Jóhanna treysir þjóðinni ekki!

Það þurfti ekki næma tilfinningu fyrir vilja þjóðarinnar til þess að skynja að þjóðin vildi völdin í sínar hendur. Völdin frá fulltrúunum sem hún hafði valið í kosningum og til grasrótarinnar. Bráðabirgðastjórn VG og Samfylkingar lagði til að aðeins 15% þjóðarinnar gæti farið fram á þjóðaratkvæðagreiðslu. Það var nú eftir vill full vel í lagt. Annað var þjóðlagaþing. Hvorugt fór í gegn og nú kom að kosningum. Jóhanna treysti þjóðinni og þjóðin treysti Jóhönnu. Í kosningunum valdi þjóðin Jóhönnu og Steingrím, en síðan vildu þau  ekkert hafa með svona þjóðaratkvæðagreiðslur að gera. Þau voru valin sem fulltrúar þjóðarinnar og þau réðu. Jóhanna treysti þjóðinni ekki til þess að taka ákvarðanir í mikilvægum. Hún skreið inn í skjaldborgartjaldið sitt og bruddi ESB töflur. Jóhanna og Steingrímur tóku við af vanhæfri ríkisstjórn og ætla sér að fá að vinna sín óhæfuverk án samráðs við þjóðina. Jóhanna segir þjóðinni ekki treystandi. Á sama tíma hrynur stuðningurinn við Jóhönnu. Hún stefnir á að verða óvinsælasti forsætisráðherra allra tíma. Nú er komin gagnkvæmni í þetta. Jóhanna treystir ekki þjóðini og þjóðin treystir ekki Jóhönnu.


mbl.is Sýn forsjármanna brengluð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Já, það er ekki til vinsælda fallið að þrífa upp óþverann eftir Sjálfstæðisflokkinn þinn.

Jóhannes Ragnarsson, 30.11.2009 kl. 07:11

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Jóhannes minn, mér skildist að þú byggir orðið í snjóhúsi á Langanesi. Jóhanna vill bara eina skoðun. Það hlýtur að verða miklu hreinlegra fyrir þig að hreinsa upp skítinn frosinn. Við höfðum vanhæfa ríkisstjórn og ég sé ekki annað en við séum komin með aðra verri. Jóhannes við þurfum byltingu!

Sigurður Þorsteinsson, 30.11.2009 kl. 07:50

3 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Jóhanna stendur sig með prýði sem og Steingrímur J. þau eru ekki öfundsverð.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 30.11.2009 kl. 12:01

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Þórdís sannarlega eru þau Jóhanna og Steingrímur ekki öfundsverð. Með árangurinn er allt annað mál. Ég myndi í þínum sporum hrista höfuðið vel og lengi þegar þú dregur það upp úr sandinum.

Sigurður Þorsteinsson, 30.11.2009 kl. 12:07

5 Smámynd: DanTh

Þetta er einfaldlega hárrétt túlkað hjá þér Sigurður.  Niðurstaðan í þínum pælingum á nákvæmlega við ástandið eins og það var og er.

Tuðið sem þú ert að fá hér inn er bara dæmigert fyrir þann pólitíska réttrúnað sem þjóðin er svo gegnsýrð af.  Þetta pólitíska básasamfélag  skaðar líklega þetta samfélag meir en hrunið sjálft.

DanTh, 1.12.2009 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband