31.1.2009 | 20:45
Mikið leiðtogaefni
Bjarni var afburða íþróttaefni og fyrirliði yngri landsliðanna í knattspyrnu. Það er engin spurning að hef hann hefði haldið áfram hefði hann orðið fyrirliði landsliðsins. Til að lýsa Bjarna, þá er hann þrælduglegur, heiðarlegur,markmiðasinnaður, mjög skynsamur og góður drengur. Einkenni Bjarna er að hann þorir að taka ákvarðanir, en hlustar vel á rök annarra. Það er sama hvort andstæðingar hans eru flokksfélagar hans eða ekki. Hann hefur mikla samúð með þeim sem minna mega sín og verður seint flokkaður sem stuðningsmaður við öfgastefnur. Þegar ég var spurður nýlega hvort við hefðum einhvern með útgeislun Barac Obama, þá höfum við Bjarna Benediktsson. Við þurfum á erfiðum tímum feiri leiðtoga í öllum flokkum eins og Bjarna.
![]() |
Bjarni staðfestir framboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
31.1.2009 | 08:37
Tími á faglegri vinnubrögð?
![]() |
Ósætti um aðgerðirnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.1.2009 | 08:21
Lýðræðisleg vinnubrögð
Mér fannst koma mjög skýrt fram hjá Sigmundi Gunnlaugssyni að stuðningur Framsóknar við ríkisstjórnina væru háð því að Framsóknarflokkurinn gæti stutt fyrirhugaðar aðgerðir. Þess vegna hélt ég að þeir yrðu hafðir með í ráðum. Við myndun ríkisstjórnar þarf að skoða marga hluti og í þeirri vinnu virðist hafa farið á mis þetta samráð við Framsóknarflokkinn. Það kallar eflaust á gremju þeirra sem vilja sjá ríkisstjórnarmyndun strax, en lýðræðið getur tekið örlítið lengri tíma.
Reyndar sé ég nú ekki að það skipti öllu máli hvort ríkisstjórn verði skipuð í dag eða á mánudag.
Ný vinnubrögð í pólitík verður að byggja á lýðræðislegum vinnubrögðum. Það er ekki nægjanlega mikil hefð fyrir þeim á Íslandi. Reiðin í bloggheimum vegna skoðunar Framsóknar nú, ber vott um skort á umburðarlyndi gagnvart lýðræðislegum vinnubrögðum.
![]() |
Telur forsendur fyrir stjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.1.2009 | 08:06
Til skoðunar eins og margt annað
Í því ástandi sem við nú erum í, ættum við að skoða norsku krónuna rétt eins allt annað. Meginhluti þjóðarinnar vildi skoða inngöngu í ESB, kosti og galla. Setja fram samningsmarkmið og láta reyna á inngöngu. Farið hefur fram kynning í fjölmiðlum, en þá bregður svo við að samkvæmt síðustu skoðanakönnunum eru 62% á móti inngöngu. Samt á að skoða þennan möguleika áfram. Gjaldmiðillinn er of lítill og gerir spákaupmönnum auðvelt að ráðast á hann. Því eigum við sennilega þrjá áhugaverða möguleika taka upp Evru, með eða án aðildar, taka upp dollar eða taka upp norska krónu. Við skoðun á sveiflum norsku krónunnar, þá kemur í ljós að hún er alls ekki galin hugmynd. Þrátt fyrir að forsætisráðherra Noregs hafi tekið þessari hugmynd fálega, gæti það breyst með formlegum viðræðum, hugsanlega með stuðningi hinna Norðurlandaþjóðanna. Ég bloggaði um þetta í apríl i vor.
http://ziggi.blog.is/blog/ziggi/?offset=60
![]() |
Hugnast norska krónan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2009 | 08:57
Lýsingin á Jóhönnu
![]() |
Jóhanna vinnusöm en þröngsýn" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.1.2009 | 10:16
Hans tími var ekki kominn.
![]() |
Ágúst Ólafur hættir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2009 | 22:25
Minn tími er kominn
Spuninn heldur áfram. Allir sjá að viðræður hafa verið í gangi milli Vinstri Grænna og Samfylkingarinnar. Samt neita menn að viðræður hafi verið í gangi. Það er ekki bara að viðræður hafi verið í gangi, það er nánast búið að mynda ríkisstjórnina. Á Bessastöðum spyr Helgi Seljan Steingrím Sigfússon ítrekað hvort hann hafi verið í viðræðum við Samfylkinguna og ítrekað svarar Steingrímur: ,,Ekki í dag". Ingibjörg Sólrún segist ekki hafa verið í viðræðum, sem sennilega er alveg rétt, enda nýkomin frá Svíþjóð, en ég efast um að hún sé að segja alveg satt þegar hún nánast segist ekki vita um að viðræður hafi verið í gangi. Allir aðrir vita betur. Er þetta okkur kjósendum að kenna. Ef Samfylkingin er óánægð í stjórnarsamstarfinu, af hverju má þá ekki skoða aðra möguleika?
Annað er tilefnið fyrir stjórnarslitunum. Af einhverjum sögulegum ástæðum, er það veikleikamerki að slíta stjórnarsamstarfi. Þá þarf að búa til einhvern leikþátt, sem er svo afkáralegur að enginn kann að leika hann. Það var einmitt reyndin nú. Fjölmiðlamenn og kjósendur þurfa að taka á svona málum og leggja af leikaraskapinn.
Vonandi gengur ríkisstjórn undir stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur vel að takast á við þau brýnu verkefni sem við blasa. Starfaði á sínum tíma að verkefni þar sem Jóhanna var ráðherra og get borið henni afar vel söguna. Heil og sanngjörn í samstarfi. Óska henni velgengni. Steingrímur Sigfússon hefur valdið mér ómældum vonbrigðum í stjórnarandstöðu, með óbilgjanri gagnrýni á allt sem gert hefur verið. Alltaf á móti. Hann á til miklu betri hliðar sem vonandi njóta sín í ráðherraembætti. Líklegt verður að teljast að eftir næstu kosningar verði Vinstri Grænir sá flokkur sá eini sem ekki hefur endurnýjað sitt lið.
Við kjósendur eigum skilið að fá málefnalega stjórnarandstöðu. Megnið af orkunni þarf að fara í það mikilvæga starf, að berjast gegn atvinnuleysinu, styðja heimilin og byggja upp atvinnuvegina.
![]() |
Ekki verið samið um neitt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 27.1.2009 kl. 09:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2009 | 23:02
Borgaraleg óhlýðni
Á Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu er borgaraleg óhlýðni með því að fara ekki eftir ákveðnum lögum, kröfum eða skipunum stjórnvalda eða yfirvalda án þess að beita líkamlegu ofbeldi. Þannig hef ég líka skilið borgaralega óhlýðni.
Eva Hauksdóttir skilgreinir hins vegar borgarlega óhlýðni með því að þá sé verið að brjóta lög og/eða óskráðar reglur samfélagsins á skipulegan hátt og í pólitískum tilgangi.
Á þessum skilgreiningum er grundvallarmur. Hryðjuverkastarfsemi myndi ekki falla undir borgarlega óhlýðni í fyrri skilgreiningunni, en ég sé ekki betur en hún geti fallið undir skilgreiningu Evu Hauksdóttur.
Þessi fundur var sannarlega fréttnæmur a.m.k. af tveimur ástæðum. Sá fyrri var að fulltrúar lögreglunnar sem mættu á fundinn og hafa á blogginu verið nefndir fastistar af öflum lengst til vinstri, svöruðu vel þeim fyrirspurnum sem fyrir þá voru lagðar. Það er sannfæring mín að þeir Stefán og Geir Jón hafa einlægan vilja til þess að sjá til þess að mótmælendur geti komið skoðunum sínum á framfæri, en jafnframt að halda aðgerðum þannig að ekki verði slys á mönnum eða unnar skemmdir á eigum. Bloggarar hafa beðið þá félaga afsökunar á stóryrtum orðum í þeirra garð eftir þennan fund.
Seinni ástæðan var sú að fundarstjórinn Gunnar Sigurðsson leikari, kann eflaust eitthvað fyrir sér í leiklist, en afskaplega lítið í fundarstjórn. Minnist þess þegar hann stýrði fundinum í Háskóabíó og ámynnti menn að sýna kurteisi. Allt í einu fóru eyrun á honum að vaxa eins og í auglýsingunni í Þykkvabæjar kartöflum, og hann spurði ráðherrana sem fundarstjóri, hvort, ,,við gætum ekki fengið tvo fulltrúa í þeim nefndum sem skipaðar væru". Í fundarstjórn gilda ákveðnar hefðir, sem fundarstjóri verður að virða. Þessar hefðir eru ekki tilorðnar af ástæðulausu, heldur hafa myndast af langri reynslu. Fundarmenn vilja t.d. að fundarstjóri sé hlutlaus, og sjái til þess að vilji fundarmanna komi í ljós. Þetta hlutverk kann Gunnar ekki, og skilur því ekki. Jafnvel á fundi sem þessum, þar sem fólki er heitt í hamsi virðir það ekki fundarstjóra sem ekki þekkir hlutverk sitt. Þegar Ástþór Magnússon birtist þá virti Gunnar ekki vilja fundarmanna, og hrökklaðist frá fundarstjórn. Á fundi og í mótmælum verðum við að virða ákveðinn ramma, ef við ætlum að ná árangri. Hörður Torfason sleppur sem fundarstjóri, þó að hann blandi helst til mikið hlutverki fundarstjórn og frummælenda.
Björn Bjarnason mætti ekki á þennan fund og ég er ekki viss um að slík mæting hefði neinn sérstakan vitrænan tilgang. Að svara fyrirspurnum eins og ,, hvenær ætlar þú að segja af þér, helvítis fíflið þitt" er ekkert sérstakt keppikefli. Til þess að ráðherrar mæti á svona fundi verður fundarstjórn að vera mjög ákveðin og sjá til þess að menn fái að halda virðingu sinni. Það er ekkert að því að spyrja ráðherra ákveðinna spurninga, en það er engin sérstök ástæða til þess að svívirða þá. Það er full ástæða til þess að ráðherrar í ríkisstjórn fái harðar og ákveðnar fyrirspurnir, en þær verða að vera á vitrænum nótum.
![]() |
Stoltir glæpamenn og fjölskyldualbúm lögreglunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10