22.4.2010 | 21:34
Afneitun
Ég ætla að taka undir með Steinunni Valdísi, það er algjörlega ólíðandi að mótmæla fyrir utan heimili manna. Fjölmiðlar og almenningur á að veita stjórnmálamönnum aðhald en við þurfum einhvers staðar að setja mörk.
Tek einnig undir með Steinunni Valdísi að það er afar langt gengið að kalla þann stuðning sem hún fékk mútur.
Það með er samúðin með Steinunni Valdísi búin. Steinunn Valdís tók þátt í síðustu Alþingiskosningum þar sem fjölmiðlar útrásarvíkinga settu línuna, með þátttöku Samfylkingarinnar. Það átti ekki að fjalla um uppbygginguna, eða hrunið. Kosningarnar snérust um stuðning við stjórnmálaflokkana og þá sérstaklega Sjálfstæðisflokksins. Steinunn Valdís lét ekki sitt eftir liggja og hjó til vinstri og hægri. .... þangað til að einhverjir fjölmiðlar vildu kanna stuðning við einstaka frambjóðendur. Þá voru frambjóðendur Samfylkingarinnar fljótir að fela sig og vildu ekki tjá sig fyrir en eftir kosningar. Af einhverjum einkennilegum ástæðum tóku þingmenn Samfylkingarinnar ekki málið upp eftir kosningar.
Skuldastaða Samfylkingarinnar var afar slæm á tímabili. Engin rannsókn fór á hvernig hún var rétt við. Jóhanna Sigurðardóttir lýsti því yfir nýlega að helsta sök Samfylkingarinnar í hruninu, hafi verið að hafa sýkst af nýfrjálshyggju Sjálfstæðisflokksins. Nú veit ég ekki hvaðan Steinunn Valdís telur sig hafa fengið sýkinguna, en ég á bágt með að trúa að almenningur taki mark á slíkri skýringu.
![]() |
Segir ásakanir á hendur sér rangar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.4.2010 | 16:11
Hvað lærum við svo?
Í rannsóknarskýrslunni kemur staðfesting á mörgu slæmu sem menn höfðu grun um. Fólk lét persónulega duttlunga ráða fremur en þjóðarhag. Ráðamenn töluðu ekki saman, unnu ekki saman. Ef einhverjir höfðu ekki sömu skoðanir og ráðamenn þá gátu þeir átt von á refsingu. Hvernig er þetta þá eftir hrun?
Ólafur ákveður að setja Icesave undir dóm kjósenda og Steingrímur, Jóhanna og Össur fara í fýlu, og eru enn í fýlu. Í stað þess að nýta Ólaf Ragnar með í að kynna málstað okkar eru þau með krosslagðar hendur í hörkufýlu.
Höfum við efni á því að hafa svona fýlupúka við stjórn. Fólk sem ber jafnlitla virðingu fyrir lýðræðinu.
Þessi umfjöllun Ólafs Ragnars var óheppileg, ekki síst í ljósi viðtals við Þorvald Þórðarson prófessor í í kastljósi í gær.
Uppbyggingin er ekki hafin, hún hefst ekki fyrr en við losum okkur við þetta vanhæfa lið.
![]() |
Lýsa undrun á yfirlýsingu forsetans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2010 | 20:23
Ég á þetta, má þetta - hugarfarið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.4.2010 | 11:37
Vírusinn hennar Jóhönnu
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
17.4.2010 | 09:58
,,Sveitin" hennar Álfheiðar
Mætti í nokkur skipti í mótmælin á Austurvelli. Þetta var ólíkt fólk, með mismunandi skoðanir, en kom til að mótmæla, eða til að sýna samstöðu. Ég var rétt hjá Alþingishúsinu þegar til mín kemur gamall skólafélagi úr menntaskóla, sem ég hafði ekki hitt árum saman. Þá vorum við sósíalistar og rifjuðum þegar okkur vor boðið upp í sendiráð og boðið upp á bjór, og starf fyrir flokkinn við ,,upplýsingaöflun". Við hlógum þegar við rifjuðum þetta upp. Nú átti hann strák í ,,sveit flokksins" eins og hann kallaði það. Sveitin er m.a. undir stjórn hershöfðingja, sem kenndi okkur forðum, sagði hann mér í óspurðum fréttum. Svo benti hann mér á hóp svartklæddra ungra manna, á tali við Álfheiði Ingvadóttur. Þegar fjölmiðlar löngu síðar fóru að fjalla um þátttöku Álfheiðar í uppreisninni, var ég búinn að fylgjast með þessum aðförum nokkra laugardaga. Átti erfitt með að sjá svona aðferðafræði í lýðræðissamfélagi. Flokkarnir kæmu sér upp ,,sveitum".
Það vakti athygli mína að þegar sveit fólks málaði hús manna heyrðist ekkert í ráðherrum, fyrr en hús dómsmálaráðherra var málað. Það þótti óviðeigandi því dómsmálaráðherra var í þeirra hópi.
Þegar hópur fólks fór að heimili Þorgerðar Katrínar, þá datt mér í hug sveitin henner Álfheiðar. Það kom nú ekki með rauða málningu, og ekki hettuklætt. Þegar það stóð frammi fyrir Kristján Arason og dóttur hans, koðnaði liðið niður. Upps, kannski hefðum við ekki átt.... Sauðsvipurinn leyndi sér ekki.
Svona ,,sveitir" hafa verið til áður. Geta gengið ansi langt. Ráðherrann sýnir að hugarfarið leyfir aðgerðir sem ekki alltaf rúmast fyrir innan núverandi laga.
Hitt er svo annað mál, að tími Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur er liðinn. Það mun hún hins vegar væntanlega sjálf tilkynna í dag.
![]() |
Vilja að varaformaðurinn víki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
15.4.2010 | 22:31
Góð grein um bankamálin.
Ragnhildur Sverrisdóttir skrifar mjög góða grein um stöðuna í bankamálunum á Norden
Skuldunum tókst að bjarga
Þrír stærstu íslensku bankarnir, Landsbanki, Glitnir og Kaupþing, hrundu til grunna haustið 2008. Tveir þeirra, Glitnir og Kaupþing, eru nú komnir undir stjórn erlendra kröfuhafa og heita Íslandsbanki og Arion banki, en Landsbankinn er á forræði ríkisins. Gríðarlega örum vexti og útrás íslenska bankakerfisins, sem var orðið 10 sinnum stærra en landsframleiðslan, lauk nánast á einni nóttu og eftir stóðu rústir einar.
Á Íslandi leiddi alþjóðleg lausafjárkreppa ekki eingöngu til tímabundinna erfiðleika bankanna, heldur varð beinlínis kerfishrun. Bankakerfið lagðist á hliðina og þótt stóru bankarnir þrír hafi verið þar fyrirferðarmestir, þá fóru ýmis smærri fjármálafyrirtæki jafn illa.
Eftirskjálftar hrunsins lögðu svo fjölmörg fyrirtæki að velli og mörg heimili hafa sokkið eða eru að sökkva í skuldasúpu.
Endurreisn bankanna þriggja lauk formlega í desember sl., 14 mánuðum eftir að þeir hrundu og löngu eftir að endurreisninni átti að vera lokið samkvæmt fyrstu áætlunum. Í desember var loks lokið við að ganga frá uppgjöri vegna þeirra eigna, sem færðar voru úr gömlu bönkunum í þá nýju.
Íslendingar segja kaldranalega brandara um hvernig eignir þeirra hurfu í hruninu, en blessunarlega hafi tekist að bjarga öllum skuldum almennings yfir í nýju bankana.
Deilt um rústirnar
Vissulega var gert ráð fyrir að bankarnir þyrftu að afskrifa allt að þriðjungi krafna sinna, en þær afskriftir skila sér ekki til almennra skuldara, sem margir hverjir höfðu tekið lán í erlendum gjaldeyri og horfðu fram á tvöföldun þeirra lána nánast á einni nóttu þegar gengi krónunnar kolféll.
Bankarnir standa hins vegar frammi fyrir að þurfa að afskrifa milljarða á milljarða ofan hjá ofurskuldsettum fyrirtækjum, sem engin leið er að innheimta. Þeir hafa stofnað sérstök félög um rekstur á fyrirtækjum og fasteignum, sem þeir hafa leyst til sín frá gjaldþrota viðskiptavinum.
Miklar deilur hafa spunnist um hvernig þeim eignum er ráðstafað frá bönkunum, til dæmis urðu hatrammar deilur þegar í ljós kom að Arion banki hafði ákveðið að gefa eigendum stærsta verslunarfyrirtækis landsins kost á að eignast hlut í því, þótt þeir hefðu misst það frá sér í einu stærsta gjaldþroti Íslandssögunnar.
Sama var uppi á teningnum þegar bankinn gaf fyrri eigendum annars stærsta skipafélagsins kost á að halda yfirráðum yfir félaginu.
Ríkisstjórnin hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að bregðast seint og illa við skuldavanda almennings. Viðkvæðið hefur löngum verið, að mun færri hafi orðið gjaldþrota en ráð var fyrir gert fyrst eftir hrun og virðist þá lítið tillit tekið til þeirrar staðreyndar að fjöldi skuldara fékk afborganir sínar frystar um tíma og aðrir nýttu sér takmarkaða heimild til að leysa út lífeyrissparnað, til að standa straum af afborgunum.
Þarna var hins vegar ekki um varanlegar lausnir á vandanum að ræða, heldur gálgafrest og nú í mars stóðu margir frammi fyrir að frystingu lána var aflétt og afborganir skullu á af fullum þunga.
Tíu dögum fyrir páska greip viðskiptanefnd þingsins í taumana og ákvað að krefja bankana um skýr svör við því, hvaða svigrúm þeir hafi til að afskrifa skuldir heimila og lækka höfuðstól lána.
Þingmenn hafa áður reynt að afla þeirra upplýsinga, en bankarnir neitað að svara og borið við bankaleynd. Gildir þar einu hvort bankar hafi verið á forræði kröfuhafa eða ríkisins. Núna er þverpólitísk samstaða um að knýja bankana til svara og bíða margir spenntir eftir þeim svörum.
Eru útlenskir bankar betri?
Líklega verða seint fullar sættir um hvernig ráðstafa beri þeim eigum, sem bankarnir hafa nú forræði yfir. Í tilfelli Arion banka hefur verið bent á, að erlendir kröfuhafar, sem nú hafa tekið við stjórn bankans, ráði mestu um hvernig tekið sé á málum.
Þeir líti eingöngu á mál út frá viðskiptalegum forsendum, en taki ekki tillit til almenningsálits og stjórnmála á Íslandi. Þess vegna sé þeim alveg sama þótt menn hafi kallað yfir sig miklar óvinsældir vegna fyrri viðskiptahátta, þeir líti aðeins á framtíðaráætlanir þeirra og séu reiðubúnir að taka þá aftur í viðskipti.
Þær raddir heyrast hins vegar líka oft, að það hljóti að vera til bóta að erlendir kröfuhafar, oft stórir bankar, fái yfirráð yfir nýju bönkunum. Þeir hafi fjárhagslegan styrk til að veita afskriftir og muni þannig reynast skuldurum þægilegri en íslenskir bankar.
Hvers vegna ættu erlendir kröfuhafar að vilja eignast allar þessar íbúðir á Íslandi? spyrja skuldsettir íbúðareigendur og eygja von um betri tíð og meira umburðarlyndi lánardrottna.
Þar ræður óskhyggjan, því ekkert bendir til að erlendir eigendur banka ætli sér að staldra lengi við. Núna sitja þeir uppi með þessar eignir á Íslandi, en þeir munu að líkindum reyna að innheimta það sem þeir geta upp í gríðarlegar kröfur sínar og hæpið að þar ráði einhver samfélagsleg sjónarmið.
Það sem ekki má
Íslendingar hafa áttað sig á því, þótt seint sé, að bankarnir höfðu allt of frjálsar hendur. Reglur og lög náðu ekki að fylgja eftir ört vaxandi starfsemi um allan heim.
Nú vilja menn auðvitað tryggja að sagan endurtaki sig ekki. Í byrjun þessa árs lagði viðskiptaráðherrann fram lagafrumvarp, þar sem hert er verulega á öllum reglum um fjármálastofnanir. Frumvarpið var samið í kjölfar ráðgjafar frá fyrrverandi forstjóra finnska fjármálaeftirlitsins.
Samkvæmt lagafrumvarpinu verður ábyrgð innri endurskoðunar nú meiri en áður, settar verða reglur um eðlilega viðskiptahætti, lán til lykilmanna bankanna verða takmörkuð, kaupaukar og starfslokasamningar sömuleiðis, áhættuskuldbindingar verða takmarkaðar og reglur um eiginfjárgrunn hertar.
Þá verður bönkum bannað að veita lán með veðum í eigin skuldabréfum, en slíkt bann var svo sannarlega ekki í gildi fyrir hrun. Ótal mörg dæmi eru um há lán til slíkra kaupa, þar sem engar ábyrgðir voru aðrar en bréfin sjálf. Þegar bankarnir hrundu urðu slík veð að sjálfsögðu ekki pappírsins virði.
Enn er langt í að íslenskt efnahagslíf rísi eins og Fönix úr öskunni. Í efnahagslegu tilliti er Ísland ekki eyland. Ríkisvaldið þarf á lánum að halda, frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum og frá nágrönnum sínum á Norðurlöndum, en þau lán hafa látið á sér standa, þar sem þessir lánveitendur vilja að Ísland leysi deilur sínar við Bretland og Holland vegna Icesave-reikninga Landsbankans í löndunum.
Atvinnulífið er nánast botnfrosið, fyrirtækin kljást við gríðarlega skuldsetningu, lausafjárskort og háa vexti og atvinnuleysi hefur náð áður óþekktum hæðum.
Íslenska krónan hefur styrkst lítillega undanfarið, en þá styrkingu verður að meta í ljósi stífra gjaldeyrishafta. Þau sömu höft fæla erlenda fjárfesta frá því að flytja fé til landsins, enda sjá þeir þá fram á að geta ekki náð því fé sínu til baka, a.m.k. á meðan höftin eru enn í gildi.
Endurreisn íslenska bankakerfisins mun vonandi haldast í hendur við endurreisn alþjóðlegs fjármálalífs. Kreppan á Íslandi er hins vegar svo miklu dýpri en víðast hvar annars staðar og viðbúið að endurreisnin verði sársaukafull.
Bankar hafa aldrei verið góðgerðastofnanir og lítil merki sjást um að nýju, íslensku bankarnir ætli að láta samfélagsleg sjónarmið ráða umfram viðskiptaleg.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2010 | 20:49
Einkavæðing bankanna - aftur!
Í ljósi sögunnar er ljóst að einkavæðing bankanna var mjög gagnrýnisverð. Krafan um svokallaða kjölfestufjárfesta, áhugavert væri að fá að vita nú hverjir studdu þá kröfu. Steingrímur Ari Arason sagði sig úr einkavæðinganefnd og væri full ástæða til þess að fá hans sjónarmið betur á borðið. Til þess að nýta frelsi í viðskiptum þarf regluverk og aðhald. Þeir sem kynna sér gagnrýni á bankana t.d. í Evrópu, sjá að þar er einnig verið að gagnrýna þetta aðhald. Hérlendis uxu bankarnir hins vegar svo hratt, að hér var fallið meira.
Í ljósi þessarar reynslu okkar af einkavæðingu bankanna, er það hreint með ólíkindum að Steingrímur Sigfússon skyldi láta það verða eitt af sínum forgangsverkefnum að einkavæða bankana aftur. Það sem verra er að hann selur bankanna til vogunarsjóða sem við þekkjum engin deili á. Þessi sala gefur þessum aðilum skotleyfi á íslenskan almenning. Í stað þess að skila fengnum afskriftum bankanna til almennings og fyrirtækja er það hagur nýju bankanna að ganga eins langt og mögulegt er.
Tugmilljarða hagnaður bankanna á árinu 2009, segir sína sögu.
Eins og Steingrímur myndi sjálfsagt orða það. ,, Þessi einkavæðing bankanna, er í boði VG".
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2010 | 10:57
Samfylkingin bregst við rannsóknarskýrslunni
Forráðamenn Samfylkingarinnar hafa brugðist fljótt og vel við rannskóknarskýrslunni.
Jóhanna sat í ráðherranefnd með Ingibjörgu fyrir ráðherra sem máttu eitthvað vita í síðustu ríkisstjórn. Samt vissi Jóhanna ekkert. Það hvarlar ekki að henni að biðja þjóðina afsökunar fyrir hönd Samfylkingarinnar, og því síður að segja af sér.
Össur Skarphéðinsson var svili Ingibjargar, en litlir kærleikar voru á milli þeirra, þannig að Össur fékk ekki að vita neitt. Össur segir enda að hann hafi ekkert vit á bankamálum. Eina sem hann hafi komið nálægt bankamálum er það þegar hann seldi bréf sín í SPRON og hagnaðist um smáaura. Þannig að ekki þarf Össur að biðjast afsökunar eða segja af sér.
Björgvin Sigurðsson sagð af sér 5 mínútum áður en síðasta ríkisstjórn fór hjá. Í ljós kom að hann var í upplýsingabanni frá Ingibjörgu og vissi því ekki neitt allan tímann meðan hann var ráðherra. Allur hans timi sem hann var í ráðuneytinu, voru settir upp ráðherraleikir, þar sem starfsfólk var að fara með upplýsingar sem ekki áttu sér stað í raunveruleikanum. Nú hefur Björgvin sagt af sér sem þingflokksformaður Samfylkingarinnar sem enginn vissi að hann væri og svo hafur Björgvinn afsalað sér föstudagsvöfflum sem þingmönnum er boðið upp á með kaffinu. Jóhanna hefur hrósað Björgvini fyrir þessar sórmannlegu aðgerðir, en sagt að það væri nú í lagi að Björgvin borðaði bara eina vöflu í stað þriggja.
Samfylkingin er kallaður hlaupaflokkurinn á Alþingi, þar sem þingmenn og ráðherrar eru fljótir að taka til fótanna þegar einhverskonar ábyrgð kemur til tals.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2010 | 22:48
Ónytjungur á þingi
Eitt af því alvarlegasta sem einkenndi aðdraganda að hruninu, er ófagleg vinnubrögð og hjarðhugsun. Fyrir það fá margir á baukinn. Ólafur Ragnar dansaði með og lét að sönnu full mikið til sín taka í hrunadansinum. Fyrir það gagnrýndi ég hann m.a. hér á blogginu. Síðan þá hefur hann tekið sig tak og staðið sig oft með prýði.
Það verður ekki sagt um Björn Val Gíslason sem er verri en enginn á þingi. Hann var einn af þeim sem vildi samþykkja Icesavesamninn óséðan, og lét vera að gagnrýna fáránlega framgöngu kommúnista í Icesavesamningunum og afar slaka verkstjórn flokksformanns síns í málinu.
Það þarf að skipa nýja nefnd til þess að fjalla um þau afglöp sem þessi ríkisstjórn hefur staðið fyrir í stað þess að hefja uppbyggingu. Þá verður hjarðpési eins og Björn Valur sendur norður aftur í hagana og vonandi sett á hann farbann á suðurslóðir.
![]() |
Hvatti forsetann til að segja af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
13.4.2010 | 00:00
Efnahagsglæpur
![]() |
Rangfærslur í skýrslunni varðandi húsnæðislánamarkaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10