17.12.2009 | 18:36
Óþarfa skammir
Árni Páll Árnason hefur verið skammaður talsvert þann tíma sem hann hefur verið ráðherra. Hagsmunasamtök heimilanna telja að of lítið hafi verið gert til þess að styðja skuldsett heimili. Fyrst var eins og Árni skildi ekki vandann, en síðan hefur komið til greiðsluaðlögun og síðan að málin verði skoðuð nánar. Það er öllum ljóst að frekari aðgerða er þörf.
Nú kynnir ráðherrann úrræði fyrir ungt fólk og ég hef nánast eingöngu heyrt gagnrýnisraddir varðandi þessar aðgerðir. Held að það stafi fyrst og fremst af því að málin séu ekki skoðuð nógu vel. Þeir sem unnið hafa með ungu fólki vita að það er ekki nóg að láta margt ungt fólk fá fjármuni og síðan ekki söguna meir. Sjálfsmat margra er mjög slæmt og því eru önnur úrræði mjög mikilvæg.
Allt sem gert er orkar tvímælis, en þetta er spor í rétta átt. Það geta verið sérstakar aðstæður sem bregðast verður við hjá einhverju af unga fólkinu, en þau tilfelli verður að skoða eins og í öllum kerfum. Árni á hrós skilið fyrir að stíga þetta skref.
![]() |
Úrræði fyrir 2.400 ungmenni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
17.12.2009 | 11:46
Hlutverk fyrir Ingibjörgu
![]() |
Ingibjörg Sólrún varð ekki fyrir valinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.12.2009 | 23:44
Fimmvaldið
Fyrir nokkrum áratugum var oft rætt um að valdinu mætti skipta í þrennt, dómsvald, löggjafarvald og framkvæmdavald. Úrbætur í stjórnkerfinu snérust um að sjá til þess að þessi þrjú svið sköruðust sem minnst. Með auknum áherslum á frelsi í viðskiptum breyttist líkanið, og tvö önnur valdsvið bættust við fjölmiðlavald og fjármálavald. Við þessa þróun varð samfélagið flóknara en jafnframt hefði þurft að efla aðhald, m.a. vegna markaðsbresta. Það varð ekki. Fjármálavaldið varð stöðugt öflugra og náði yfirráðum yfir fjölmiðlunum. Þegar setja átti lög til þess að setja ramma utan um eignarhald í fjölmiðlunum greip forsetinn inn í og þar með var fjármálavaldið orðið framkvæmdavaldinu sterkara. Sá glundroði sem fylgdi í kjölfarið varð jarðvegur fyrir það hrun sem fylgdi í framhaldinu.
Í dag er framkvæmdavaldið og löggjafarvaldið afar veikt. Endurnýjun í forystu flokkana gerir það að verkum að stjórnmálaleiðtogarnir hafa ekki náð þeim styrk sem þjóðfélagið þarf á að halda. Þeir sem hafa reynsluna hafa veikt stöðu sína mikið, Jóhanna sennilega vegna þess að hún veldur ekki afar erfiðu verkefni og Steingrímur fyrir að bera ábyrgð á samningagerð í Icesave sem mistókst herfilega.
Í þessu ástandi eru útrásarvíkingarnir að ná spilum sínum að nýju, og setja stefnuna á völdin að nýju, m.a. studdir af fjölmiðlum í eigu þeirra sjálfra. Þetta kallar á einn allsherjar glundroða.
Við þessar aðstæður verður afar hæg endurreisn. Við gerum allt sem aðrar þjóðir í okkar sporum hafa varað okkur við að gera. Svo erum við alveg hissa á að niðurstaðan er einmitt sú sem okkur hafði verið sagt að yrði niðurstaðan ef við gerðum allt rangt.
Sennilega þurfum við að gefa stjórnmálamönnunum okkar frí og fá utanþingsfagstjórn, til þess að brjóta upp þá niðurbrjótandi valdabaráttu sem í gangi er.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.12.2009 | 23:21
7 ástæður fyrir að hafna Icesavesamningum.
Ein helstu rök sem sett hafa verið fyrir því að við verðum að samþykkja Icesave samninginn er að annars yrði farið í mál við okkur, þar sem með bráðabirgðalögunum hefðum við mismunað viðskiptavinum hérlendis og þeim sem erlendis búa. Eftirlitsstofnun EFTA hefur gefið út 7 bráðabirgðaúrskurði varðandi kvartanir frá erlendum fjármálastofnunum varðandi íslensku bankana. Í öllum tilfellum fellst ESA á sjónarmið íslenska ríkisins.
Samkvæmt skoðanakönnun vilja 70% þjóðarinnar láta Forseta Íslands neita að skirfa undir ný lög um Icesave. Þetta Icesave mál er orðið að tímasprengju í höndunum á ríkisstjórninni.
![]() |
Sjö úrskurðir Íslandi í hag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
14.12.2009 | 21:51
Frétt, ábending eða hótun?
Það hefur ekki farið fram hjá neinum að Baugsmiðlarnir gera nú atlögu að Bjarna Benediktssyni. Margar tilgátur eru um ástæður þess. Helst eru þær taldar að þeir Baugsfélagar séu ósáttir við að Sjálfstæðismenn á Alþingi hafi gert alvarlegar athugasemdir við að eigendur Haga fengju að kaupa félagið. Slíkt hafi ekki viðgengist í öðrum félögum og Baugsfélagar eigi að sitja við sama borð og aðrir eigendur stórfyrirtækja á Íslandi. Aðrar tilgátur er um veika stöðu ríksistjórnarinnar.
Á föstudaginn s.l. birtist frétt á visi.is og síðan á dv.is
Hús Steingríms Wernerssonar atað málninguRauðri málningu var skvett á hús Steingríms Wernerssonar í nótt og var meðfylgjandi mynd send fréttastofunni. Í pósti sem fylgdi myndinni segir: Í nótt var hús Steingríms W. skreytt með lakki, vegna bilunar í tæknibúnaði tókst ekki að skreyta hús Karls bróður hans og Bjarna Ben viðskiptafélaga þeirra, en stefnt er að því að ljúka við þau mikið fyrr en síðar."
Þetta er um margt mjög óvenjuleg frétt, en skilaboðin um bilaða ,,tækjabúnaðinn" vekur sérstaka athygli, og að til standi að ,,skreyta" hús Karls Wernerssonar og Bjarna Benediktssonar. Hótun er sem sagt komið vel til skila. Hefði hótunin líka verið birt ef í henni hefði staðið að til stæði að ganga í skrokk á þeim félögum. Geta óyndismenn átt vísan stað í fjölmiðlum Baugs, þar sem þeir geta komið hótunum sínum á framfæri.
Fjölmiðlamenn þekkja það svo, að það er oft stutt á milli fréttar, ábendingar eða hótunar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
13.12.2009 | 22:19
Er samþykkt Icesave, leið Samfylkingarinnar inn í ESB?
Það hefur vakið nokkra athygli að allir þingmenn Samfylkingarinnar hafa alltaf verið einhuga í að samþykkja samning um Icesave. Fyrst settu þeir þrýsting í ríkisstjórn Geirs Haarde um að slíkur samningur yrði gerður. Því var gefin út yfirlýsing um að Ísendingar stefndu að samningi við Breta og Hollendinga með Brussel viðmiði. Þessi yfirlýsing er síðan notuð sem ein helsta ástæðan fyrir því að við ættum að samþykkja misheppnaða Icesamninga.
Svavar Gestsson fór út með sitt gengi. Þá vildi Samfylkingin samþykkja samninginn óséðan. Við nánari skoðun runnu grímur á suma þingmenn Samfylkingarinnar þó út á við hafi þeir allaf vilja samþykkja. Alþingi samþykkir samninginn með fyrirvörum og aftur er fari út til samningagerðar, og nú er Svavar haldið víðsfjarri. Aftur er komið heim með samning þar sem fyrirvörunum sem settir voru er mörgum ýtt út. Aftur vill allur þingflokkur Samfylkingarinnar samþykkja.
Það kemur því ekkí á óvart að spyrja hvað gengur Samfylkingunni til? Jú, ef Icesavesamninguinn er samþykktur mun það setja svo mikinn þrýsting á íslensku krónuna að eina leiðin út úr þeim erfiðleikum er að gagna í ESB og taka upp Evru. Meira að segja þingmenn VG munu þá samþykkja samhljóða að gagna í ESB. Það verðu því fullnaðarsigur Samfylkingarinnar.
Með inngöngu í ESB tryggir Samfylkingin sér varanlegt forystuhlutverk á vinstri vægnum, það virðist vera flokksmönnum var afar mikilvægt.
Bloggar | Breytt 14.12.2009 kl. 06:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
13.12.2009 | 17:45
Niðurtakan
Fyrir fáum árum síðan var ég að vinna verkefni fyrir sveitarfélag. Þetta verkefni var unnið við nokkuð erfiðar aðstæður, þar sem miklar deildur voru í sveitarstjórn. Mikil harka var í deilum og mikill skortur á félagslegri reynslu til þess að vinna úr málum. Þá tekur eitt dagblaðanna upp á því að fjalla um einn sveitarstjórnarmanninn á einstaklega rætinn hátt. Það þurfti sérstaklega einbeittan illvilja til þess að sjá þá hið á málinu sem blaðamaðurinn valdi sér, mikilvægum upplýsingum var haldið til hliðar og aðrar sem birtar voru áttu enga tengingu við sannleikann.
Þar sem ég þóttist þekkja nokkuð vel til mála og fannst dregin upp mjög röng og ósanngjörn mynd, allt að því persónuníð, þá sló ég á þráðinn til blaðamannsins. Kynnti mig og sagði örstutt frá tengslum mínum. Þessu var ekki vel tekið, réttara sagt umturnaðist blaðamaðurinn í símanum. ,, Ef þú heldur þig ekki frá þessu máli, þá finn ég eitthvað á þig, eða bý eitt hvað til til þess að eyðileggja mannorð þitt". Ég var kjaftstopp og lagði á. Nokkrum mínútum síðar var ég kominn á lítinn kaffifund. Þar voru staddir fyrir tilviljun þekkir fjölmiðlamenn og ég sagði farir mínar ekki sléttar. Ég hafði ekki nefnt nein nöfn þegar fjölmiðlamennirnir skelltu uppúr. Fjölmiðlamennirnir gátu þeir strax nafngreint kollega sinn og sögðu að þetta væri nánast daglegt brauð. Þetta væri kallað að taka menn niður.
Nú fjallar DV um Bjarna Benediktsson og með fullri virðingu, þá trúi ég aldrei einu einasta orði sem í því blaði stendur. Ekki fyrr og heldur ekki nú. Geri mér heldur ekki í hugarlund af hvaða hvötum blaðið er gefið út. Les það aldrei. Mér skilst að Bjarni Benediktsson hafi rætt við Hrein Loftsson og óskað eftir að umfjöllun DV yrði hætt. Bjarni óttaðist málningarliðið. Það er annars merkilegt að ,,rannsóknarblaðið" hafi ekki komist að því hverjir eru hér að verki. Kannski misminnir mig, en ég minnist ekki að málningu hafi verið skvett á hús Hreins Loftssonar, Jóns Ásgeirs Jóhannssonar eða Jóhannesar Jónssonar. Það er eflaust tilviljun.
Það verður hins vegar athylisvert að sjá hverjir eru á niðurtökulista DV á næstunni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.12.2009 | 18:23
Jarðvegur Þráins
Það var vetur. Reitt fólk kom saman á Austurvelli til þess að segja Alþingismönnum að þeir hafi misnotað það vald sem þjóðin hafði treyst þeim fyrir. Alþingismenn höfðu ekki staðið vaktina. Það var skítakuldi og fólk kom með potta og pönnur og sló í takt. Fólkið kallaði vanhæf ríkisstjórn, Davíð burt, virkt lýðræði og þjóðina á þing. Meðal fólksins var fólk úr öllum stéttum. Prófessorar og píparar, leikskólastjórar og leikarar sjómenn og tónlistarmenn og rithöfundar. Já rithöfundar, sem sumir fóru mikinn. Þar á meðal var Þráinn Bertelsson. Hann skyldi á þing til þess að taka til. Inn komst Þráinn sagði fólkinu, nú er þjóðin komin á þing. Ég er þjóðin og þjóðin er ég. Fólkið skildi ekki upp né niður í hvað maðurinn var að fara. Voru ekki allir þingmenn komnir frá þjóðinni. Nei sagði Þráinn ég einn er þjóðin.
Þráinn var kominn á Alþingi, og það inni var heitt og gott. Enginn kuldi, og stóllinn var svo mjúkur. Þráinn hélt launum sínum sem ,, listamaður þjóðarinnar" og nú til viðbótar fékk hann laun Alþingismannsins. Mikið var þetta gott líf, og sanngjarnt. Nýju stjórnarherrarnir sem höfðu krafist vandaðari vinnubragða, meira lýðræðis og heiðarleika, og Þráinn var kominn til þess að veita aðhald. Stjórnarherrarnir vissu ekkert hvað gera átti, nema að koma Davíð frá og það studdi Þráinn. Svo þurfti að semja um Icesve og þá voru dregnir upp afdankaðar afturgöngur. Þjóðinni var sagt að væntanleg væri glæsileg niðurstaða, sem síðan reyndist vera samningur um að koma þjóðinni á hausinn. Fljótlega áttaði Þráinn sig á því að hann var ekki þjóðin og þjóðin var ekki hann. Hann samsvaraði sér miklu meira með afturgöngunum, hann og þær voru eitt. Sætið er þægilegt og launin góð og nú snýst baráttan bara um það að fá að sitja sem lengst.
Það er að koma vetur og fólkið er farið að safnast á Austurvöll. Pottarnir og pönnurnar koma að nýju og það verður kallað, vanhæf ríkisstjórn og síðan þjóðin við ...... Þráinn burt.
![]() |
Halda baráttunni áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
12.12.2009 | 15:01
Ríkisstjórnin safnar undirskriftum gegn Icesave!
Nú hefur frést að bull undirskriftir eru að berast úr Stjórnarráðinu, Hagstofu Íslands, RÚV og Fréttablaðinu. Nokkrir starfsmenn þessara stofnana og fyrirtækja eru undir miklu álagi og halda að þeir séu orðnir: Gordon Brown, Davíð Oddsson,Barack Obama Mussolini og Hitler. Það er full ástæða fyrir þessi fyrirtæki og stofnanir að greina nákvæmlega hvaða starfsmenn þetta eru og koma þeim undir læknishendur. Hins vegar er full ástæða til þess að forráðamenn InDefence hópsins að fólk getri skráð sig án þess að nöfn þeirra birtist.
![]() |
Bullundirskriftir raktar til stjórnarráðsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2009 | 18:40
Hvað með frumvarpið um þjóðaratkvæðagreiðslu?
Ríkisstjórnarflokkarnir lögðu fram frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslu, þar sem aðeins 15% þjóðarinnar gátu farið fram á þjóðaratkvæðagreiðslu. Í skoðanakönnunum kemur fram að um 70% vilja að forsetinn neiti að skrifa undir frumvarpið ef Alþingi samþykkir það. Það þýðir að þá fer fram þjóðaratkvæðagreiðsla. Steingrími Sigfússyni kemur þetta ekkert á óvart, en ætlar samt að fara fram gegn þjóðarvilja. Hvar er þá sannfæringin bak við frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslu? Á vilji meirihluta þjóðarinnar aðeins við þegar það hentar?
Sagt er að hluti stjórnarliðsins orðið græn í framan, þegar hann heyrði niðurstöður í skoðanakönnuninni. Skjálftinn eykst.
![]() |
Icesave mun ekki hverfa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10