi efnahagsástand, þá verða félög að byggja markvisst á eigin uppbyggingu. Reikna má með að dvöl Fjölnis verði stutt í 1 deildinni, spái þeim beint upp aftur.
mbl.is Fjölnismenn fallnir eftir tap gegn Fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

"Félagið á t.d. mjög góðan 2 flokk sem lítið var nýttur upp í meistaraflokk. Þrjá leikmenn sem spilað hafa í drengja og unglingalandsliðunum sem sáralítið eða ekki hafa verið nýttir. Þetta kallar á skýrari stefnumörkun í félaginu."

Íslensk félög í hnotskurn.

Fullt af efnilegum leikmönnum. Svo eru keyptir farseðlar fyrir meðalskussa frá Evrópu, sem við höfum ekkert við að gera.

Spilum á okkar drengjum, það er málið.

Gangi ykkur sem best í framhaldinu. Kveðjur frá Grindavík, BB

Björn Birgisson, 15.9.2009 kl. 23:16

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Björn það má segja að þetta sé spurning um að nýta ,,innlenda framleiðslu", og það er jú málið í dag.

Hjá félögunum eru nú víðast hvar komnir vel menntaðir þjálfarar fyrir yngri flokka og gott fólk sem sér um utanumhald. Þess vegna koma fleiri góðir leikmenn upp úr yngri flokkunum. Yngri leikmenn skortir hins vegar reynslu, en hún kemur fyrst og fremst með reynslu. Til félaganna koma hins vegar oft þjálfarar sem eru að hugsa um skammtíma hag þeirra sjálfra og þar sem hjá fæstum félaganna er skýr stefnumótun er ,,gefið eftir" og nokkrir leikmenn ,,keyptir". Þeir leikmenn eru síðan oft notaðir meira en geta þeirra segir til um til þess að réttlæta ,,viðskiptin". Í kringum meistaraflokkana laðast oft einstaklingar sem lifa sig inn í ensku deildina, þar sem stóru félögin eru að kaupa og selja leikmenn, og þá komst þeir í hlutverk Alex Ferguson, nema að hann kaupir þá bestu, en við hér heima kaupum oft afar misjafna leikmenn.

Nú verða félögin að halda vel um pyngjuna og því verður að stokka þetta upp.

Sigurður Þorsteinsson, 16.9.2009 kl. 07:35

3 identicon

Blessaðir strákar, varð að commenta á bloggið og commentin hjá ykkur.

Í fyrsta skiptið í tæp 5 ár var Fjölnir með erlendan leikmann í sínum röðum, þeir fengu skaricic fyrir rúmum mánuði síðan eða svo til að reyna að fá meiri reynslu í liðið á lokasprettinum. Mergur málsins er sá að Fjölnir missti fullmikið af lykilmönnum, því miður, eftir síðasta tímabil, gömlum uppöldum og aðfengnum (allt íslendingar). Ekki hægt að segja slíkt hið sama um Grindavík, þeir eru og hafa verið með 5-7 erlenda leikmenn í sínum hópi sem heldur þeim í efstu deilid ár eftir ár, þeir mættu leyfa ungu strákunum að spila meira, nauðsynlegt að byggja íslensk lið á íslenskum leikmönnum, þá fáum við ungan efnilega stráka sem spila en hætta þá síður. Fjölnir fellur með litla skuld á bakinu sökum góða aga í fjármálum knattspyrnudeildarinnar.

Fá lið hafa staðið sig betur en Fjölnir að leyfa ungum og efnilegum íslenskum strákum að spila í sínu liði hér á landi og fíla það gjörsamlega.

um að gera að spila á okkar strákum og stelpum, það er besta framtíðin v. fótboltann hér á landi :D

Atli Jóhann Guðbjörnsson (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 14:43

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Atli það er hárrétt hjá þér að það hafa ekki verið margir útlendingar hjá Fjölni, og það er vel. Sá hins vegar að voru afar fáir uppaldir Fjölnismenn sem voru í byrjunarliði hjá Fjölni í sumar, og þá vantar Fjölnishjartað. Það þarf að vera stefna Fjölnis að fleiri leikmenn komi inn í byrjunarliðið hjá þeim úr uppbyggingunni. Leikmennirnir sem komast í yngri landsliðin þarf t.d. að nýta markvisst.

Sigurður Þorsteinsson, 16.9.2009 kl. 18:38

5 identicon

Algerlega sammála, vonandi að á næsta ári verði það gert :)

Atli Jóhann Guðbjörnsson (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband